Leita í fréttum mbl.is

Vonandi nćr meirihlutinn áttum

Eitthvađ ekki gott hefur hlaupiđ í meirihluta Vg og Framsóknarflokks í Skagafirđi.  Í stađ opinna og vandađra vinnubragđa, tíđkast nú í meira mćli leynd og órökstuddar skyndiákvarđanir.  Skagfirđingar sem hafa einskis ills átt von hafa síđustu vikurnar reynt hver af öđrum ađ bera hönd fyrir höfuđ sér vegna gerrćđislegra ákvarđanna meirihlutans, međ skrifum i Feyki.

Nýjasta flýtiákvörđun meirihlutans snertir alla Skagfirđinga til framtíđar, en ţađ eru glćný áform um viđbyggingu viđ Árskóla. Framkvćmdirnar munu auka skuldir sveitarfélagsins um a.m.k. rúman hálfan milljarđ króna og eru ţćr sömuleiđis ávísun á enn frekari útgjöld ađ upphćđ hundruđ milljóna króna.    Skuldaaukningin mun koma skuldum sveitarfélagsins upp fyrir lögbundiđ skuldaţak nýsamţykktra sveitarstjórnarlaga. Međ frjálslegri túlkun laganna má mögulega koma skuldabagganum niđur fyrir rjáfriđ.  Međ ţessari illa ígrunduđu hugdettu er meirihlutinn ađ koma sveitarfélaginu Skagafirđi í ţá stöđu sem of skuldsett sveitarfélög landsins eru ađ reyna međ öllum ráđum ađ komast úr!  

Á fyrsta og eina kynningarfundi oddvita meirihlutans međ öđrum sveitarstjórnarfulltrúum, sem haldinn var 22. febrúar,  kom fram ađ áformađ vćri ađ ljúka međferđ málsins ađ viku liđinni ţ.e. á nćsta sveitarstjórnarfundi.  Međ verklaginu eru oddvitar Vg og Framsóknarflokksins ađ láta reyna illilega á flest ákvćđi sem snúa ađ fjarmálum í sveitarstjórnarlögum og örugglega á anda og markmiđ laganna.  Skuldaaukningin gengur ţvert á nýsamţykkta fjárhagsáćtlun sveitarfélagsins.  Leyndin og vinnubrögđin í kringum pantađa úttekt á fjárhagslegum áhrifum fyrirhugađrar skuldsetningarinnar á fjárhag  sveitarfélagsins kastar augljóslega rýrđ á trúverđugleika hennar og jafnvel svo ađ hún getur vart talist hlutlaus. Verst er ţó ađ fyrirliggjandi niđurstöđur úr rekstrarreikningi sveitarfélagsins, benda eindregiđ til ţess ađ hallinn hafi veriđ talsvert meiri í fyrra en stefnt var ađ.    Ekkert liggur fyrir um fjármögnun annađ en bréf frá Kaupfélagsstjóra frá árinu 2009 og svo er vitnađ óljóst í samtöl viđ forsvarsmenn KS um ađ hćgt verđi ađ fá vaxtalaus lán á byggingartíma.  Engar upplýsingar eru um skilmála eđa skilyrđi lánveitingarinnar KS.

Vissulega eru byggingaráformin hógvćrari en ţćr skýjaborgir sem áđur hafa veriđ til umrćđu en engu ađ síđur hljóta ţau ađ kalla á opna umrćđu og ábendingar frá foreldrum og ekki síđur skattgreiđendum.

Rekstur sveitarfélagsins er mjög ţungur eins og fyrr greinir og í stađ ţess ađ meirihlutinn einbeiti sér ađ ađgerđum sem ná endum saman, ţá er í skyndi hlaupiđ til og aukiđ á fjárhagsvandann.

Vonandi nćr meirihlutinn áttum og gefur sér og öđrum tíma í ađ fara yfirvegađ yfir málin út frá ţeirri stöđu sem Sveitarfélagiđ Skagafjörđur er í.

Sigurjón Ţórđarson,

sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháđra í Skagafirđi


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband