Leita í fréttum mbl.is

Tímamótagrein Ólínu Þorvarðardóttur

Það var ánægjulegt að lesa grein eftir Ólínu Þorvarðardóttur sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Í greininni fjallar þingmaðurinn um þá staðreynd að kvótakerfið hefur algerlega brugðist því hlutverki sínu að "byggja upp" þorskstofninn. Þorskveiðin nú er einungis þriðjungurinn af því sem hún var áður en farið var að vinna eftir mjög umdeildum reiknisfiskifræðilegum aðferðum Hafró, sem stangast reyndar illilega á við viðtekna vistfræði.

Nú er spurning hvort að fleiri stjórnarliðar séu tilbúnir til þess að fara í gegnum og ræða það augljósa að ráðgjöf Hafró hefur ekki reynst sem skyldi.  Víst er að Össur Skarphéðinsson daðraði við það á sínum tíma  að taka ráðgjöf reiknisfiskifræðinga til endurskoðunar, en hafði ekki kjark þegar til átti að taka.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Kannski að hún (Ólína) hafi séð ljósið í samtölum við Færeyinga og Grænlendinga á Norðurlandaráðsþinginu. En hvort hún hafi skilning á vandamálinu er ég efins um. Ekki frekar en froðusnakkurinn úr Eyjum, þessi Róbert Marshall

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.10.2009 kl. 13:15

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er nú svo að Ólína er eini þingmaðurinn  af núverandi þingmönnum sem hefur eitthvað rætt um kvótakerfið, og fengið bágt fyrir af mörgum. Það fór eins og mig grunaði að vinstri rauð grænir mundu alfarið fara eftir Hafró um hámarksafla, en að þeir færu á fjórar og beygðu sig í duftið fyrir LÍÚ það reiknaði eg aldrei með. Það þarf með öllum ráðum að brjóta þetta upp í Hafró þetta gengur ekki lengur þeir komast upp með að falsa tölur ár eftir ár og birta í fjölmiðlum sem vísindaleg rannsókn, eins og t.d tölur um brottkastið nýlega.

Bjarni Kjartansson, 29.10.2009 kl. 13:24

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þegar á reynir hefur Samspillingin aldrei hugreki til að taka á þessu kerfi, þetta er bara "spunni & enn eitt lýðskrum sem kemur frá XS", Ólína reynir að vera sá aðili sem gagnrýnir XS, en hefur engan trúverðugleika í því hlutverki, en félagi Mörður er þó alaveganna trúverðugur þegar hann gagnrýnir Samspillinguna, því hann meinar það sem hann segir...lol...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 29.10.2009 kl. 13:27

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og nú sem fyrr á að "vernda" sýktu síldina svo hún geti dáið áhyggjulaus og laus við ónæði. Spurning hvort ekki eigi að veita henni virðulega útför með ræðuhöldum og yfirsöng grátkórs LÍÚ.? Hann er í afar góðri þjálfun og sama er að segja um bæði stjórnanda og undirleikara.

Árni Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 15:29

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhannes Laxdal, það hefur örugglega ekki spillt fyrir að Ólína hefur mögulega eitthvað kynn sér fiskveiðar í Færeyjum.

Bjarni og Jakob Þór, það er rétt að saga Samfylkingarinnar er kolbiksvört þegar kemur aðkomu flokksins að sjávarútvegsmálum en Jóhanna Sigurðardóttir samþykkti á sínum tíma fyrir framsal og sölu veiðiheimilda og hefur nákvæmlega ekki gert nokkuð með að koma á móts við álit Mannréttindanefndar SÞ og er skömm Jóhönnu Sigurðardóttur mikil fyrir vikið.  Hvað varðar Ólínu og trúverðugleika hennar og Samfylkingarinnar þá verður auðvitað að líta til þess að það hefur ekkert gerst í skynsemis og jafnræðisátt þrátt fyrir að flokkurinn ráði lögum og lofum í landsmálum. 

Árni, já nú syngur Jón Bjarnason á LÍÚ fundi mikinn dýrðarbrag um vernd sýktu síldarinnar en hér er bútur úr mæringum.  Einhver hvíslaði því reyndar að mér að búfræðingurinn væri með þessu oflofi að hæðast að algjöru árangursleysi nýtingastefnunnar sem að Ólína bendir réttilega á. 

Ekki verður sagt að þeir hafi sofnað eitt augnablik á verðinum gagnvart því að tryggja með þekkingaröflun sinni og fræðum að nýting stofnanna sé sem næst endurnýjunargetu þeirra.    - Jón Bjarna á Aðalfundi LÍÚ

Sigurjón Þórðarson, 29.10.2009 kl. 16:00

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ólína er ekki megin-burðarstólpi í Samfylkingunni (xS). Þingmenn xS fara gjarnan í allar áttir í málflutningi sínum, þó þau nái alltaf saman í einu máli. Sjávarútvegsstefna xS er loðinn og "umsemjanleg". Orð Ólínu má því ekki túlka sem stóra sannleik nokkurs... því miður

Haraldur Baldursson, 29.10.2009 kl. 16:23

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Er þetta ekki sama Ólína sem sagði að Íslendingar hefðu gott af því að greiða Ice-save?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.10.2009 kl. 17:14

8 identicon

Sama er hvadan gott kemur.  Thjódin öll á ad standa saman gegn theirri forréttindaklíku sem er í hagsmunagaeslu hjá LÍÚ og Mogganum. 

Thetta er staersta málid.  Spurningin er AF HVERJU er ekki búid ad stofna fjöldasamtök ....thverpólitísk samtök gegn thessu glaepakerfi?

Ef íslendingar gerdu sér grein fyrir thví ráni sem á sér stad med thessu kerfi yrdi thad umsvifalaust tekid úr gildi.

Allir tapa á kvótakerfinu nema örfáir gerspilltir bjánar sem er andskotans sama thótt thetta spillingarkerfi sé eydileggandi á allan hátt og algerlega óhagstaett thjódarbúinu. 

Var ekki annars verid ad samthykkja bann vid öllu bortkasti á fiski á thinginu í Svíthjód?

Thetta bölvada kvótakerfi drepur allan gódan móral í thjódfélaginu.  Íslendingar munu aldrei njóta sín med thetta spillingarkerfi í gangi.  Thjódin verdur aldrei heil fyrr en búid taka upp sanngjarnt kerfi thar sem allir hafa jafnan adgang ad fiskveidum án sérréttinda. 

Koma verdur í veg fyrir ad Spillingarflokkurinn og Framsóknarspillingin komist til valda.  Thessir flokkar elska ekkert frekar en thann vidbjódslega perversisma sem kvótakerfid bídur uppá.

Goggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:54

9 Smámynd: Jón Kristjánsson

Þetta sagði Jón Bjarnason í þingræðu í apríl:

"Við í VG erum staðráðin í að vinda ofan af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi í áföngum, tryggja verndun og uppbyggingu fiskistofna og byggðatengja fiskveiðiheimildirnar að hluta. Við Vinstri græn viljum skapa fleiri tækifæri í sjávarbyggðum t.d. með því að auka smábátaútgerð á ný, fullvinna aflann innanlands og stuðla að fiskeldi og vistvænum og sjálfbærum veiðum. Rétt íbúanna í sjávarbyggðunum til þess að nýta auðlindir meðfram ströndum landsins verður að tryggja, sömuleiðis nýliðun í sjómannastéttinni". 

Flottur! 

Jón Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 22:00

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gísli: Eru skuldir sjávarútvegsins ekki að verða jafn háar  og Ise-save? Hver kemur til með að borga þegar búið verður að afskrifa í gömlu bönkunum?

Bjarni Kjartansson, 29.10.2009 kl. 22:21

11 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Góð ábending hjá þér . Við þurfum að eimmitt að  losa okkur út úr flokkapólitíkinni og hrósa mönnum fyrir það sem vel er gert . Ég vona að Ólína fái fleiri flokksbræður og stjórnarliða með sér í að ræða málefni sjávarútvegsins. Oft hefur verið þörf að taka á þessum málum en nú er nauðsyn.

Helga Þórðardóttir, 29.10.2009 kl. 23:52

12 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Bjarni:  Þetta er týpízk smjörklípa eins og sumir skreyta sig mikið með núna

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 30.10.2009 kl. 00:14

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, sagði Ólína eitthvað vitrænt...

Steingrímur Helgason, 30.10.2009 kl. 01:19

14 identicon

Það virðist erfitt að koma ykkur í skilning um að kvótakerfið (hagfræðilegi huti fiskveiðistjórnunarkerfisns) og leyfilegur hámarksafli (líffræðilegi hluti kerfisins) tengjast ekki neitt.  Kvótakerfið var sett á til að minka sóknarþunga og bæta afkomu útgerðar.  Tryggja fiskveiðiarð.  Ákvörðun um hámarksafla er allt annar hlutur.  Það er erfitt að ræða þessi mál við fólk sem hrærir þessu öllu saman og getur ekki aðskilið þessa tvo megin þætti fiskveiðistjórnunarkerfisins. 

Ég reikna alls ekki með því að Ólína skilji þessi mál enda það eina sem hún skilur varðandi fiskveiðimál er hatur hennar á útgerðarmönnum.  Það er frekar lélegt innlegg í þessa umræðu.

Kvótakerfið var sett á við erfiðar aðstæður 1984 þegar tap á útgerðinni var gríðarlegt, enda veiðigetan allt of mikil.  Það var í lokin ákveðið að útgerðin sjálf myndi axla þá ábyrgð og í staðin fengju þeir nýtingarréttin.  Þjóðin á hinsvegar auðllindina, sem er allt önnur Ella.

Gunnar Þórðarson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 08:28

15 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það mættu fleiri huga að skoðunum og rökum þeirra manna sem Ólína vitnaði til í greininni.

Haraldur Bjarnason, 30.10.2009 kl. 08:37

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Allt tal um mikla þorskveiði í Færeyjum er lygaþvæla,og skora ég nú á þá sem halda sliku fram að birta eihverjar tölur málai sínu til stuðnings.Ólína Þorvarðardóttir er ekkert annað en fyrrverandi borgarfulltrúi úr R.vík sem vill að nýtingarréttur til fiskveiða verði færður til Ríkisins til að hygla afætum í R.vík og þar með henni sjálfri.Ég gat ekki séð á nýafstöðum landfundi smábátaeigenda að hún hefði nokkurn stuðning manna úr því kjördæmi sem bjálfaðist til að trúa orðagjálfri hennar með því að koma henni á þing.En hún er komin heim til R.Víkur.

Sigurgeir Jónsson, 30.10.2009 kl. 08:39

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En þeir sömu menn sem höfnuðu þjóðnýtingarrugli Ólínu á téðum Landsfundi lögðu jafnframt til að forstjóri Hafró segði af sér, og var það ekki rökstutt nánar þar sem flutningsmenn tillögunnar töldu að öll rök lægu fyrir.Sú tillaga var felld með þeim rökum helstum að tillagan væri ekki nógu kurteisleg.Forstjóri Hafró fylgdist með atkvæðagreiðsunni úr fjarlægð og fékk úrslitin tilkynnt í gegnum síma.Tillagan verður flutt aftur á næsta ári, og verður þá farið fram á það að forstjórinn verði viðstaddur  atkvæðagreiðsluna.

Sigurgeir Jónsson, 30.10.2009 kl. 08:51

18 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jæja Sigurgeir, ég átti reyndar langt samtal við færeyskan ráðamann fyrir viku síðan sem sagði mér að veiðin væri mikil en verð hefðu verið nokkuð lág á mörkuðum þannig að útgerðarmenn hefðu dregið við sig að nota fiskidagana (Það sýnir auðvitað að sá billegi áróður um að allir muni fiska upp í einum rikk ef skipt er yfir í fiskidagakerfi á ekki við rök að styðjast. 

Það var sömuleiðis grein Sigurgeir í síðustu viku á vefnum Nordlyset sem greindi frá góðum aflabrögðum og fyrir skömmu var einnig grein á dimmu.fo þar sem sagt frá góðri þorskveiði.

Sigurjón Þórðarson, 30.10.2009 kl. 13:11

19 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Það virðist erfitt að koma ykkur í skilning um að kvótakerfið (hagfræðilegi hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins) og leyfilegur hámarksafli (líffræðilegi hluti kerfisins) tengjast ekki neitt."

Gunnar. Ég er ekkert hissa á að þér gangi erfiðlega að koma mönnum i skilning um að úthlutunarkerfið hafi ekkert með takmarkanir á framleiðslugetu líffræðilega hluta kerfisins að gera. 

Atli Hermannsson., 30.10.2009 kl. 21:04

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þegar menn settu vannýttar tegundir eins og skötusel í kvóta var það eingöngu gert til að búa til veð.

Sigurður Þórðarson, 30.10.2009 kl. 22:42

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ósköp á hann Sigurgeir alltaf erfitt með að viðurkenna árangurinn af sóknarkerfinu í Færeyjum.

Og Gunnar Þórðarson notar enn orðhengilsháttinn um kvótakerfið. 

Árni Gunnarsson, 30.10.2009 kl. 22:48

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef menn sofa rólega yfir að  milljón tonn af makríl syndi í yfirborði hafsins og éti 10 falda þyng sína af seiðum. Hvers vegna eru menn yfir höfuð að hafa orða á  nokkrum tugum þúsunda þorsktonna til eða frá?

Sigurður Þórðarson, 30.10.2009 kl. 22:55

23 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Tímamótagrein!!!!!!! Hjá Ólínu!!!!!!   Eru ekki allir hressir bara

Katrín Linda Óskarsdóttir, 30.10.2009 kl. 23:38

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja, ef þið eruð að tala um sömu grein og eg sá - þá geri ég athugasemd við Barentshafskaflann í henni.

Man ekki alveg nákvæmlega, en eitthvað á þá leið að þorskstofninn þar hafi stækkað og það þakkað mikilli veiði (ekki nákvæmlega svona) og einhverjir Rússneskir vísindamenn nefndir til sögunnar o.s.frv. 

Eg held þetta sé þjóðsaga.

Ástæður þess að þorskstofn í Barentshafi virðist braggast er aukið eftirlit með veiðinni, td. strangari reglur í esb með löndunum og hitt að veðurskilyrði hafa batnað í Barents (þ.e. ofan í sjónum sko)

En með kvóta almennt - auðvitað þurfa að vera takmarkanir á veiði.  Annað gengur ekki.  Tæknin svo mikil.

En ísl. kvótakerfið er tóm vitleysa.  Sérstaklega framsalið og svo tilheyrandi veðsetningu uppí rjáfur (Það "varð til fjármagn" eins og guttinn sagði)

En hitt er svo annað mál svo sem að búið er að rugla svo með þetta kvótadæmi í umræðunni að mikil firn eru.  Það eru sterk öflá bak við núverandi kerfi.  Mjög sterk.  Þau munu verja sitt greni.  Ekki spurning.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.10.2009 kl. 01:03

25 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ég er sammála þeirri skoðun sem hefur komið fram hérna að ákvörðun hámarksafla og gjafaúthlutunarkerfi kvóta eru sitthvor hluturinn.

LÍÚ hefur margoft reynt að spyrða þetta saman sem órjúfanlega heild og gagnrýnendur hafa leyft LÍÚ að stýra umræðunni.

Finnur Hrafn Jónsson, 31.10.2009 kl. 02:44

26 identicon

Það eru útgerðarmenn sjálfir sem eru að rústa kerfinu,veit um dæmi um mann sem er með ca. 80 t.kvóta skráðan á bát sem er með haffærisskírteini en er ekki á sjó því vélin er ónýt,hann leigir út kvótann og lifir á því.Er það ekki framkoma þessara manna sem almenningi blöskrar og krefst þess að núverandi kerfi verði leyst upp.

Sigurgeir Á. (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband