Leita í fréttum mbl.is

Landsdómur - Hver er staðan nú?

Ýmsar spurningar hafa vaknað eftir fyrstu viku réttarhaldanna yfir fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins.

Í Þjóðmenningarhúsið hafa streymt i vitnastúkuna helstu höfuðpaurar hrunsins, en gjörðir þeirra hafa stórskaðað hag landsmanna og valdið landflótta. Umræddir aðilar njóta enn stuðnings Sjálfstæðisflokksins, stjórnmálaelítunnar og áhrifamikilla fjölmiðla. Ótrúlegt en satt - margir hrunamannanna eru enn í áhrifastöðu í samfélaginu og stjórna umræðunni vegna taka þeirra fjölmiðlunum. Afleiðingin er sú að sakborningur gengur um eins og húsbóndi, sem á dóminn með hurðum og gluggum.

Staðreyndin er sú að bankanna er með þeim stærstu á heimsvísu og lyginni líkast að vettvangur þriggja af 10 stærstu gjaldþrotum heims skuli vera í einu fámennasta ríki heims. Skipbrotið er algerlega  heimatilbúið, þar sem fjárglæframenn fengu að vaða uppi með vitund stjórnvalda.

Ekki kom á óvart forherðing vitnanna, sem flest hver ættu að sitja á bekk sakbornings, en öll sverja þau af sér nokkra ábyrgð eða sök á því hvernig fór. Það sem verra er, að vitnin telja að það hafi verið réttlætanlegt ástunda blekkingarleik og halda réttum upplýsingum um stöðu mála frá almenningi.Það er ónotlalegt að hugsa til þess að margir þeirra sem töldu réttlætanlegt að ástunda blekkingarleik í aðdraganda hrunsins um stöðu efnahagsmála séu enn að flytja okkur fréttir og miðla upplýsingum um stöðu íslenska fjármálakerfisins.

Í ljósi þess er rétt að spyrja hvort eitthvað sé frekar að marka þær upplýsingar sem verið er matreiða nú, en það var að marka eldamennsku sömu aðila á "upplýsingum" í aðdraganda hrunsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Því miður sami súri grauturinn í sömuskál og þetta lið sem harðast sótti að geir að koma fyrir landsdóm segir eiðsvarið að allar hans gjörðir voru í lagi frábært

Magnús Ágústsson, 11.3.2012 kl. 16:01

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Okkar dómskerfi er þunglamalegt og ófullnægjandi. Þar sitja dómarar í hæstarétti sem voru skipaðir af aðalhrunflokknum.

Úrsúla Jünemann, 11.3.2012 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband