Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur líttu þér nær

Ögmundur Jónasson hneykslast réttilega á því að "vinaþjóðir" okkar á Norðurlöndunum séu að skrúfa upp vexti í gegnum Norrænafjarfestingabankann NIB vegna þess hve íslenskir lántakendur s.s. sveitarfélög og orkufyrirtæki standa illa.

 Það væri ekki úr vegi fyrir Ögmund að velta því fyrir sér hvernig íslensk stjórnvöld fara með illa stödd fyriritæki en þeim er boðið upp á gríðarlega háa vexti í ríkisbönkunum og ef þau eru vandræðum með að standa skil á gjöldum til hins opinbera í kreppunni s.s. VSK þá falla á gjöldin sérstakt 10% refsiálag ef greiðsla skilar sér ekki innan 10 daga og þar að auki dráttarvextir.

Allt er innheimt með hörðum aðgerðum þar sem alls staðar fellur til mikill kostnaður.  Að ríkinu undanskyldu, þá gæti ég trúað að lífeyrissjóðirnir gangi fram með næst mestri hörku gagnvart fyrirtækjum en sjóðirnir eiga endurkröfurétt á ríkið.

Heggur sá er hlífa skyldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta hlýtur allt að batna núna eftir að kröfuhafarnir eignuðust bankana þá hljóta vextirnir að lækka við munum eftir því hvað einkabankar íhaldsins voru með lága vexti

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband