Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna er sýkta síldin ekki veidd?

Í nokkur ár hefur það verið ráðlagt að takmarka mjög veiðar á síld á þeim forsendum að stór hluti stofnsins sé sýktur af sníkjudýri sem dragi hana til dauða. Sýkta síldin er jafn gott og verðmætt hráefni til bræðslu og heilbrigð. Hvers vegna í ósköpunum er síldin þá ekki veidd fyrst að hún er hvort er eð að drepast?

Ég get ekki séð nokkra einustu ástæðu til þess að vernda sérstaklega dauðvona fiska - hvers konar rugl er látið viðgangast?

Ástæðan er eflaust sú að það hefur ekki verið starfandi sjávarútvegsráðherra á Íslandi frá því að Matti Bjarna var í brúnni.

Í fréttum af rannsóknum Hafró kemur ekki fram hve stofninn mældist stór sem var þó upphaflegt markmið leiðangursins.  Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðu á stofnstærðarmælingunni þar sem að þetta er þriðja árið sem að stór hluti stofnsins mælist dauðvona en samt hefur stofninn mælst 100 þúsund tonnum stærri á milli mælinga.

 


mbl.is Sýking í síld lítið í rénun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hér fara hagsmunaaðilar með stjórn tveggja ráðuneyta. landbunaðar og sjávarútvegs. Þetta hafa þeir margsagt. LÍÚ segir blákalt að innganga í ESB komi ekki til greina því þá missi þeir (LÍÚ) ákvarðanavaldið til Brussel og Félag ungra bænda ályktaði gegn fækkun ráðuneyta vegna þess að þá mundu áhrif þeirra minnka. En varðandi síldina, er nokkuð skrýtið þótt hún sýkist fyrst hún liggur öll í kös inná Grundarfirði vetur eftir vetur?  Auðvitað þarf að grisja þennan stofn áður en hann útrýmir sjálfum sér

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.7.2010 kl. 02:16

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Finnst ykkur ekki skrýtið að það eru leifðar trollveiðar, á flestöllum

svæðum þar sem síld hryggnir.

Aðalsteinn Agnarsson, 14.7.2010 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband