Leita í fréttum mbl.is

Fleiri líffræðingar taka undir með Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi

Á fréttavefnum Nordlysid kemur fram að fiskifræðingurinn Dr.  Petur Steingrund, taki undir sjónarmið Jóns Kristjánssonar fiskifræðings um áhrif stærðar hrygningarstofns á nýliðun þorsks.  Samkvæmt fréttinni  fellst Petur ekki a hefðbundnar kenningar  í doktorsritgerð sinni, um að þorskurinn hafi notað sporðinn til þess að synda í burtu og ekki heldur að stór hrygningarstofn sé ávísun á mikla nýliðun.

Niðurstaðan er að hafna forsendum og hornsteini reiknisfiskifræðinnar þ.e. að byggja upp stóran hrygningarstofn til þess að fá mikla nýliðun.  Það er einmitt sú aðferð sem íslensk stjórnvöld hafa verið að rembast við að fara hér á Íslandsmiðum síðustu tvo áratugina með hræðilegum afleiðingu.

Nú er að sjá til hvort að búfræðingurinn Jón Bjarnason óski eftir ráðgjöf þeirra Jóns Kristjánssonar og Peturs Steingrund til þess að yfirfara nýtingarstefnu íslenskra stjórnvalda en það gæti orðið mikill búhnykkur fyrir íslenska þjóðarbúið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Sigurjón. Ég er farinn að trúa því að kerfinu verði breytt á einhvern hátt  til batnaðar eftir að hafa hlustað Jón Bjarnason að undanförnu. Honum hefur alla vega síðustu daga tekist að víkja sér undan tilraunum Líúgara að stíga ofan á hann.

Þá hefur verið "aðdáunarvert" að fylgjast með Líúgurunum og hvernig þeim ítrekað tekst að vekja andúð almennings á þessum sérhagsmunasamtökum. Það virðast nefnilega engin takmörk vera fyrir því hversu lágt þeir geta lagst í andúð sinni á því sem á undir högg að sækja og er á einhvern hátt minnimáttar. Þannig gátu þeir t.d  ekki látið hjá líða nú á LÍÚ þinginu að hnýta í þessi 4 þúsund tonn sem litla strandveiðikerfið fékk úthlutað í sumar.

Þá er athyglisvert, að þeir virðast einhverra hluta vegna ekki hafa neinn áhuga á að komast að því hvers vegna hlutfall okkar Íslendinga í heildarveiði á Norður- Atlantshafsþorski sé að falla í einnar prósentu tölu og hafa nær helmingast á stuttu árabili. Ef eitthvað væri að marka þessi samtök; þá hefðu þau að sjálfsögðu milligöngu um að bjóða  Petri Steingrund til landsins og efna til opinnar ráðstefnu með honum, Jóni Kristjáns, Kristni Péturs og fulltrúa frá Hafró.

Atli Hermannsson., 30.10.2009 kl. 20:01

2 identicon

Sannarlega er maður ánægður með að Jón Bjarnason skuli ekki láta Líú mafíuna kafkeyra sig eins og þeir hafa reynt við alla er hafa verið á móti núverandi kvótakerfi.Vonandi tekst núverandi ráðherra sjávarútvegsmála að efla strandveiðarnar og höggva þannig á klíkuhnút útvegsmanna.Margir hafa haldið því fram að upphafið að bankahruninu sé sprottið úr sjávarútveginum ,þar komust menn upp með að fá peninga fyrir enga vinnu og engir sáu það betur en bankastjórnendur.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 22:06

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég tek undir með Atla og Sigurgeir og get vel trúað Jónu Bjarnasyni til að taka aðeins til í kerfinu. Ég tók viðtal við Jón í haust og spurði hann þá að því hvers vegna skötuselskvótinn hefði ekki verið aukinn í ljósi þess að grásleppukarlar hefðu til dæmis verið í vandræðum á Breiðafirði vegna mikils skötuselsafla. Hann sagði ekki til neins að auka kvótann að óbreyttum lögum. Sú viðbót myndi bara fara til örfárra útgerða á Suður- og Suðausturlandi. Breyta þyrfti lögum til að hægt yrði að úthluta kvótanum í takt við göngumynstur skötuselsins þannig að heimamenn á hverjum stað myndu njóta góðs af. Ég hef líka á tilfinningunni að hann geri eitthvað svipað með makrílinn þannig að ryksuguskipin sem mokuðu þessu í bræðslu fái ekki allan kvótann. Makríll gæti orðið góð búbót fyrir smábátasjómenn.

Haraldur Bjarnason, 31.10.2009 kl. 08:06

4 identicon

Kanadískir reiknifiskifræðingar segja að  stór hrygningarstofn hafi litla eða engin áhrif á nýliðun þorsk,heldur sé það stærðin sem ræður frjóseminni.Hrygna,sem er 80 cm á lengd,skili þremur milljónum eggja í goti,en 20 cm stærri getur skilað níu milljónum eggja.En náttúran hagar því svo,að þorskurinn framleiði svona mörg egg,einmitt vegna þess að svo fá þeirra eiga eftir að ná þroska.Flest hrognin eyðileggjast við yfirborðið,þar sem þau rekur fyrir veðri og vindum, eða eru étin af öðrum tegundum.Að hálfum mánuði liðnum munu þau fáu egg,sem eftir lifa, klekjast út og seiðin seðja hungur sitt, fyrst á plöntusvifi, síðan fljótlega á dýrasvifi og loks á átu. það er að segja,ef þeim tekst að ná til þessarar fæðu á undan öðrum fiskum, fuglum og hvölum.þau fáu þorskseiði, sem eru ekki étin eða svelta til bana fyrstu þrjár vikurnar, eru þá um 3,5 cm löng.þessi litlu gegnsæju seiði færa sig þá niður að botni og leita þar að möl og öðrum ójöfnum, þar sem þau geta falið sig fyrir ránfiskum, þar á meðal fullvöxnum, sísvöngum þorski.Gríðarmikill hrognamassi er forsenda þess að upp vaxi sterkur seiðaárgangur.Ef hver þorskhrygna kemur upp tveimur kynþroska þorskum úr öllum þeim milljóna eggja, sem hún framleiðir um ævina,er stöðugleiki í nýliðun stofnstærðinni.Erfiðast er að komast af fyrsta árið.Eftir það ráðast fáir á þorskinn.Ef einhver fiskur er eins og skapaður til að lifa af,er það Norður-Atlantshafsþorskurinn,það er að segja ef rándýrið maðurinn hefði vit til að stjórna veiðunum rétt,tegund sem glennir ginið enn gráðurgi en þorskurinn sjálfur.Og ef þetta er staðreyndin að hrygningastofn þurfi stóra einstaklinga til að viðhalda nýliðun,eru veiðar við landið senn lokið,þar sem allir hirða þann verðmeiri en henda verðminni,kannski tímabært að sveipa síðasta stórþorskinn fána,ef finnst.

Ludvik (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband