Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Vesalingarnir í Samfylkingunni

Samfylkingin er búin að gefast upp á að afnema verðtrygginguna og einnig að leiðrétta skuldir heimilanna fyrir utan það sem Hæstiréttur dæmdi, þvert ofan í vilja ráðherrra flokksins.  Sömuleiðis hefur flokkurinn tekið U beygju í sjávarútvegsmálum og réttlætt leynilegar afskriftir til hrunverja. 

Helstu afrek Samfylkingarinnar er að koma á kynjuðum fjárlögum og banna ljósabekkjanotkun ungmenna.

Núna hefur Samfylkingin blásið til orustu við þjóðhátíðardaginn 17. júní undir leiðsögn eins helsta hugmyndasmiðs samtakannna, Illuga Jökulssonar

Stjórnin á sína aðdáendur enn en það eru innheimtumennirnir í AGS og eigendur  bankanna þ.e. vogunarsjóðirnir sem uppskera ríkulega á að kreista almenning og hæla stjórninni á hvert reipi.


mbl.is Gagnrýndi hátíðarhöldin 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fávita umræða

Umræðan um stjórn fiskveiða sem nær upp á yfirborð stærstu fjölmiðlanna er nánast fávitaleg. Eðli fiskistofna er að sveiflast gífurlega og ætti flestum að vera ljóst að fiskveiðar eru ekki stærsti áhrifaþáttur í stofnsveiflum þeirra. Núna þykist forstjóri Hafró geta séð fyrir auknar veiðar allt til ársins 2016.  Enginn á Hafró sá fyrir niðursveifluna á þorskstofninum í kringum síðustu aldamót og ekki heldur árið 2006, en niðursveiflurnar urðu þrátt fyrir að farið var nákvæmlega eftir ráðgjöf stofnunarinnar. 

Hvers vegna er engin gagnrýnin umræða um algert árangursleysi veiðiráðgjafarinnar en um áratugaskeið var á Íslandsmiðum veidd um hálfmilljón tonn af þorski en núna er aflinn vel innan við helmingurinn af því sem miðin gáfu áður af sér? Fleiri spurningar sem vakna s.s. hvers vegna karfastofninn rýkur upp í mælingum en fiskurinn er sagður verða gamall og vera hægvaxta. Ef allt væri með felldu í mælingum og reiknilíkönum þá ættu umræddar sveiflur að vera fyrirséðar.  Sama á við um hrapið á mælingu á ýsustofninum. Minni veiðiheimildir á ýsu á næsta ári eru ávísun á bein vandræði og brottkast

Ekki bætir úr skák að fjórflokkurinn á hinu háa Aþingi virðist að mestu hjartanlega sammála um að vera áfram með óbreytta fiskveiðistjórn og úthluta sömuleiðis örfáum sérstökum sérréttindum til áratuga.  Helstu deilurnar á Alþingi snúast um hversu mikið eigi að skattleggja einokunarréttinn.  Eina vitið núna er að leggja frumvörp ríkissjórnarinnar til hliðar og skoða stjórn fiskveiða frá grunni. 


mbl.is Leggur til meiri þorskkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhönnu var illa við skötuselinn

Nú er Jóhanna Sigurðardóttir á lokaspretti sem forsætisráðherra og virðist hún nýta hann til þess að ætla að festa í sessi og njörva niður ónýtt kvótakerfi í sjávarútvegi sem brýtur í bága álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Á meðan Jón Bjarnason var í sjávarútvegsráðuneytinu voru stigin örfá og stutt skref í þá átt að færa kerfið í átt að jafnræðis. Eitt af þessum málum var að ríkið leigði skötuselskvótann beint, í stað þess að fiskurinn færi sjálfkrafa til nokkurra aðila endurgjaldslaust sem leigðu hann áfram dýrum dómum.  Umræddir handhafar kvótans eru nær allir útgerðarmenn við suðurströndina, þar sem að skötuselurinn veiddist eingöngu, þegar fiskurinn var settur inn í kvótakerfið.  Með hlýnandi sjó fór fiskurinn að ganga í meira mæli vestur og norður fyrir landið og urðu sjómenn þá fyrir vestan og norðan sjálfkrafa leiguliðar nokkurra útgerða á Suðurlandi.

Á bak við tjöldin gekk Jóhanna Sigurðardóttir í lið með LÍÚ í og barðist á móti skötuselsmálinu en opinberlega þá skreytti hún sig með því enda var allur þorri almennings mjög fylgjandi að jafnræði ríkti og fá rök fyrir sérgæsku Fjórflokksins við sérhagsmuni fárra.

Með frumvarpinu og viðsnúningi í skötuselsfrumvarpinu er Jóhanna Sigurðardóttir að sýna þjóðinni sitt rétta andlit.   

 


mbl.is Ákvæði um skötusel fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband