Leita í fréttum mbl.is

Tillögur um lokaða fundi og "trúnað"

Ég hef áður fjallað um  1,2, nefnd sem ætlað var að fara með gagnrýnum hætti yfir eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar sem er stjórn fiskveiða og þá möguleika að auka veiðar.  Niðurstaða nefndarinnar komu ekki á óvart en þeir sem réðu ferðinni í nefndarstarfinu voru þeir sem bera ábyrgð á núverandi nýtingarstefnu.

Ég hef verið að taka saman umsögn Frjálslynda flokksins um skýrsluna. Eina nýja framlag skýrslu samráðsvettvangs  ef svo má kalla, er að leggja til að skipuð verði „formleg stjórnsýslunefnd um nýtingarstefnu fyrir nytjafiska“. Verkefni nefndarinnar og verklag eru m.a. meta hagfræðilegar, líffræðilegar, félagsfræðilegar, tölfræðilegar og umhverfisfræðilegar forsendur nýtingarstefnu. Auk þess að vera í samráði við alþjóðastofnanir og stunda víðtækt kynningar og samráðsstarf um land allt.  Mér sýnist sem að fyrirhugað umfang sé slíkt að hver meðalstór ríkisstofnun geti verið fullsæmd af viðlíka verkefnum.

Það sem mér fannst óneitanlega furðulegt er að í miðri endurreisn skuli vera lagt til að fyrirhuguð formlega stjórnsýslunefndinni skuli vera ætlað að halda lokaða fundi með hagsmunaaðilum og gæta sérstaks "trúnaðar" með tillögur nefndarinnar, sérstaklega þegar haft er í huga verið er að véla með sameign þjóðarinnar.


Bloggfærslur 13. nóvember 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband