Leita í fréttum mbl.is

Frjálslyndi flokkurinn er eina svarið

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 2. sætið á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Það kom vart annað til greina vegna þess að stefnumál flokksins í sjávarútvegsmálum eru forsenda fyrir jákvæðri byggðaþróun í Norðvesturkjördæmi. Það er ekki merkilegt, kerfið sem Frjálslyndi flokkurinn hefur barist gegn með oddi og egg þar sem ekkert af markmiðum kerfisins hefur náðst, s.s. svokölluð uppbygging þorskstofnsins. Kerfið hefur þvert á móti leitt atvinnugreinina í algjört skuldafen sem flestir málsmetandi menn eru sammála um að hafi verið upphafið að efnahagshruninu.

Kerfið hefur verið úrskurðað óréttlátt af sjálfri mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og að því beri að breyta. Öll stjórnmálaöfl sem vilja láta taka sig alvarlega ættu að setja það á oddinn að endurskoða kerfið - strax. Í stað þess hefur fjórflokkurinn slegið þagnarmúr um raunverulegar breytingar og dregið lappirnar árum saman. Steingrímur J. hefur núna tekið við kefli Einars Kristins Guðfinnssonar og heldur óhikað áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum og svipta dreifðar byggðir réttinum til atvinnu.

Ólíkt öðrum stjórnmálaöflum sér Frjálslyndi flokkurinn augljós tækifæri við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins og verða þá hinar dreifðu byggðir mótorinn við að endurreisa efnahagskerfið og byggja upp nýtt og öflugt Ísland.

Framtíðin er björt ef - og aðeins ef - við breytum þeim kerfum sem hafa orðið okkur fjötur um fót. Guðjón Arnar Kristjánsson býr yfir gríðarlegri þekkingu á sjávarútvegsmálum og það er bráðnauðsynlegt að hún verði nýtt til þess að vinda ofan af kerfinu og koma á meiri sátt og skynsemi við stjórn fiskveiða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er sennilega til eitthvað af fólki sem er svo grunnhyggið að telja það að hata útlendinga og stunda handfæraveiðar muni bjarga þjóðinni. Má því reikna með 1-2% atkvæðum til ykkar í næstu kosningum.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hilmar ég þakka fyrir athugasemdina en mér þykir sem hún beri það með sér að þú þurfir að þú þurfir sjálfur að fara að hugsa eitthvað ofrurlítið dýpra.

Sigurjón Þórðarson, 5.3.2009 kl. 18:51

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Við sjáum bara til hvað kosningarnar bera í skauti sér.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 18:53

4 identicon

Sigurjón.

Ég er sammála því að þú og margir félaga þinna í Frjálslynda flokknum eruð eini flokkurinn sem vill raunverulega taka á þessu grundvallarréttlætismáli í íslensku samfélagi. Gjafakvótakerfið er rótin að óréttlætinu og í raun hornsteinn hrunsins hér á landi ef þannig er hægt að komast að orði.

Ég myndi styðja flokkinn með mann eins og þig í forystu sem nennir að standa í því að tala við fólkið í landinu milli kosninga. Með fullri virðingu fyrir Guðjóni þá er karlinn í brúnni ekki að fiska á þessum dalli.

Gangi þér vel!

TH (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 19:17

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Gangi þér vel Sigurjón og vonandi tekst þetta hjá þér. Það veitir ekki af að fara að vinda ofan af þessari þvælu. Sé ekki að SF eða VG séu líkleg til þess.

Víðir Benediktsson, 5.3.2009 kl. 21:27

6 identicon

Ekki veit ég hvað honum Hilmari gengur til með þessu orðalagi "að hata útlendinga" það hatar enginn í okkar flokki útlendinga, allavega ekki það fólk sem ég þekki og það eru þó nokkuð margir.

held að þú ættir að kanna málið betur áður en þú ferð með fleipur aftur.

Arnar Guðjóns (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband