Leita í fréttum mbl.is

Þakkir til forseta Íslands

Stjórn Frjálslynda flokksins þakkar Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir frækna framgöngu hans í Icesave málinu. Frá upphafi hefur málsmeðferð stjórnvalda í Icesavemálinu verið með endemum s.s. að ætla að þröngva  Icesavesamningnum ólesnum í gegnum Alþingi og geta ekki skýrt og varið af myndugleika málstað Íslendinga.

Sú ákvörðun forsetans að skjóta Icesavemálinu til þjóðarinnar verður vonandi til þess að núverandi ríkisstjórn og sömuleiðis ríkisstjórnir framtíðarinnar taki í auknum mæli ákvarðanir í samræmi við vilja þjóðarinnar.

Niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesavesamninginn staðfestir að myndast hafi djúp gjá á milli þings og þjóðar.  Meirihluti kjósenda greiddi atkvæði gegn því að taka á sig ótakmarkaða ábyrgð og kostnað vegna gallaðs regluverks Evrópusambandsins og misferla fjármálakerfisins.  Nú ætti það að vera forgangsverkefni hjá þjóðkjörnum fulltrúum að brúa gjána svo landsmenn snúi bökum saman allir sem einn.

Barátta og sigur grasrótarsamtakanna Samstöðu þjóðar og Advice er merkilegur fyrir margra hluta sakir og ekki síst að þau öttu kappi við sterkustu öflin í þjóðfélaginu þ.e. leiðandi stjórnmálaflokka, sérfræðingaveldi og álitsgjafa flokkanna inn á fjölmiðlum, helstu fjölmiðla, Samtök atvinnulífsins og verklýðshreyfinguna.

 Venjulegir kjósendur sögðu nei við boði valdastéttarinnar að játast undir  ósanngjarnan samning.

 Mikil barátta stendur um þessi ólíku sjónarmið um allan heim og þess vegna erum við Íslendingar ekkert eyland í umræðunni á heimsvísu. Ísland hefur nú tekið þá afstöðu að bankakerfið geti ekki gengið, að því vísu að almenningur borgi kostnaðinn vegna mistaka þess.

 

Sigurjón Þórðarson, formaður

Ásta Hafberg, varaformaður

Grétar Mar Jónsson, ritari

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heil og sæl, þetta er hið besta mál og ég er algjörlega sammála ykkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2011 kl. 22:42

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ólafur gerir mig stoltan, af að vera Íslendingur!

Aðalsteinn Agnarsson, 10.4.2011 kl. 23:45

3 Smámynd: Dagný

Í  dag er ég stolt af þjóð minni og forseta.

Dagný, 11.4.2011 kl. 00:00

4 identicon

algerlega sammála enn hvað er að þessum guðbergi í dv of mikið rauðvín kanski.

gisli (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 17:11

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Forsetinn  er frábær og ég veit ekki hvar við værum án hans.

Sigurður Þórðarson, 12.4.2011 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband