Leita í fréttum mbl.is

Einkavinir Samfylkingarinnar

Við lestur frumvarpsins um gagnabankann á Reykjanesi sést að gríðarleg vinna hefur verið lögð af hálfu stjórnvalda í að hygla sérstökum einkavinum Samfylkingarinnar og ráðherrar taka risastóra pólitíska áhættu við að koma vægast sagt umdeildu verkefni á koppinn. Fólk hefur eðlilega efasemdir um að nokkur eigi eftir að leggja inn í gagnabankann þegar ljóst er að fyrri starfsemi eigendanna var skaðleg fyrir nær alla sem tengdust henni.

Ef áherslur ríkisstjórnarinnar á að koma þessu áhættusama verkefni í gegn eru bornar saman við það að koma sanngirnismáli eins og að auka skötuselsveiðar fyrir Norður- og Vesturlandi er óskiljanlegt að ríkisstjórnin hiki í skötuselsmálinu. Sú framkvæmd mun auka útflutningstekjurnar um vel á annan milljarð árlega og skila ríkissjóði strax í beinum tekjum 250 milljónum króna. Það væri þar að auki í þökk meirihluta þjóðarinnar þannig að sleifarlagið við að koma þessu máli á bendir eindregið til þess að ríkisstjórnin hafi ekki mestan áhuga á að auka þjóðarhag.

Það er von að fólk spyrji sig hvað sé að gerast við Austurvöll og hvort þorri þingmanna starfi eingöngu í þágu sérhagsmunaafla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Einu sinni var það einkavinir sjálfstæðisfl. og framsóknar. Nú eru það einkavinir samfylkingar og VG. Nöturlegt og kallar á róttæk viðbrögð alemnnings.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 22.12.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband