5.3.2009 | 23:28
Björgvin G. Sigurðsson er allur að koma til
Mér sýnist sem Björgvin Guðni hafi haft gott af því að losna út úr ríkisstjórn. Mér sýnist sem hann sé að verða afturbata.
Í dag birtist vefgrein eftir hann þar sem hann lýsir yfir harðri og einarðri andstöðu gegn kvótakerfinu. Hann hafði meira að segja gert sér ferð niður á bryggju til að hitta Ásmund Jóhannsson sem ríkisstjórnin braut á mannréttindi og kostaði nokkrum tugum milljóna upp á málavafstur til að halda við óréttlætinu, en mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks samt í óhag.
Ríkisstjórnin sem Björgvin studdi og sat í hirti síðan ekki um að virða álitið og hélt óhikað áfram að brjóta á ungnum sem öldnum sjómönnum, s.s. Ásmundi kallinum.
Batnandi mönnum er best að lifa. Nú er að vonast til þess að Björgvin sýni afstöðuna í verki, ekki bara í snakki við sjómenn heldur í kröftugum ræðum síðustu dagana fyrir þingslit þar sem hann krefur mannréttindabrjótinn Steingrím J. um að láta af brotastarfsemi sinni. Það eina sem Steingrímur þarf að byrja á er að gefa út reglugerð þar sem leyfðar eru handfæraveiðar. Þegar handfæraveiðarnar voru frjálsar og hvað mestar voru þær samt innan við 5% af heildarþorskafla.
Þessi afstaða ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna markast nánast af mannvonsku, að virða menn ekki viðlits og rétta ekki hlut þeirra sem hafa sótt réttlæti alla leið til útlanda þegar innlend stjórnvöld og dómstólar hafa gjörsamlega brugðist. Þá er nú gott til þess að vita að Björgvin er kominn með þeim á árarnar - nema þetta sé kosningaropi í honum.
5.3.2009 | 10:07
Frjálslyndi flokkurinn er eina svarið
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 2. sætið á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Það kom vart annað til greina vegna þess að stefnumál flokksins í sjávarútvegsmálum eru forsenda fyrir jákvæðri byggðaþróun í Norðvesturkjördæmi. Það er ekki merkilegt, kerfið sem Frjálslyndi flokkurinn hefur barist gegn með oddi og egg þar sem ekkert af markmiðum kerfisins hefur náðst, s.s. svokölluð uppbygging þorskstofnsins. Kerfið hefur þvert á móti leitt atvinnugreinina í algjört skuldafen sem flestir málsmetandi menn eru sammála um að hafi verið upphafið að efnahagshruninu.
Kerfið hefur verið úrskurðað óréttlátt af sjálfri mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og að því beri að breyta. Öll stjórnmálaöfl sem vilja láta taka sig alvarlega ættu að setja það á oddinn að endurskoða kerfið - strax. Í stað þess hefur fjórflokkurinn slegið þagnarmúr um raunverulegar breytingar og dregið lappirnar árum saman. Steingrímur J. hefur núna tekið við kefli Einars Kristins Guðfinnssonar og heldur óhikað áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum og svipta dreifðar byggðir réttinum til atvinnu.
Ólíkt öðrum stjórnmálaöflum sér Frjálslyndi flokkurinn augljós tækifæri við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins og verða þá hinar dreifðu byggðir mótorinn við að endurreisa efnahagskerfið og byggja upp nýtt og öflugt Ísland.
Framtíðin er björt ef - og aðeins ef - við breytum þeim kerfum sem hafa orðið okkur fjötur um fót. Guðjón Arnar Kristjánsson býr yfir gríðarlegri þekkingu á sjávarútvegsmálum og það er bráðnauðsynlegt að hún verði nýtt til þess að vinda ofan af kerfinu og koma á meiri sátt og skynsemi við stjórn fiskveiða.
3.3.2009 | 17:20
Ég sækist eftir 2. sæti í Norðvesturkjördæmi
Mistök urðu við útgáfu kjörseðils vegna póstkosningar Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þar kemur fram að ég sækist eftir 1.-5. sæti sem er ekki rétt. Hið rétta er að ég sækist eftir 2. sætinu á listanum.
Get ég ekki örugglega treyst á þig?
3.3.2009 | 00:43
Minnisvarði um stjórnmálaklúbbinn
Fjórflokkurinn stendur í miklum björgunaraðgerðum fyrir efnahagslífið. Það er svo mikið að gera að sérstakur saksóknari hefur ekki fengið nein almennileg mál til rannsóknar á heilum mánuði. Það er búið að bjarga BT-tölvuverslununum og Apple-umboðinu sem selur líka tölvur, tískuvöruverslun í Kringlunni að ógleymdum Mogganum og nú á að setja 13 milljarða í byggingu tónlistarhússins á hafnarbakkanum. Liðsmenn VG hafa verið svo uppteknir við að slökkva elda í Mogganum að þeir hafa ekki mátt vera að því að hugsa um mannréttindabrot á sjómönnum og hafa fremur en hitt stuðlað að áframhaldi þeirra.
Ég á satt að segja rosalega erfitt með að skilja þessa forgangsröð meðan íslensk iðnfyrirtæki sem eru í framleiðslu fá ekki nokkra fyrirgreiðslu. Það er helst að ég skilji þó alla milljarðana sem settir eru í tónlistarhúsið þar sem hálfkarað húsið er leiðinleg áminning fyrir klúbbmeðlimi á leið í vinnuna - hvort sem hún er í Ráðhúsinu í Tjörninni eða Alþingishúsinu við Austurvöll - um fjármálalega óstjórn og dellu undanfarinna ára. Hvergi fór fram upplýst og gagnrýnin umræða um kostnaðinn við þetta hús og því var laumað inn í heimildarákvæði í fjárlögum. Heimildarákvæði eru annars helst notuð til að taka ákvörðun um sölu eða kaup á prestsbústöðum en ekki um tugmilljarðaframkvæmdir.
1.3.2009 | 14:27
Fordómafull ruglutófa á Mogganum
Það er merkilegt að lesa enn einn haturspistil starfsmanns ríkisstyrkta blaðsins, Morgunblaðsins, sem var rétt í þessu að komast í hendurnar á útgerðaraðlinum. Leigupenni útgerðaraðalsins ríkisstyrkta, Kolbrún Bergþórsdóttir, virðist gera sér far um að ráðast á minnsta flokkinn á Alþingi af mikilli ósanngirni, s.s. að við sem höfum verið fulltrúar hans á Alþingi séum eitthvert sérkennilegt fólk, illa þenkjandi og þaðan af verra.
Eitt af því sem virðist vera eitur í beinum blaðamanns LÍÚ er að Frjálslyndi flokkurinn beitir sér gegn kvótakerfinu og hún lætur líta út sem það sé eina málið sem flokkurinn hafi beitt sér í fyrir utan nauðsynlega umræðu um útlendinga. Þetta er helbert kjaftæði þar sem stefnuskrá Frjálslynda flokksins varar m.a. sterkt við skuldasöfnun þjóðarbúsins. Ætli þetta tvennt, barátta gegn skuldasöfnun og óréttlátu kvótakerfi, réttlæti ekki fullkomlega tilvist flokks í þjoðfélagi sem glímir við hrun fjármálakerfisins einmitt vegna kvótakerfisins og skuldasöfnunar. Hinir flokkarnir hafa þetta ekki á stefnuskrá sinni.
Þegar sá þingmaður sem sjálfskipaðir fulltrúar leyfilegrar umræðu töldu hvað öfgafyllstan í umræðunni, Jón Magnússon, er genginn í Sjálfstæðisflokkinn og honum hefur verið tekið þar opnum örmum minnist enginn á að hann sé rasisti og ali á andúð í garð útlendinga - hann er kominn í rétta liðið og búinn að gefast upp á að sýna fjórflokknum andóf. Kolbrún Bergþórsdóttir virðist gefa Jóni Magnússyni þá einkunn, bara við það að ganga úr flokknum, að hann hafi af góðmennsku sinni og sterkri réttlætiskennd reynt að vísa flokksfélögum sínum veginn, en hreinlynd sál Jóns hafi verið úthrópuð og hann hrökklast að lokum úr flokknum.
Hvað verður um frjálsa og hlutlæga fjölmiðlun þegar skuldugi kvótaaðallinn er kominn með Moggann og Fréttablaðið er hjá Þorsteini Pálssyni?
Bloggvinir
-
Helga Þórðardóttir
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Jens Guð
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ásta Hafberg S.
-
Jóhann Elíasson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Georg Eiður Arnarson
-
Óskar Þorkelsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Hallur Magnússon
-
Sigurður Þórðarson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Katrín
-
Þarfagreinir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
-
Hallgrímur Óli Helgason
-
Jón Kristjánsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Jón Valur Jensson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Halla Rut
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
ragnar bergsson
-
Bjarni Harðarson
-
Rannveig Þorvaldsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
erlahlyns.blogspot.com
-
Agný
-
Guðjón Ólafsson
-
Einar Ben
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Ólafur Björn Ólafsson
-
Halldór Jónsson
-
Elvar Atli Konráðsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Helgi Már Barðason
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Víðir Benediktsson
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Jens Sigurjónsson
-
Vestfirðir
-
Sigurður Ásbjörnsson
-
Jón Magnússon
-
Viðar Friðgeirsson
-
Axel Jóhannes Yngvason
-
Svava S. Steinars
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Quackmore
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Haukur Már Helgason
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Steingrímur Ólafsson
-
Vefritid
-
Ársæll Níelsson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Rannveig H
-
Gísli Gíslason
-
Bjarni Kjartansson
-
Steingrímur Helgason
-
Fiðrildi
-
Baldur Fjölnisson
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Hanna
-
Sverrir Stormsker
-
Ottó Marvin Gunnarsson
-
gudni.is
-
Einar Vignir Einarsson
-
Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Jóhann Kristjánsson
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
-
Grétar Rögnvarsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Róbert Guðmundur Schmidt
-
Steinn Hafliðason
-
Landssamband ungra frjálslyndra
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Vilborg Traustadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Ketilás
-
Ómar Pétursson
-
Eyþór Grétar Grétarsson
-
FF
-
Jón Þór Bjarnason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Alexander Kristófer Gústafsson
-
Róbert Tómasson
-
Landvernd
-
ThoR-E
-
Haraldur Baldursson
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
busblog.is
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Gísli Birgir Ómarsson
-
Árni Árnason
-
Grétar Mar Jónsson
-
Perla
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Irma Þöll
-
Skattborgari
-
Gulli litli
-
Jón Snæbjörnsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
-
Mál 214
-
Bullukolla
-
kreppukallinn
-
hreinsamviska
-
Arinbjörn Kúld
-
Orgar
-
Guðjón Baldursson
-
Gunnar Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Gunnar Björn Björnsson
-
Haraldur Hansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Birna Steingrímsdóttir
-
Gestur Guðjónsson
-
Jónas Rafnar Ingason
-
Stríða
-
Götusmiðjan
-
Brynja skordal
-
Haraldur Bjarnason
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Ásta
-
Markús frá Djúpalæk
-
Jörundur Garðarsson
-
MIS
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
S Kristján Ingimarsson
-
Bryndís Haraldsdóttir
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Magnús Kristjánsson
-
Bergur Sigurðsson
-
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
-
Heimssýn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Óskar Arnórsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Árni Davíðsson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Árelíus Örn Þórðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
L.i.ú.
-
Rafn Gíslason
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Vaktin
-
Arnar Guðmundsson
-
Lárus Baldursson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Þórarinn Baldursson
-
Kjartan Magnússon
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
-
BJÖRK
-
Björn Emilsson
-
Dagný
-
Dominus Sanctus.
-
Friðgeir Sveinsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðmundur Pálsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Jón Þórhallsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ragnar Stefán Rögnvaldsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Stefán Júlíusson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Sveinn Björnsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007