Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna lét Steingrímur J ekki söfnunarbauk ganga í Hörpunni

Í kvöld voru saman komin í Hörpunni" fræga og fína" fólkið sem ber alla ábyrgð á hruninu. Það fór vel á því að í öndvegi var Björgólfur Guðmundsson sá sem tæmdi Landsbankann og ber ábyrgð á Icesave  og á sök á einu stærsta gjaldþroti í veraldarsögunni. Harpan er gott dæmi um verk sem fór af stað vegna samkrulls gjörspilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Lítil sem engin umræða fór fram á þingi eða í  Reykjavíkurborg um það að dæla þúsundum eða jafnvel tugþúsundum  milljóna í verkið. Á þingi var málið afgreitt með heimildarákvæði rétt eins og verið væri að kaupa eða selja prestbústað. Tónlistarfólk á samúð mína yfir því  að vera sett inn í þessa umræðu um fáránleika og táknmynd útrásarinnar. Ég vona svo sannarlega að boðsgestir hvort sem það er Bjögólfur, Björgvin G. eða Ingibjörg Sólrún hafi skemmt sér konunglega í kvöld.Ég hefði þó talið að betur hefði farið á því að þau hefðu sýnt af sér þann sóma að greiða fyrir skemmtunina eða þá að Steingrímur J fjármálaráðherra hefði látið söfnunarbauk fara um salinn í stað þess að ætla að merja kostnaðinn út úr almúganum.


mbl.is Mótmæla við Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Svo satt hjá þér Sigurjón.

Elvar Atli Konráðsson, 14.5.2011 kl. 01:28

2 identicon

Það hefði reyndar verið vel til fundið að láta söfnunarbaukinn ganga. Sennilega hefði hann að vísu komið hálftómur (eða jafnvel galtómur) til baka, því þarna var samankomið það fólk sem "tekur við" fyrsta eintakinu í öllum söfnunum.

Aldrei man ég eftir því í sjónvarpsútsendingum að hafa séð þetta blessað fólk "borga" fyrir álfinn, pinnann, fjöðrina eða hvað það nú er sem til stendur að selja.

Þó er það einmitt í mjög mörgum tilvikum einmitt þetta fólk sem helst hefði efni á að "kaupa" - ekki bara lána sitt fræga andlit og "taka við".

Jón Dan (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 02:31

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta fólk var ekki með krónu á sér, peningarnir eru erlendis. Hér þarf þetta fólk ekkert að borga!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 14.5.2011 kl. 15:22

4 identicon

Þau hefðu stolið bauknum.

Stefán Auðunn (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 17:44

5 Smámynd: Aðalbjörn Steingrímsson

Steingrími er ekki treystandi fyrir söfnunarbauk.

Aðalbjörn Steingrímsson, 14.5.2011 kl. 18:35

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Stjórnmálastéttin vill fá að skemmta sér með útrásarliðinu, sem þrátt fyrir allt fjármagnaði kosningabaráttuna.

Sigurður Þórðarson, 15.5.2011 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband