Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Apótekið á Akranesi

Í Blaðinu hefur síðustu vikurnar verið fjallað um hvernig stóru keðjurnar á lyfsölumarkaðnum hafa lagst á einyrkja og kúgað þá í krafti stærðar sinnar og aðstöðu út af markaðnum.

Nú ber svo við að það er komið nýtt apótek á Akranesi þar sem einyrki reynir fyrir sér og það var eins og við manninn mælt, stóru lyfjakeðjurnar eru byrjaðar að grafa undan rekstrinum með óvönduðum meðulum, s.s. að hafa lyf á Akranesi miklum mun ódýrari en í eigin apótekum í öðrum sveitarfélögum.

Umfjöllun Kastljóssins frá í fyrra sýnir að það margborgar sig að senda fólk á Saga Class eftir lyfjunum sínum til Kaupmannahafnar. Við höfum líka nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar sem sýnir fram á að verðið er allt að 50% hærra á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum.

Meginútskýring þess háa verðs er fákeppni á markaði. Það er fráleitt að stjórnvöld með ungu mennina í ríkisstjórninni, þá Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, yppti öxlum og horfi á meðan verið er að kippa fótunum undan nýjum rekstraraðilum á markaði.

Fréttir Blaðsins hermdu að Samkeppniseftirlitið hefði ekkert aðhafst vegna þessa máls. Ummæli Guðlaugs Þórs hafa verið mjög þokukennd og það er engu líkara en að hann voni að þessi mál leysist af sjálfu sér.


« Fyrri síða

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband