Hún er merkilega þvælin, varnargrein Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra, þar sem hann reynir að útskýra hvaða almannahagsmunir lágu að baki þeirri ákvörðun að mismuna landsmönnum gróflega við úthlutun á rétti til að veiða á makríl.
Í greininni margtyggur sjávarútvegsráðherra að alger óvissa ríki um dreifingu, magn og útbreiðslu makrílsins og sömuleiðis á hvaða tíma árs fiskurinn verðmæti heldur sig í landhelginni. Þrátt fyrir framangreint finnur ráðherra Vinstri grænna sig knúinn til þess að kvótasetja tegundina og úthluta þeim sérréttindum sem hann fullyrðir að hafi stundað eitthvað sem hann nefnir ólympískar veiðar. Það er mat græningjans Jóns Bjarnasonar að ólympísku veiðarnar séu bæði óábyrgar og óhagkvæmar en samt réttlætanlegar til að komast í einhverja samningsaðstöðu gagnvart öðrum þjóðum!
Ráðherra hlýtur því að byggja ákvörðun sína á að setja makrílinn í kvóta á einhverju allt öðru en fiskifræðilegum grunni . Það stingur óneitanlega í stúf að ráðherra græningja skuli vilja verðlauna þá með sérréttindum umfram aðra Íslendinga sem hann ásakar um að stunda óábyrgar veiðar.
Ráðherra sem væri að gæta almannahagsmuna hefði sett ríkari kröfur til jafnræðis og að sett væri ríkari vinnsluskylda á makrílinn þannig að sem hæst útflutningsverðmæti fengist fyrir veiðina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
hmmm.. Við verðum nú að láta þá njóta sannmælis og hætta að skamma Albaníu Sigurjón Makríllinn er flökkufiskur og undir stjórn ESB. Það voru þeir sem gerðu alvarlegar athugasemdir við þessar "ólympísku" veiðar. Jóni, eða hverjum þeim sem hefði setið í stólnum var nauðugur einn kostur að kvótasetja veiðarnar í anda fiskveiðistefnu ESB og IMF.
Hins vegar átti hann að ákveða að innheimta veiðileyfagjald af úthlutuðum kvóta. Það lét hann ógert og í því felast mistök hans
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 14:26
Hámörkun verðmæta úr lönduðum afla á að vera kappsmál okkar og ekkert mun styðja betur við kröfurnar um auknar aflaheimildir. Það er ljóst að mikil verðmætasköpun felst í vinnslu umfram bræðslu. Reyndar eigum við að kosta kapps við að fjarlægjast mjölvinnslu úr fersku hráefni í öllum tegundum.
Siðfræði auðlindanýtingar um allan heim er vaxandi pólitískt umræðuefni. Og allt vel um það.
Árni Gunnarsson, 8.4.2010 kl. 14:57
e.s smá leiðrétting. Ég sé að hann hefur ákveðið veiðigjald af heildarafla en skil samt ekki V. kafla laganna eða þær forsendur sem liggja fyrir veiðileyfagjaldinu. Til hvers á Fiskistofa að reikna út aflaverðmæti? Og hvað þýðir 9.5% af framlegð? Og að innheimta veiðileyfagjald sem hlutfall af framlegð áður en búið er að veiða og selja er skrítin ráðstöfun
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 15:00
Jóhannes,
"Flökkufiskur undir stjórn ESB"? Verður þá ekki ESB að stjórna sínum flökkufiski og sjá til þess að hann sé ekki að éta upp í kálgörðum hjá okkur?
Við eigum fullan rétt á að veiða hann í okkar landhelgi enda ekki gert samninga við einn eða neinn. Svo er spurningin um hvað sé flökkufiskur: Getur verið að þorskurinn "okkar" sem gengur yfir Færeyjahrygginn, eða Grænlendingarnir sem hrygna hér séu flökkufiskar? Flökkustofn er svona álíka skýr skilgreining og þegar menn segja að hafið sé opið vistkerfi.
Réttast væri að menn greiddu aflagjald, sem væri það hátt að ekki borgaði sig að veiða í gúanó.
Jón Kristjánsson, 8.4.2010 kl. 15:17
Sæll Jón, ég vil taka það fram að ég ber mikla virðingu fyrir þínum skoðunum og kaupi alveg þína veiðiráðgjöf. Hins vegar erum við ekki einir í heiminum og getum ekki farið fram gegn hagsmunum allra annarra. Sérstaklega ekki núna þegar við erum búin að flæma frá okkur voldugasta bandamanninn. Það hefur gefist betur að semja um aflahlutdeild við nágrannaþjóðir okkar heldur en að stunda "sjóræningjaveiðar" Við höfum samið vegna norsk-íslensku síldarinnar, kolmunnans og úthafskarfans. þessvegna er það sjálfsagt mál að semja um makrílinn á sömu forsendum er það ekki? Flökkustofn hlýtur að vera skilgreining sem auðvelt er að koma sér samn um. Til dæmis stofn sem ekki hrygnir hér?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 15:53
Þakka traustið Jóhannes
En við höfum ekki enn samið um neitt varðandi makríl. Svo er það annar handleggur að ICES mafian vill semja svo hún geti stjórnað veiðunum.
Það var frjáls veiði á kolmunna í mörg ár, þrátt fyrir stöðugar ráðleggingar um veiðibann. Aflinn bara jókst, í 2 Mi tonna, uns komið var á samningum um að stjórna veiðum. Þá minnkaði aflinn og stofninn reiknaðist minni. Athyglisvert, sama og í Barentshafinu.
Ósk mafíunnar, ICES er að það verði samið svo ÞEIR geti stjórnað veiðunum.
Ég er þerrar skoðunar að tilögur um að leyfa hvalveiðar eigi rót sína í að rannsóknar- og eftirlits- batteríin vanti vinnu.
Jón Kristjánsson, 8.4.2010 kl. 19:27
Það er flest allt vitlaust sem mætir á svæðið frá mammútkálfum ríkisstjórnarinnar þessa dagana. Ég hefði lagt til að þeir læsu sig til í fræðum forföðurins Gylfa Þ. Gíslasonar og ryfjuðu upp afhverju ekki var hægt að gera öllum til geðs. Holl lesning, til á öllum bókasöfnum og þótt víðar væri leitað.
Sigurjón, ég get alveg stutt það að þetta kerfi sem búið er að vera í gangi sé haldið ákveðinni fullkomnunaráráttu, það þýðir samt ekki að ég styðji það sem verið er að framkvæma þessa dagana. Kerfið sem slíkt líður fyrir það að hafa aldrei komist á legg sem heildstætt kerfi, smuga hér og þar fyrir pólitík og framapot.
Að halda það að með því að láta auðlindirnar í hendur dutlunga stjórnmálamanna líðandi stundar komi til með að leysa vandamáli sem er réttilega bent á af mörgum, bæði Jóni hér að ofan ásamt fleirum, sem er að það má ekki veiða fiskinn í sjónum, kemur kerfinu sem slíku ekkert við.
Það er búið að skerða aflaheimildir niður í trog botninn. Það lá algerlega fyrir 1. september síðastliðinn hvaða afleiðingar það myndi hafa. Algerlega klárt. Algerlega kristaltært. Marg sagt og tuggið. Og hvað?
........................ Ekkert..............
Lausnin:
Auðlindagjald..................
Sindri Karl Sigurðsson, 8.4.2010 kl. 22:47
Mér varð á þegar ég ruglaði saman skammstöfunum IMF og ICES, sorry about that. Eitt er það sem ég hef áhyggjur af, og ræður þeirri skoðun minni að okkur beri að starfa með Alþjóðasamfélaginu og ICES þarmeð, það er sú ógn sem okkur stafar af umhverfisverndarterroristum. Á sama hátt og IMF hefur reynt að beita okkur efnahagslegum þvingunum til að semja um Icesave, þá er hægt að eyðileggja markaði okkar fyrir sjávarafurðir ef við förum ekki varlega og tryggjum okkur stuðning við því sem við erum að gera. Svoleiðis aðgerðir eru þekktar og við höfum sjálfir beitt þeim gagnvart sjóræningjaskipum á úthafskarfa. Núna hefur okkur verið boðið að samningaborði um skiptingu makrílskvótans og halda má því fram að ákvörðun Jóns Bjarnasonar hafi ráðið einhverju um þann viðsnúning ESB, Norðmanna og Færeyinga
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 23:01
Sindri, Jóhannes og aðrir góðir félagar - þarf ekki að fara nálgast þennan atvinnuveg út frá því að leyfa í stað þess að banna, sérstaklega í ljósi þess að bönninn hafa engu skilað?
Sigurjón Þórðarson, 8.4.2010 kl. 23:06
Sigurjón, málið snýst nú kannski ekki eingöngu um það að gefa frjálsar veiðar. Það snýst um að skattleggja allt sem hægt er að skattleggja, í skjóli þess að þjóðin eigi auðlindina.
Ef þjóðin á auðlind, sem hægt er að klára, tæma, eyðileggja eða ganga illa um, á þá að réttlæta frjálsar veiðar vegna einstaklingsfrelsisins? Þetta er alger þversögn. Hljómar betur svona: Því fleiri sem vilja veiða, því feiri borga í ríkiskassann. Þeim peningum er betur varið til þeirra sem hvað? Eru á atvinnuleysisbótum? Í heilbrigðismál? Eða kannski bara til þess að opinbert apparat geti dafnað og blómstrað?
Þetta heitir þjóðnýting ekkert annað. Búið að margreina og skilar niðurstöðu sem allir vilja forðast.
Það er mikð nær að reyna að telja þessa sporða sem eru í sjónum með einhverju viti. Lýst vel á tillöguna hans Kidda P. (eða Rússana réttara sagt) sem gengur út á mæla veiðni fisks og fjölda fiska á fermetra.
Það er fiskifræðin sem er föst í bulli ekki stýringin á veiðunum. Það er þjóðhagslega ruglað að veiða 10 fiska á 10 skipum, ef einn gæti veitt þá með nánast sama tilkostnaði og hver og einn myndi þurfa að gera!
Nákvæmlega sömu rökin og verið er benda á í dag, henda í land vélvæðingu flotans og ráða fólk í staðin, í landi, til þess að gera sama hlut og vélin gerði úti á sjó! Á ekki bara að setja árar um borð í dallana...!!! Alvöru víkingar!!!
Sindri Karl Sigurðsson, 8.4.2010 kl. 23:31
Sigurjón, Ég stundaði sjómennsku þegar mikill afli skapaði miklar tekjur, síðan tóku við boð og bönn en þá brá svo við að tekjurnar jukust! Ég er hræddur um að við snúum ekki til baka til óheftra veiða. Skilningur okkar á takmörkuðum auðlindum hefur breytt hugsuninni. Hér áður fyrr þegar við stunduðum framleiðsludrifinn sjávarútveg þá var veitt meira af kappi en forsjá. Birgðir hlóðust upp þæði í frystihúsum og í saltfiskgeymslum. Þetta var við upphaf kvótakerfisins. Heldurðu að kvótakerfið hafi verið fest í sessi vegna verndunar? Núna er rekinn markaðsdrifinn sjávarútvegur sem skapar meiri tekjur en hefur aukið ójöfnuð og hvatt til sóunar. Einhver skynsamleg lausn hlýtur að finnast þar sem allir una sáttir. Einhver línuleg bestun. Upp með reiknistokkinn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 23:32
Jóhannes með sóknarstýringu þar sem fiskur fer á markað, er hvati til að koma með sem mest verðmæti að landi á skemmstum tíma.
Sindri, núna er ástandið þannig að við erum að veiða þriðjunginn af því sem við veiddum af þorski fyrirdaga kvótakerfisins og trollveiðar eru helmingur af því sem þær voru 1992 og brot af því sem þær voru í kringum 1980.
Mér finnst vera forgangsmál fyrir samfélagið að afla nýrra tekna í stað þess að einblína hvernig eigi að skattleggja grein sem búin er að koma sér í gríðarlegan vanda og þarfnast hundruð milljarða afskrifta. Það er einnig nauðsynlegt að hleypa nýliðum inn í greinina og fá frjórri hugsun innan undirstöðuatvinnugreinarinnar.
Sigurjón Þórðarson, 9.4.2010 kl. 09:58
Rétt er það Sigurjón, en hvað heldur þú að það væru margir sóknardagar í dag, ef miða ætti við þau skip sem voru þá á sjó?
Kvótakerfið býr ekki til fisk, frekar en önnur veiðistýringarkerfi. Það vantar að fá að veiða meiri fisk, um það snýst málið, ekki neitt annað.
Sindri Karl Sigurðsson, 10.4.2010 kl. 17:39
Sindri það var nú hugmyndin með kvótakerfinu að búa til fisk þ.e. 500 þúsund tonna jafnstöðuafla.
Sigurjón Þórðarson, 10.4.2010 kl. 21:26
Sælir með og á móti kvótabullarar.
Auðlindagjald er í gangi núna og hefur verið í mörg ár, nú er gjaldið kr. 3,47 á þorskígildi í botnfiski, beint í kassann hjá Grími
En auðvitað á að veiða meira 500 þús. er kannski of í lagt en við vitum ekkert hve mikið er af þeim gula fyrr en við gáum að því.
Valmundur Valmundsson, 16.4.2010 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.