Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
30.5.2011 | 00:21
Hvers vegna skoðar Jóhanna Sigurðardóttir ekki auðveldustu leiðina?
Aðfarir Samfylkingarinnar við að frýja sig ábyrgð af spillingunni og hruninu og kenna Sjálfstæðisflokknum alafarið um ósköpin eru vægast sagt lúalegar. Ef flokkurinn meinti eitthvað með þessu tali þá flokkurinn löngu búinn að skrúbba bæði flokkinn og þjóðfélagið í stað þess að breiða yfir óværuna. Sama má segja um Evrópumálið, ef einhver trú væri á að innganga landsins í sambandið væri lausn, þá væri eðlilegt að drifið yrði í að ljúka samningum og kosningum í stað þess að Samfylkingin dragi málið á langinn.
Það sem vakti mér mikinn ugg í brjósti er andvaraleysi forsætisráðherra gagnvart efnahagsmálum og fjármálum hins opinbera sem lýstu sér i vafasömum fullyrðingum um að jafnvægi sé náð. Í framhaldinu hljót að vakna spurningar um ráðherraábyrgð á stórkostlegs gáleysis stjórnarinnar.
Næstu skref ríkisstjórnarinnar eru vart til þess að auka framleiðslu og gjaldeyrissköpun í landinu ef frá er talin sókn í ferðamennsku. Hvað sem má segja um nauðsyn á byggingu fangelsa, sjúkrahúsa, nýrra framhaldsskóla og umferðarmannvirkja eins og Jóhanna Sigurðardóttir lagði áherslu á í ræðu sinni, þá er nokkuð ljóst að þessar framkvæmdir munu ekki bæta miklu við í auknum gjaldeyristekjum. Vissulega boðaði Jóhanna auknar virkjanir og stóriðju en þær framkvæmdir voru ekki á dagskrá í bráð og aukin heldur tekur það drjúgan tíma fyrir þær framkvæmdir að skila auknum gjaldeyristekjum inn í þjóðarbúið.
Það sætir mikilli furðu að ríkisstjórnin skuli ekki íhuga þann möguleika að auka fiskveiðar og vinnslu en það er auðvitað skynsamlegasta leiðin fyrir Ísland út úr efnahagsvandanum og svo auðvitað að taka á spillingunni sem grefur áfram undan grunnstoðum samfélagsins.
Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2011 | 14:09
Ný uppgötvun Fréttablaðsins
Í vikunni mátti lesa skondinn leiðara í Fréttablaðinu. Ritstjórinn sagði lesendum frá þeirri uppgötvun sinni að sjávarútvegurinn skipti verulegu máli fyrir íslenskt efnahagslíf. Ólafur Stephensen komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér bráðbirgðaniðurstöður verkefnis í Háskóla Íslands um sjávarvegsklasann!
Ekki eru þetta ný sannindi fyrir okkur liðsmenn Frjálslynda flokksins og þess vegna höfum við lagt áherslu á að í greininni ríki sanngjörn markaðslögmál, mannréttindi séu virt og komið verði í veg fyrir sóunina sem fylgir kvótakerfinu í sjávarútvegi. Varað hefur verið við því hve allur skipakostur hefur elst og má efast um að nokkur annar atvinnuvegur á Íslandi noti jafn gömul atvinnutæki.
Vissulega er það mikið fagnaðarefni að Fréttablaðið sé farið að átta sig á mikilvægi undirstöðuatvinnugreinar landsmanna en það verður þó að segjast að ályktanir ritstjórans eru skiljanlegar, en sem komið er ekki vel ígrundaðar. Niðurstaða hans var að vaxtarmöguleikar sjávarútvegsins felist hvorki í veiðum né vinnslu, sem þó eru undirstaðan undir stoðgreinunum eins og flutningastarfsemi, viðgerðum og tæknigreinum.
Þetta er furðuleg afstaða en einungis með því að breyta kvótakerfinu og taka af alla hvata til brottkasts mætti auka aflaverðmæti um marga milljarða ef mark má taka á skýrslum Hafró um áætlað brottkast á Íslandsmiðum. Sömuleiðis er augljóst að núverandi nýtingarstefna stjórnvalda hefur algerlega brugðist en hún skilar nú á land 160 þúsund tonnum af þorski en þegar lagt var í þessa vegferð var lofað 550 þúsund tonna þorskafla árlega. Raunin er sú að botnfiskafli allra tegunda sem veiðast hér við land er nálægt því að vera helmingurinn af því sem að hann var fyrir tveimur áratugum.
Vandfundin eru betri tækifæri fyrir þjóðarbúið en að fara gagnrýnið yfir umrædda nýtingarstefnu sem skilar stöðugt færri sporðum á land.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2011 | 22:56
Heilagur Davíð Oddsson
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fer á kostum í dag við að lýsa vanþóknun sinni á lítilsháttar breytingum á illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi. Ef marka má málflutning Morgunblaðsins þá má ætla að kvótakerfið sé þvílíkt meistaraverk að það hafi breytt því að sjávarútveginum frá því að vera baggi á samfélaginu og til þess að leggja eitthvað til með sér. Í tilfinningaþrungnum áróðri er þá gjarnan hlaupið yfir þá staðreynd að botnfiskafli hefur dregist jafnt og þétt saman frá því að kerfið var tekið upp og skuldir útgerðarinnar margfaldast á sama tíma og uppistaða togaraflotans eru orðnir eldgamlir járnarar.
Það sem leiðarhöfundur finnur smávægilegum breytingum helst til foráttu er, að hann telur að breytingarnar innleiði nýjar hættur á að ráðherra geti tekið upp á því, að úthluta gæðum til eigin flokksmanna. Mogginn telur að um sé að ræða einhverja furðulega nýbreytni, sem ekki hafi verið við lýði á síðustu áratugum!
Þessi skemmtilegi leiðari kemur úr allra hörðustu átt eða úr penna Davíðs Oddssonar. Flestir muna eftir því að Davíð handvaldi þá sem fengu banka án þess að borga krónu fyrir og settu þá síðan svo rækilega á hausinn að efnahagur landsins verður lengi að ná jafnvægi. Ef litið er til beinna afskipta Davíðs af stjórn fiskveiða þá voru þau ekki lítil m.a. jók hann verulega við aflaheimildir í aðdraganda kosninga þegar hann var í góðu stuði á kosningafundi norðan heiða. Davíð bætti sömuleiðis einhliða upp hrun í einstaka veiðistofni s.s. hörpudiski á kostnað annarra eins og sagt er. Davíð tók upp upp línuívilnun á "kostnað annarra" þegar Guðmundur Halldórsson flokksmaður í Bolungarvík hótaði að hætta að styðja flokkinn.
Morgunblaðinu væri nær að hætta þessum yfirdrepsskap og viðurkenna að kerfið er ekki að ganga upp hvernig sem á það er litið nema fyrir þá sem hafa eða ætla að "selja sig´" út úr greininni. Miklu nær væri að sýna þá ábyrgu afstöðu að vera gagnrýnin og leitandi vettvangur fyrir því hvernig hægt sé að gera betur og taka m.a. undir málflutning manna á borð við fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins Kristins Péturssonarm um endurskoðun á forsendum kerfisins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.5.2011 | 09:52
Líffræðingur leiðréttir skipulagshagfræðing
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er án efa einn sá efnilegasti af formönnum Fjórflokksins en hann var m.a. sá eini af fjórmenningunum sem tók ábyrga afstöðu í Icesavemálinu.
Á dögunum heyrði ég ágætt viðtal á Útvarpi Sögu við formann Framsóknarflokksins þar sem hann tíundaði m.a. möguleika Íslands í að auka fiskeldi sem skipt gæti ekki einungis máli fyrir landsmenn heldur heimsbyggðina. Sigmundur hélt því fram að aukið fiskeldi yrði mikilvægur liður í að uppfylla aukna próteinþörf mankynsins, samfara fjölgun þess.
Ekki dreg ég í efa mikla möguleika landsmanna við að ala fisk en hins vegar er það víðs fjarri raunveruleikanum að telja að eldið muni bæta eitthvað sem um muni við að uppfylla próteinþörf mannkynsins. Það er nokkuð ljóst að þær fisktegundir sem koma til greina hér í eldi eru þær sem lifa nú þegar hér við land. Sú af þeim sem hefur gengið hvað best að nýta fóður sér til vaxtar er laxinn. Helstu rök Sigmundar Davíðs voru að þar sem hann taldi að búið væri að fullnýta helstu fiskistofna heimsins væri vaxtarbroddur í auknu fiskeldinu.
Í þessari umræðu gleymdist að eldisfiskur er gjarnan fóðraður með fiski og í laxinum þar sem náðst hefur hve mestur árangur við að nýta fóðrið þarf a.m.k. 3 kg af fiski til þess að búa til eitt kg af laxi. Umrætt orkutap er ekkert sem á að koma á óvart heldur er þetta eitt af grunnlögmálum vistfræðinnar, að orka tapast eftir því sem farið er ofar í fæðupýramídann. Bent hefur verið á þann möguleika að nýta í auknum mæli í fiskeldið næringarefni sem koma beint úr jurtaríkinu. Skýrsla norsku Hafró gefur til kynna að ef fóðrið í norska eldislaxinn, sem er um 1 milljónar tonna framleiðsla á ári, ætti að koma úr jurtaríkinu þyrfti að nýta til þess 600.000 hektara af hveitiökrum í BNA og 6,5 milljón hektara af sojaökrum Brasilíu. Augljóst er að afurðir umræddra akra myndu nýtast mun betur til að næra mannkynið án viðkomu í meltingarvegi laxins.
Þó að greinilegt sé að við eldi á fiski tapist orka og prótein felur eldið í sér möguleika á nýtingu á afskurði og fisktegundum, sem alla jafna teljast ekki matfiskur, til fóðurgerðar. Með öðrum orðum gufar orkan og próteinið upp en krónunum getur fjölgað í fiskeldinu með því framleiða dýran fisk úr því sem fæst minna fyrir. Síendurteknar fullyrðingar, ekki einungis Sigmundar Davíðs, heldur ýmissa sérfræðinga um gríðarlega sóknarmöguleika fiskeldisins vegna meintrar fullnýtingar og ofveiði á villtum fiskistofnum er nokkuð sem gengur alls ekki upp þegar betur er að gáð.
Í allri þeirri umræðu sem nú fer fram um hvernig þjóðin geti komið sér út úr kreppunni virðast leiðtogar Fjórflokksins, allir sem einn, sammála um að hunsa algerlega vel ígrunduð rök þeirra sem telja óhætt að veiða mun meira af þorski. Ég tel rétt að áður en Sigmundur afskrifi algerlega auknar þorskveiðar og skipuleggi hér eldi í öllum fjörðum ætti hann fara yfir þá brennandi spurningu hvers vegna þorskaflinn nú er brot af því sem að hann var áður en núverandi nýtingarstefna var tekin upp - þ.e. svipaður og hann var árið 1913.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.5.2011 | 01:01
Hvers vegna lét Steingrímur J ekki söfnunarbauk ganga í Hörpunni
Í kvöld voru saman komin í Hörpunni" fræga og fína" fólkið sem ber alla ábyrgð á hruninu. Það fór vel á því að í öndvegi var Björgólfur Guðmundsson sá sem tæmdi Landsbankann og ber ábyrgð á Icesave og á sök á einu stærsta gjaldþroti í veraldarsögunni. Harpan er gott dæmi um verk sem fór af stað vegna samkrulls gjörspilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Lítil sem engin umræða fór fram á þingi eða í Reykjavíkurborg um það að dæla þúsundum eða jafnvel tugþúsundum milljóna í verkið. Á þingi var málið afgreitt með heimildarákvæði rétt eins og verið væri að kaupa eða selja prestbústað. Tónlistarfólk á samúð mína yfir því að vera sett inn í þessa umræðu um fáránleika og táknmynd útrásarinnar. Ég vona svo sannarlega að boðsgestir hvort sem það er Bjögólfur, Björgvin G. eða Ingibjörg Sólrún hafi skemmt sér konunglega í kvöld.Ég hefði þó talið að betur hefði farið á því að þau hefðu sýnt af sér þann sóma að greiða fyrir skemmtunina eða þá að Steingrímur J fjármálaráðherra hefði látið söfnunarbauk fara um salinn í stað þess að ætla að merja kostnaðinn út úr almúganum.
Mótmæla við Hörpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2011 | 10:25
Er Alþingi orðið að fæðingardeild þorska?
Margt sérkennilegt kemur frá Alþingi þessa daganna. Þingmenn virðast sjá hverjir í öðrum hryssur, ketti og beljur. Greinilegt er að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og búfræðingur hefur ruglast í ríminu á öllu þessu skepnu tali.
Núna telur hann að það megi auka kvótann við það eitt að samþykkja frumvarp sem fáir hafa séð. Engu líkara er á málflutningi Jóns Bjarnasonar að við samþykkt frumvarpsins þá fjölgi þorskinum í hafinu í kringum Ísland. Leyniplaggið fer að verða æ meira spennandi en mögulega felur það í sér einhver ljósmóðurstörf þingmanna.
Plott Jóns Bjarna til þess drífa leyniplaggið um stjórn fiskveiða í gegnum þingið án umræðu í samfélaginu er í raun skemmtilega fábjánaleg.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2011 | 22:42
Jón Bjarnason skammast sín
Feluleikurinn með frumvarpið um breytingar á kvótakerfinu bera það með sér að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra dauðskammast sín fyrir verk sín. Greinilegt er að Samfylkingin og Vg hafa sammælst um að halda sjónum almennings sem er eigandi fiskveiðiauðlindarinnar frá því að sjá plaggið.
Á hinn bóginn leggja flokkarnir með Jón Bjarnason í broddi fylkingar alla vinnu í að kynna frumvarpið fyrir LÍÚ og draga fram fegraðan spuna úr "kvótaöskjunni" um dásemd verksins.
Þessi vinnubrögð eru mjög í anda leyndarhyggju stjórnarflokkanna sem birtust vel í Icsave-málinu og boða ekkert gott.
10.5.2011 | 23:57
Er það fundalismi að vilja ekki halda áfram að endurtaka sömu mistökin?
Egill Helgason skrifar sem endranær ágætan pistil á Eyjuna í dag, þar sem að hann telur mig vera vera eitthvað sem kallast fundamentalista sem ég veit ekki alveg hvað er og telur mig ennfremur vera öndverðri skoðun við Ragnar Árnason hagfræðing.
Ég er virkilega ánægður með að vera settur á yst á hinn kannt við Ragnar Árnason hagfræðing sem taldi ári fyrir hrun að rétt væri að hætta algerlega veiðar úr þorskstofninum vegna þess hve þjóðarbúið stæði afskaplega vel. Með því taldi Ragnar að hægt væri að byggja þorskstofninn enn hraðar upp en ella. Hann trúir þeirri vitleysu að með því að veiða minna núna þá sé hægt að veiða miklu meira seinna en það hefur víst aldrei gengið eftir enda stangast það á við viðtekna vistfræði.
Ég hef ekki orðið var við annað en að sjónarmið í sjávarútvegsmálum eigi víðtækan hljómgrunn en í gær átti ég ágætan fund með þingmönnum Hreyfingarinnar þar sem hinar ýmsu hliðar kvótakerfisins voru ræddar.
Ég lít beinlínis á að festa kvótakerfið í sessi næstu tvo áratugi sé glæpsamlegt gagnvart þjóðinni en með því er verið að koma í veg fyrir rækilega endurskoðun á grunn atvinnuvegi sem skapar bróðurpartinn af gjaldeyrístekjum þjóðarinnar. Kerfið hefur reynst illa en það átti að skila á land 500 þúsund tonnum af þorski árlega en aflinn nú er einungis 160 þúsund tonn. Ef teknar eru aðrar botnfisktegundir sem hafa verið settar inn í kvóta á síðustu árum þá er sama sagan upp á teningnum og er heildar botnfiskafli helstu tegunda helmingurinn af því sem hann var fyrir 20 árum.
Sagan segir okkur að ráðgjöfin hefur reynst illa.
Með frumvarpinu eins og það liggur fyrir er verið að reisa múra um þau fyrirtæki sem fyrir eru með sérleyfum, sem mun koma í veg fyrir eðlilega samkeppni og getur hver séð það fyrir sér með hvaða rekstur sem er að það getur komið sér vel fyrir þá sem hafa yfir slíku leyfi að ráða. Það væri t.d. ekki amalegt fyrir Eyjuna og Pressuna að fá einkaleyfi hjá Steingrími J. og Jóni Bjarna til að reka fréttavef. Ég er hins vegar ekki viss um að það geti verið heilbrigt og hagfellt fyrir almenning og það jafnvel þó svo að Björn Ingi greiði árlega einhverja þúsundkalla til rithöfundasambandsins.
Fréttir af frumvarpinu bera það með sér að það er algerlega verið að girða fyrir nýliðun og þar með framþróun atvinnuvegarins.
Það verður fróðlegt að fylgjast með Ólínu Þorvarðardóttur verja það á þingi að festa ónýtt fiskveiðistjórnunarkerfi í sessi sem leikið hefur Vestfirði og í raun landið allt mjög illa ekki einungis stórskaðað landið fjárhagslega heldur einnig valdið siðrofi og mannréttindabrotum. Ég reikna s.s. frekar með því að hún bregðist við með því að beina sjónum manna að "stærri "málum s.s. að manna ísbjarnarvaktir á Hornströndum og Norðurlandi.
Ef þessi sjónarmið lýsa einhverju sem kallast fundamentalismi að vilja endurskoða kerfi sem reynst hefur vægast sagt illa, þá gengst ég glaður og ánægður við því.
10.5.2011 | 13:14
Er munur á stefnu Bjarna Ben og Árna Páls?
Þær fréttir sem borist hafa af sjávarútvegsfrumvarpi Jóns Bjarnasonar bera það með sér að ríkisstjórn Vg og Samfylkingarinnar sé í þann mund að svíkja öll þau loforð sem gefin voru fyrir síðustu kosningar. Í stað þess að breyta kvótakerfinu í átt til þeirra fyrirheita sem kjósendum voru gefin er ætlunin að festa illræmt kerfi og mannréttindabrot kirfilega í sessi.
Fjórflokkurinn virðist samur við sig og þegar á reynir er augljóst að enginn munur er á stefnu ráðandi þingmanna. Í þessu skyni er ágætt að velta því upp hvort einhver grundvallarmunur sé á stefnu Árna Páls og Bjarna Ben eða þá Jóns Bjarnasonar og Einars Kristins. Allir setja þeir hag fjármálakerfisins og kvótahafa ofar hag heimila, byggðanna og þjóðarinnar.
Nú er að vonast til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti grípi í taumana og leyfi þjóðarvilja að ráða í sjávarútvegsmálum - ekki fjórflokknum.
Kvótafrumvarp afgreitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
9.5.2011 | 15:42
Fasistabeljan
Það sætir almennri furðu, hvernig allt of margir þingmenn telja tíma sínum og kröftum best varið landi og þjóð til heilla. Í stað þess að þingmenn séu samtaka í að leita að leiða út úr efnahagsþrengingum þá berast fréttir, af hótunum þingmanna um meiðyrðamálaferli og að þeir uppnefni hverjir aðra ýmsum hætti og líki við; ketti, hryssur og nú fasistabeljur. Einhvern veginn þá finnst mér verulega skorta á að heiðurslistamaðurinn Þráinn Bertelsson sem telur víst drjúgan hluta þjóðarinnar vera fábjána, rökstyðji þetta orðaval sitt. Ekki virðist vera um góðlátlegt grín að ræða heldur virðist sem einhver særindi búa að baki og að Þráinn telji sig hafa orðið fyrir einhverju óréttlæti af hendi Þorgerðar Katrínar.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig fyrrum flokkssystir Þráins úr Framsókn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis greiðir úr þessum málum. Ekki væri úr vegi að forseti þingsins sem gætir að virðingu þingsins, óski eftir skriflegri greinargerð listamannsins þar sem leitast væri eftir því að skilgreina hugtakið fasistabelja.
Bað kýrnar afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum