Leita í fréttum mbl.is

Er Ísland að vinna í lottói?

Það er merkilegur fjandi að lesa viðtöl við Gylfa Magnússon og Steingrím J. Sigfússon ráðherra en þeir eru vongóðir með krosslagða fingur yfir því að mál Íslands komist á dagskrá AGS.  Látalæti þeirra eru engu líkari en ef þeir ættu von á lottóvinningi en ekki enn einu erlenda láninu til að lengja í skuldaólinni.

Það verður fróðlegt að lesa hvaða skilyrði AGS setur landinu fyrir lánveitingunni en fyrri skilmálar AGS voru algerlega óraunhæfir þar sem gert var ráð fyrir tvöfalt meiri vöruskiptajöfnuði  í fyrra en raun varð.  Þess ber að geta að þrátt fyrir mikinn vöruskiptajöfnuð í fyrra, þá varð viðskiptajöfnuðinn neikvæður vegna mikils kostnaðar af erlendum lánum.   Í stað þess að taka á vandanum með því að auka gjaldeyristekjur samfélagsins og skipulagsbreytingum, er lagst á hnén og beðið um meiri lán. Skilyrði AGS hafa hingað til ekki verið gæfuleg s.s. háir vextir, bann við afskriftum á skuldum heimila og smáfyrirtækja og svo greiða Icesave með okurvöxtum.

Beinasta leiðin út úr vandanum er að lækka vexti og stórauka gjaldeyristekjur landsins en það verður ekki gert af einhverju viti með því að hafa með í för auðlinda- og orkusölumennina Árna Magnússon í Glittni og félagann í Magma Energy.

 


mbl.is Fjárfestar hafa áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Góður

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.4.2010 kl. 01:01

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2010 kl. 01:07

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er enn að hiksta yfirlýsingum þessara tveggja ofan í mig vegna þess hvað þau eru mikið á á skjön við raunveruleikann! Í mínum augum eru það dauðinn og djöfullinn sem eru óhjákvæmilegar afleiðingar þess að ríkisstjórnin gerist rekkjunautar AGS en SJS og GM láta eins og einhverjar sælustundir séu í höfn

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.4.2010 kl. 02:51

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

góðar ábendingar, alveg sammála þér með Glitni og Magma Energy.

Hins vegar vildi ég benda þér á að á síðasta ári þá var viðskiptajöfnuðurinn jákvæður um 45 milljarða án áhrifa gömlu bankanna.

Lúðvík Júlíusson, 10.4.2010 kl. 04:26

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gott innlegg og tímabært.

Nú er mikil hætta á að skýrslufjandinn leiði hugi fólk frá mörgum þeim mikilvægu pólitísku ákvörðunum sem bíða fullnustu.

Þetta á jafnt við í landsmálum sem sveitarstjórnarmálum og þó ekki síst borgarmálum það sem stærsta og traustasta fyrirtækið hefur orðið leikfang ábyrgðarlausra manna og stefnir þar í mikið óefni.

Árni Gunnarsson, 10.4.2010 kl. 08:37

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Júlíus, þær eru  mótsagnakenndar og mjög ófullnægjandi upplýsingarnar um lykil hagstærðir s.s. um erlendar skuldir hins opinbera: 

http://sigurjonth.blog.is/blog/sigurjonth/entry/1030939/

Það skiptir miklu máli að fá botn í það hverja vaxtaberandi erlendar skuldabyrði þjóðarbúsins  eru til þess að átta sig á raunverulegri fjárhagsstöðu þjóðarinnar.

Hálfsannleikur Steingríms og Seðlabankans er ekki traustvekjandi.

Sigurjón Þórðarson, 10.4.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband