Leita í fréttum mbl.is

Fá rök gegn því að þjóðin fái að segja sína skoðun

Það eru fá rök gegn því að Ólafur Ragnar Grímsson leyfi þjóðinni að segja skoðun sína á Icesave-samningnum.  Málið var pínt í gegnum þingið og greinilegt að sumir þingmenn Vg sem studdu málið gerðu það með óbragð í munni og eftir miklar fortölur Steingríms sem hefur persónugert málið.

Samfylkingin og Steingrímur ættu að vera ákaflega sátt við að þjóðin fái að segja sína skoðun í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu en þingmenn stjórnarliðsins hafa á síðustu misserum flutt hástemmdar ræður um beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur. Steingrímur J. var mikill baráttumaður fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um fjölmiðlamálið sem var miklu minna mál og þess vegna væri það stílbrot ef að formaður Vg berðist gegn því að þjóðin fengi að segja álit sitt á Icesave-samningnum.


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fengum við í alvöru að segja okkar álit á fjölmiðlafrumvarpinu? Ekki minnist ég þess. Eins voru margir þeir sem nú hafa hátt um málskotið til þjóðarinnar ekki mjög áfram um gjörninginn á þeim tíma.

Kristján (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 01:02

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gleðilegt ár Siurjón

Sammála þér að það eru fá rök fyrir öðru. En ég hef samt þá trú að hann skrifi undir en bíð spenntur eftir réttlætingunni,

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.1.2010 kl. 12:47

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gleðilegt ár - Jú ég reikna með því að hann átti sig á því að það er engin leið fyrir landið að standa undir þessum greiðslum.

Sigurjón Þórðarson, 1.1.2010 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband