Leita í fréttum mbl.is

Bretar eiga bágt - Ísland er þeim huggun

Ég rakst á athyglisverða grein á BBC þar sem sagt er frá því hversu mjög pundið hefur hrapað miðað við bandaríkjadollara og er það talið lýsandi fyrir efnahagsástandið í Bretlandi. Helsta huggun Bretanna er að pundið hefur styrkst gríðarlega gagnvart íslensku krónunni.

Pund vs. dollari

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er nokkuð sláandi eins og sést á myndinni. Þessi óáran í Bretlandi skýrir e.t.v. hörkuleg viðbrögð breskra stjórnvalda í garð okkar Íslendinga.

Það kveður við allt annan tón í breskum vinum mínum og kunningjum, þeim sem ég hef heyrt í hér. Það er vitanlega þó ekki tilviljunarkennt úrtak, þar er um að ræða fólk sem hefur sterk tengsl út fyrir eigið land.


Hvað gera heiðarlegir vinstrimenn?

Samfylkingin hefur boðað til opins fundar i Iðnó skömmu fyrir boðuð mótmæli að Austurvelli og verður fundurinn að einhverju leyti eftirlíking af fundum sem haldnir hafa verið á umliðnum vikum til þess að krefjast þess að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks grípi til aðgerða s.s. að rannsaka málin ofan í kjölinn. Valið á ræðumönnum er grátbroslegt en þar er að finna Vilhjálm Þorsteinsson hugbúnaðarhönnuð sem hefur um nokkurt skeið verið einn helsti málsvari spillingaraflanna.

Fundinum lýkur síðan Dagur B. Eggertsson sem var mjög svo skotinn í REI enda í nánu samstarfi með Birni Inga Hrafnssyni.

Ég reikna síðan með að fundinum ljúki með því að fundarmenn gangi út á Austurvöll og mótmæli ríkisstjórninni sem þeir þó styðja.

Er þetta ekki hámark hræsninnar?  Maður hlýtur að spyrja í framhaldinu hvort að heiðarlegir vinstrimenn á borð við Mörð Árnason vilji láta spyrða sig saman við þetta lið.

Ekki ætla ég að letja áhugafólk um atferlisfræði að mæta og fylgjast með hvernig fundur Samfylkingarinnar fer fram. Ég ætla hins vegar að hvetja fólk til þess að taka þátt í friðsamlegum mótmælum á Austurvelli þar sem krafist verði m.a. að ekki verði skrifað upp á gríðarlegar skuldbindingar sem munu skerða lífsafkomu Íslendinga til framtíðar.  Það er sömuleiðis nauðsynlegt að krefjast þess að Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde hætti þessu leynimakki og setji málin upp á borðið.  Laumuspilið þjónar eflaust þröngum flokkshagsmunum en alls ekki hagsmunum þjóðarinnar. 
 


mbl.is Tveir mótmælafundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband