Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
22.2.2012 | 22:48
Vonandi nær meirihlutinn áttum
Eitthvað ekki gott hefur hlaupið í meirihluta Vg og Framsóknarflokks í Skagafirði. Í stað opinna og vandaðra vinnubragða, tíðkast nú í meira mæli leynd og órökstuddar skyndiákvarðanir. Skagfirðingar sem hafa einskis ills átt von hafa síðustu vikurnar reynt hver af öðrum að bera hönd fyrir höfuð sér vegna gerræðislegra ákvarðanna meirihlutans, með skrifum i Feyki.
Nýjasta flýtiákvörðun meirihlutans snertir alla Skagfirðinga til framtíðar, en það eru glæný áform um viðbyggingu við Árskóla. Framkvæmdirnar munu auka skuldir sveitarfélagsins um a.m.k. rúman hálfan milljarð króna og eru þær sömuleiðis ávísun á enn frekari útgjöld að upphæð hundruð milljóna króna. Skuldaaukningin mun koma skuldum sveitarfélagsins upp fyrir lögbundið skuldaþak nýsamþykktra sveitarstjórnarlaga. Með frjálslegri túlkun laganna má mögulega koma skuldabagganum niður fyrir rjáfrið. Með þessari illa ígrunduðu hugdettu er meirihlutinn að koma sveitarfélaginu Skagafirði í þá stöðu sem of skuldsett sveitarfélög landsins eru að reyna með öllum ráðum að komast úr!
Á fyrsta og eina kynningarfundi oddvita meirihlutans með öðrum sveitarstjórnarfulltrúum, sem haldinn var 22. febrúar, kom fram að áformað væri að ljúka meðferð málsins að viku liðinni þ.e. á næsta sveitarstjórnarfundi. Með verklaginu eru oddvitar Vg og Framsóknarflokksins að láta reyna illilega á flest ákvæði sem snúa að fjarmálum í sveitarstjórnarlögum og örugglega á anda og markmið laganna. Skuldaaukningin gengur þvert á nýsamþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Leyndin og vinnubrögðin í kringum pantaða úttekt á fjárhagslegum áhrifum fyrirhugaðrar skuldsetningarinnar á fjárhag sveitarfélagsins kastar augljóslega rýrð á trúverðugleika hennar og jafnvel svo að hún getur vart talist hlutlaus. Verst er þó að fyrirliggjandi niðurstöður úr rekstrarreikningi sveitarfélagsins, benda eindregið til þess að hallinn hafi verið talsvert meiri í fyrra en stefnt var að. Ekkert liggur fyrir um fjármögnun annað en bréf frá Kaupfélagsstjóra frá árinu 2009 og svo er vitnað óljóst í samtöl við forsvarsmenn KS um að hægt verði að fá vaxtalaus lán á byggingartíma. Engar upplýsingar eru um skilmála eða skilyrði lánveitingarinnar KS.
Vissulega eru byggingaráformin hógværari en þær skýjaborgir sem áður hafa verið til umræðu en engu að síður hljóta þau að kalla á opna umræðu og ábendingar frá foreldrum og ekki síður skattgreiðendum.
Rekstur sveitarfélagsins er mjög þungur eins og fyrr greinir og í stað þess að meirihlutinn einbeiti sér að aðgerðum sem ná endum saman, þá er í skyndi hlaupið til og aukið á fjárhagsvandann.
Vonandi nær meirihlutinn áttum og gefur sér og öðrum tíma í að fara yfirvegað yfir málin út frá þeirri stöðu sem Sveitarfélagið Skagafjörður er í.
Sigurjón Þórðarson,
sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í Skagafirði
21.2.2012 | 09:15
Kynþáttahyggja formanns SUS
Formaður SUS Davíð Þorláksson fór mikinn í morgunþætti Bylgjunnar, þar sem að hann mælti eindregið fyrir óbreyttu kvótakerfi og taldi réttlætanlegt að hunsa algerlega álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna!
Á formanni ungra Sjálfstæðismananna mátti skilja að helsta ástæðan fyrir því að hunsa ætti álitið væri sú að dómararnir sem hefðu dæmt sjómönnunum Erlingi Sveini Haraldssyni og Erni Snævari Sveinssyni í vil, hefðu m.a. verið frá þriðja heims ríkjum þar sem almennt ekki væri mark takandi á nokkrum manni þegar talið berst að flókinni lögfræði. Mér finnst þessi viðhorf Sjálfstæðismanna lýsa miklum fordómum. Í ljósi hrunsins og nýlegra stjórnarskrárbrota þingsins þar sem einungis þrír þingmenn greiddu atkvæði gegn ólögum þá finnst mér ungir sjálfstæðismenn ekki vera beinlínis í aðstöðu til þess að setja sjálfan sig á háan hest gagnvart hálærðu fulltrúum annarra þjóða.
Annað sem vakti athygli mína var sá misskilningur leiðtoga ungra sjálfstæðismanna að nær allur kvótinn hafi skipt um hendur á síðustu árum. Það kom fram skýrt fram í fyrirlestri Péturs Pálssonar framkvæmdastjóra Vísis í Grandavík, á fundi SA fyrir ári síðan að 18 af 20 stærstu fyrirtækjum í sjávarútvegi væru eldri en 30 ára. Ég er nokkuð viss um að ef smærri útgerðir eru teknar með í reikninginn þá fæst enn hærra hlutfall útgerða sem eru að stofni til eldri en kvótakerfið enda hefur kerfið verið harðlæst fyrir nýliðun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.2.2012 | 19:48
Einar K. Guðfinnsson er brjóstumkennanlegur
Þrátt fyrir algjört árangursleysi kvótakerfisins, mannréttindabrot og byggðaeyðingu þá er Einar K. þingmaður þjóðarinnar, reglulega með kostaða þætti á ÍNN stöðinni þar sem kostir kvótans eru tíundaðir. Yfirleitt þá staldra ég stutt við að horfa á ómerkilega óróðursþætti Einars K., en nú áðan bar svo við að Einar K. var með á skjánum línurit sem sýndi að smár fiskur væri farinn að veiðast i minna mæli en áður og aflinn væri einkum stór þorskur. Einari K. taldi ástandið mikið fagnaðarefni og að línuritið lofa afar góðu!
Augljóst er að ef eitthvað er að marka línuritið, þá ætti það að hringja viðvörunarbjöllum, þar sem ætla má að það eigi fyrir litli fiskinum að liggja að verða stór. Ef að Einark K. hefur rétt fyrir sér um að litli fiskurinn sé ekki til, þá er mikil hætta á að aflabrögð fari snarminnkandi á komandi misserum. Sömuleiðis er rökrétt að álykta að stóri fiskurinn sé frekur til fjörsins og éti rækilega undan sér af smærri fiski.
Viskan sem hraut af vörum Einars K. var af ýmsum toga s.s. að veiðar með línu væru ekki valkvæðar gagnvart stærð fiska þ.e. veiði jafnt stóran smáan fisk. Þetta stangast algerlega á við rannsóknir sem sýna að stærð króka ræður talsverðu um það hvaða stærð fiska veiðist á línuna. Sömuleiðis þá er skipulega beitt skyndilokunum ef að smár fiskur reynist í afla. Skyndilokanir á þessu ári orðnar 24 sem gefur til kynna sem að ástandið sé ekki eins svakalegt og greint var frá á ÍNN. Ekki var heldur litið til þess að kvótakerfið hvetur beinlínis til þess að smærri fiski sé síður landað en þeim stærri þar sem að hann er að öllu jöfnu fæst minna fyrir hann.
Umræðan um sjávarútvegsmál er enn sem komið í helgreipum þröngra sérhagsmunahópa og er aumt að horfa á blaðamenn s.s. Sigurjón M Egilsson sem hefur átt mjög góða spretti í gegnum tíðina, taka þátt í þjónkun við fjársterka en afar fámenna sérhagsmunahópa með útgáfu Útvegsblaðsins. Verra er þó og nánast brjóstumkennanlegt að horfa upp á Einar K. Guðfinnsson, þingmann þjóðarinnar, tala gegn betri vitund þar sem að hann hefur horft upp á kjördæmi sitt blæða út vegna ónýts kerfis.
11.2.2012 | 17:15
Maðurinn sem virðir ekki álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna
Fyrir kosningar lofaði Ögmundur að virða álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi brot íslenskra stjórnvalda gagnvart 2 sjómönnum sem sóttu rétt sinn og greiða sjómönnunum bætur. Ögmundur gekk svo langt að flytja sérstak þingmál ásamt þingmönnum Frjálslynda flokksins þar sem lofað var sömuleiðis að breyta kvótakerfinu í átt til jafnræðis þegnanna.
Eftir að Ögmundur varð ráðherra, þá hefur hann varla virt umrædda sjómenn viðlits og er þögull sem gröfin um nauðsyn þess að tryggja jafnræði Íslendinga við nýtingu sameiginlegra auðlinda.
Mér finnst að Ögmundur ætti að sjá sóma sinn í því að sjá til þess að íslensk stjórnvöld hætti skipulögðum mannréttindabrotum áður en farið er að tala digurbarkalega um mannréttindi á alþjóðavettvangi og beina spjótum sínum að Aserum.
Mannréttindi alltaf í fyrsta sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2012 | 11:52
Ögmundur á að hafa vit á að hætta þessu nuddi í RÚV
Umfjöllun um hrunaskýrslu lifeyrissjóðanna opinberar gríðarlegt tap almennings og hversu vonlaust skipulag "besta lífeyrissjóðakerfis í heimi" er. Sömuleiðis veitir umfjöllunin innsýn í sérkennilegt samkrull spilltrar stjórnmálastéttar og hagsmunasamtaka, í gramsi með lögþvingaðan sparnað launafólks.
Varnarræða Ögmundar fyrrum stjórnarformanns í lífeyrissjóði LSR minnir um margt á málflutning félaga hans Geirs Haarde, sem klifar á því að Ísland hafi orðið illa úti í alþjóðlegum fjármálastormi. Hlaupið er yfir þá staðreynd að litla Ísland var vettvangur stærstu gjaldþrota heimssögunnar og að stjórnvöld sváfu á verðinum. Skrif Ögmundar eru í raun einn ruglandi en hann þykist hafa varað við og seð að í óefni stefndi fyrir hrun, en stjórnarformennska hans í lífeyrissjóði LSR ber þess engin merki. Tapið á þeim bænum svarar til einnar Kárahnjúkavirkjunar.
Málið er að Ögmundur kokgleypti áróður hagfræðinga á borð við Ragnars Árnasonar, í aðdraganda hrunsins, um að gullöld lífeyrisþega væri handan við hornið. Ögmundur ætti að hætta þessu nuddi í RÚV og sjá miklu frekar sóma sinn í að biðja félagsmenn í LSR afsökunar.
Það sem verra er að Ögmundur virðist enn treysta á ráðgjöf Ragnars Árnasonar og félaga í fleiri málum s.s. um hagkvæmni íslenska kvótakerfisins!
Gagnrýnir framsetningu RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007