Leita í fréttum mbl.is

Einar K. Guðfinnsson er brjóstumkennanlegur

Þrátt fyrir algjört árangursleysi kvótakerfisins, mannréttindabrot og byggðaeyðingu þá er Einar K. þingmaður þjóðarinnar, reglulega með kostaða þætti á ÍNN stöðinni þar sem kostir kvótans eru tíundaðir.  Yfirleitt þá staldra ég stutt við að horfa á ómerkilega óróðursþætti Einars K., en nú áðan bar svo við að Einar K. var með á skjánum línurit sem sýndi að  smár fiskur væri farinn að veiðast i minna mæli en áður og aflinn væri einkum stór þorskur.  Einari K.  taldi ástandið mikið fagnaðarefni og að línuritið lofa afar góðu! 

Augljóst er að ef eitthvað er að marka línuritið, þá  ætti það að hringja viðvörunarbjöllum, þar sem ætla má að það eigi fyrir litli fiskinum að liggja að verða stór. Ef að Einark K. hefur rétt fyrir sér um að litli fiskurinn sé ekki til, þá er mikil hætta á að aflabrögð fari snarminnkandi á komandi misserum.  Sömuleiðis er rökrétt að álykta að stóri fiskurinn sé frekur til fjörsins og éti rækilega undan sér af smærri fiski.

Viskan sem hraut af vörum Einars K. var af ýmsum toga s.s. að veiðar með línu væru ekki valkvæðar gagnvart stærð fiska þ.e. veiði jafnt stóran smáan fisk.  Þetta stangast algerlega á við rannsóknir sem sýna að stærð króka ræður talsverðu um það hvaða stærð fiska veiðist á línuna. Sömuleiðis þá er skipulega beitt skyndilokunum ef að smár fiskur reynist í afla.  Skyndilokanir á þessu ári orðnar 24 sem gefur til kynna sem að ástandið sé ekki eins svakalegt og greint var frá á ÍNN.  Ekki var heldur litið til þess að kvótakerfið hvetur beinlínis til þess að smærri fiski sé síður landað en þeim stærri þar sem að hann er að öllu jöfnu fæst minna fyrir hann.

Umræðan um sjávarútvegsmál er enn sem komið í helgreipum þröngra sérhagsmunahópa og er aumt að horfa á blaðamenn s.s. Sigurjón M Egilsson sem hefur átt mjög góða spretti í gegnum tíðina, taka þátt í þjónkun við fjársterka en afar fámenna sérhagsmunahópa með útgáfu Útvegsblaðsins. Verra er þó og nánast brjóstumkennanlegt að horfa upp á Einar K. Guðfinnsson, þingmann þjóðarinnar, tala gegn betri vitund þar sem að hann hefur horft upp á kjördæmi sitt  blæða út vegna ónýts kerfis. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einar leyfði hvalveiðar síðasta daginn sem hann var í ráðherrastólnum. Þær reyndust tímaskekkja enda enginn grundvöllur fyrir útflutningi hvalaafurða.

Hins vegar tóku ýmsir þessum fréttum með mikillri tortryggni og vildu jafnvel setja viðskiptabann á Íslendinga. Það hefði verið mjög afdrifaríkt enda viðskiptalegir hagsmunir okkar af hvalveiðum nánast engir.

Þó svo að takmarkaðar hvalveiðar verða leyfðar t.d. á hrefnu, þá ættu þær veiðar ekki að fara á slóðum þar sem aðrir hagsmunir eru, t.d. hvalaskoðun fer fram. Þannig þyrfti að friða nánast allan Faxaflóa að ekki sé minnst á Skjálfanda þar sem Mekka hvalaskoðunar fer fram.

Einar er eins og fulltrúi gamaldags hagsmunagæsluaðila sem eru að daga uppi hver á fætur öðrum. Grunnt er á hrokanum enda telur hann sig vera málsvara aðila sem telja sig „eiga“ fiskinn í sjónum, hvern sporð og hvern ugga.

Nú eru að renna nýir tímar, tímar nýrra viðhorfa þar sem tekið er mun heilstæðar á málum með meira tillit til allrar heildarinnar. Fiskveiðistjórnun sem byggist á braski er gengin sér til húðar. Spilið er búið!

Góðar stundir! 

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.2.2012 kl. 21:15

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ömulegur málflutningur og hreinn áróður. Einar er innvolveraður í "Mogga klíkuna" þar sem elítan sem telur sig æðri öðrum landsmönnum hefur rottað sig saman. Frá þessum hóp mun ekkert berast nema lygin og óþverrinn sem heldur þeim saman. Ef þessi hópur fólks er borinn saman við restina af útgerðar og sjómönnum kemur í ljós að þetta fólk er ekki sjómenn og þekkist það á því. 

Ólafur Örn Jónsson, 20.2.2012 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband