Leita í fréttum mbl.is

Er það fundalismi að vilja ekki halda áfram að endurtaka sömu mistökin?

Egill Helgason skrifar sem endranær ágætan pistil á Eyjuna í dag, þar sem að hann telur mig vera vera eitthvað sem kallast fundamentalista sem ég veit ekki alveg hvað er og telur mig ennfremur vera öndverðri skoðun við Ragnar Árnason hagfræðing. 

Ég er virkilega ánægður með að vera settur á yst á hinn kannt við Ragnar Árnason hagfræðing sem taldi ári fyrir hrun að rétt væri að hætta algerlega veiðar úr þorskstofninum vegna þess hve þjóðarbúið stæði afskaplega vel.  Með því taldi Ragnar að hægt væri að byggja þorskstofninn enn hraðar upp en ella. Hann trúir þeirri vitleysu að með því að veiða minna núna þá sé hægt að veiða miklu meira seinna en það hefur víst aldrei  gengið eftir enda stangast það á við viðtekna vistfræði.

Ég hef ekki orðið var við annað en að sjónarmið í sjávarútvegsmálum eigi víðtækan hljómgrunn en í gær átti ég ágætan fund með þingmönnum Hreyfingarinnar þar sem hinar ýmsu hliðar kvótakerfisins voru ræddar.

Ég lít beinlínis á að festa kvótakerfið í sessi næstu tvo áratugi sé glæpsamlegt gagnvart þjóðinni en með því er verið að koma í veg fyrir rækilega endurskoðun á grunn atvinnuvegi  sem skapar bróðurpartinn af gjaldeyrístekjum þjóðarinnar.  Kerfið hefur reynst illa en það átti að skila á land 500 þúsund tonnum af þorski árlega en aflinn nú er einungis 160 þúsund tonn.  Ef teknar eru aðrar botnfisktegundir sem hafa verið settar inn í kvóta á síðustu árum þá er sama sagan upp á teningnum og er heildar botnfiskafli helstu tegunda helmingurinn af því sem hann var fyrir 20 árum.
Sagan segir okkur að ráðgjöfin hefur reynst illa.

Með frumvarpinu eins og það liggur fyrir er verið að reisa múra um þau fyrirtæki sem fyrir eru með sérleyfum, sem mun koma í veg fyrir eðlilega samkeppni og getur hver séð það fyrir sér með hvaða rekstur sem er að það getur komið sér vel fyrir þá sem hafa yfir slíku leyfi að ráða.  Það væri t.d. ekki amalegt fyrir Eyjuna og Pressuna að fá einkaleyfi hjá Steingrími J. og Jóni Bjarna til að reka fréttavef.  Ég er hins vegar ekki viss um að það geti verið heilbrigt og hagfellt fyrir almenning og það jafnvel þó svo að Björn Ingi greiði árlega einhverja þúsundkalla til rithöfundasambandsins. 
Fréttir af frumvarpinu bera það með sér að það er algerlega verið að girða fyrir nýliðun og þar með framþróun atvinnuvegarins.

Það verður fróðlegt að fylgjast með Ólínu Þorvarðardóttur verja það á þingi að festa ónýtt fiskveiðistjórnunarkerfi í sessi sem leikið hefur Vestfirði og í raun landið allt mjög illa ekki einungis stórskaðað landið fjárhagslega heldur einnig valdið siðrofi og mannréttindabrotum.  Ég reikna s.s. frekar með því að hún bregðist við með því að beina sjónum manna að "stærri "málum s.s. að manna ísbjarnarvaktir á Hornströndum og Norðurlandi.

Ef þessi sjónarmið lýsa einhverju sem kallast fundamentalismi að vilja endurskoða kerfi sem reynst hefur vægast sagt illa, þá gengst ég glaður  og ánægður við því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Getur þú sagt mér Sigurjón af hverju Hafró er svona heilög kýr? Af hverju eru völd þeirra ofar öllu hér og af hverju er LÍÚ svona undirgefið við þá stofnun?

Þetta er eitt af því sem ég hef aldrei skilið. Þessi stofnun er með afkomu landsins algerlega í vasanaum, byggt á margsannað vafasömum vísindum og aðferðafræði. Þegar þeir mæla er eins og almátturgur sjálfur hafi talað.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.5.2011 kl. 00:35

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú gleymir lúðunni.Hún er ekki í kvóta.Ef kenningin að veiða sem mest stæðist þá ætti að vera þar um risastofn að ræða.Svo er ekki.Stofninn er við það að hverfa.Síldarstofninn íslenski var við það að þurkast út 1971.Aðeins ein torfa fannst sem var við Ingólfshöfðann.Veiðar voru stöðvaðar.Þótt ekki hefðu verið stöðvaðar veiðar er alls ekki víst að stofninn hefði þurkast út,vegna þess að menn sáu ekki tilgang í veiðunum lengur,en hann náði sér örugglaga fyrr upp.

Sigurgeir Jónsson, 11.5.2011 kl. 05:26

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón Steinar, ég átta mig ekki fyllilega á því að svo er hjá ráðandi flokkum, vegna þess að árangursleysið er algjört og svo er mikil og skiljanleg vantrú hjá Þeim sem vinna í greininni á forsendur Hafró.

Sigurgeir það er eðlilegt að fiskistofnar sveiflist eða breyti útbreiðslu sinni með breyttum umhverfisskilyrðum en veiðar eru vart ráðandi þáttur.  Ég var að lesa skýrslu norsku Hafró um orkuþörf makrílsins, síldarinnar og Kolmunnans en þar kom fram að þessar tegundir þurfa að éta 75 milljónir tonna af æti sem slagar hátt upp í það sem mannkynið á allri jarðkringlunni tekur til sín.  Heildarfiskafli Íslandsmiðum hefur dregist jafnt og þétt saman og það þrátt fyrir að nýjar tegundir s.s. makríllinn og skötuselurinn hafi komið í auknum mæli inn í veiðina.

Sigurjón Þórðarson, 11.5.2011 kl. 09:37

4 identicon

Jón Steinar. Það er Hafró sem er undirgefin við L'I 'U en ekki öfugt.

Pétur Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 10:26

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það meikar ennþá minni sens Pétur Guðmundsson. Af hverju ætti LíÚ að vilja sem minnstar veiðar?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.5.2011 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband