9.10.2009 | 11:50
Hér sitja menn auðum höndum og sníkja
Stjórnmálastéttin á Alþingi kappkostar nú að fljúga til útlanda til að sníkja lán. Steingrímur reynir að sleikja upp vini sína hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og framsóknarmenn rápa um Noreg og grafa þar upp meintar þúsundir milljóna. Það er eins og það sé algjört tabú hjá stjórnmálastéttinni að fara yfir það hvort mögulegt sé að fara að eins og Færeyingar gerðu í sinni kreppu - veiða sig út úr henni. Reiknisfiskifræðingar sem hafa lofaði í tvo áratugi að veiða meira seinna ef við bara veiðum minna núna vöruðu sterkt við ráðslagi Færeyinga og spáðu útdauða þorskstofnsins.
Núna, þrátt fyrir allar dómsdagsspár, berast fréttir frá Færeyjum af mikilli þorskveiði, en færeyski fréttavefurinn Dimmalætting segir frá því að fiskmarkaðir séu yfirfullir af þorski þessa dagana.
Er hægt að hjálpa þjóð sem vill enga hjálp, vill heldur sitja með höndur í skauti og styðja sig við betlistaf þegar hún staulast á fætur?
| |||||||
|
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Innlent
- Botnlaus græðgi fjármálakerfisins á sér engin takmörk
- Hluti bílastæðis undir hraun: Ómögulegt að meta tjón
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja
Athugasemdir
Sæll Sigurjón, það er óskiljanlegt að stjórnvöld skuli ekki nota þessar sérstöku aðstæður til að brjóta upp kvótakerfið. Ég er ekki að tala um innköllun veiðiheimilda sem er allt annar hlutur. Það er tími til að færa bjargræðið aftur heim í byggðirnar með því að koma á uppboðsmarkaði með veiðiheimildir sem myndi skila þjóðinni auðlindarentu og jafnframt stuðla að atvinnuuppbyggingu í heimabyggð. Ég sé fyrir mér bætta umgengni við auðlindina með umhverfisvænni veiðiaðferðum og umhverfisvænni veiðiskipum. Fullvinnsla aflans hér innanlands hlýtur að vera framtíðarmarkmið og þessvegna þurfa veiðar og vinnsla að vera rekin í nánu samstarfi. Það má hugsa sér að ekki verði leyfilegt að bjóða í aflaheimildir nema fyrir liggi samningur við fiskverkun sem skuldbindur sig til að kaupa aflann á markaðsverði dagsins hverju sinni. Með því væri vinnslunni tryggt stöðugt framboð en til að tryggja hag útgerða og áhafna mætti vera ákvæði sem heimilaði þeim að ganga inní hæsta tilboð og ráðstaf aflanum sjálf, t.d til útflutnings. Þessar vangaveltur byggjast á hugleiðingum um heilbrigðara atvinnu og mannlíf og sem mótvægi við stóriðju sönginn sem bylur nú sem aldrei fyrr.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.10.2009 kl. 16:05
ekki er sjálfsbjargarviðleitnin að drepa þessa stjórnmálamenn okkar einsog þú bendir svo réttilega á,dreifðir útum allan heim að betla og restin af þeim hér heima að reyna að hirða það eina sem almenningur á eftir-lífeyrissjóðina...duglausir stjórnmálamenn sem ekki þora að nýta það sem lengi framanaf hefur verið talið sameign þjóðarinnar,heldur sníkt og stolið áfram.
zappa (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 18:00
Jóhannes og Zappa - Ég læt hér fylgja vísu sem ég fékk senda á FB í dag.
Kristján Runólfsson
Steingrímur hann þó standi gleitt,
stöðvar hann tæpast utan flakkið.
virðist ekki vilja neitt,
verja fokking skóflupakkið
Sigurjón Þórðarson, 9.10.2009 kl. 18:32
Innköllun aflaheimilda er ein leið til að ná því markmiði að ná forræði auðlindarinnar aftur í hendur þjóðarinnar, réttmæts eiganda hennar. Það breytir hins vegar ekki því að þó það takist þá er mikilvægasti hjallinn eftir, það er að leggja af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Kerfið er einfaldlega liðónýtt og hvetur hreinlega til slæmrar umgengni um nytjastofnana, ólíkt því sem kvótakóngar halda fram. Þá halda þeir jafnframt fram að sóknarmarkskerfi leiði til offjárfestingar. Er einhver sem er reiðubúinn til að halda því fram að sóknarmarkskerfi geti leitt til slíkrar offjárfestingar (hundruða milljarða) sem aflamarkskerfið hefur leitt til?
Nei, aflamarkskerfið leiðir til offjárfestingar og óábyrgrar umgengni um auðlindina. Aflamarkskerfið leiðir til þess að arður einstakra manna (handhafa kvóta) hámarkast, en arður þjóðarinnar lágmarkast. Við erum í dag að veiða einungis lítinn hluta þess fiskjar sem veiddur var áratugum saman fyrir setningu aflamarkskerfisins. Eigum við að halda áfram að geyma fiskinn í sjónum og vona að hann ávaxti sig líkt og við höfum verið að gera í næstum því þrjá áratugi? Það sem menn gleyma er að það er bara ákveðið fæðuframboð í boði í sjónum og um þá fæðu berst fiskurinn. Ef við veiðum of lítið hvað gerist þá?
Þórður Már Jónsson, 9.10.2009 kl. 23:29
Let nature call ...
Steingrímur Helgason, 10.10.2009 kl. 00:29
Sæll Þórður, eins og ég hef sagt á öðrum stað þá tel ég það illfært að breyta núverandi kvótakerfi án þess að efna til blóðugs ófriðar við núverandi útgerðir. Ég tel hins vegar raunhæft að koma á nýju kerfi samhliða hinu. Í því kerfi koma til úthlutunar allar viðbótaraflaheimildir síðan 2007, þ.e. 1 ár aftur í tímann sem er ekki ósanngjarnt miðað við aðstæður.Ennfremur verði framsal og tilfærslur óheimilar í báðum kerfum. Gefa má þeim sem vilja flytja sig í nýja kerfið kost á því. Þeir geta þá haldið sínum kvóta en fá ekki að bjóða í viðbótaraflaheimildir eða að þeir setji sinn kvóta í pottinn og standi þá jafnfætis öðrum. Hvað finnst þér og náttúrulega Sigurjóni og öðrum sem lesa þetta, um þessar hugmynd?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2009 kl. 11:27
Þórður segir: "Eigum við að halda áfram að geyma fiskinn í sjónum og vona að hann ávaxti sig líkt og við höfum verið að gera í næstum því þrjá áratugi? Það sem menn gleyma er að það er bara ákveðið fæðuframboð í boði í sjónum og um þá fæðu berst fiskurinn. Ef við veiðum of lítið hvað gerist þá?"
Ég vil taka fram að ég var sjómaður í 35 ár meira og minna og hef stundað allan hugsanlegan veiðiskap nema ekki á verksmiðjuskipum. Ég þykist vita hvaða skaða núverandi kerfi hefur valdið og fullyrði hiklaust að það eru innbyggðir hvatar til rányrkju sem eru beinlínis orsök fyrir því að ástand hrygningarstofnsins er eins bágborið og talið er. Í 30 ár hefur smáfiski kerfisbundið verið hent en stórfiskur hirtur. Þetta hefur í för með sér hnignun hrygningarstofnsins þar sem beint samband er milli aldurs hrygnunnar og þess hluta seiðanna sem lifir af. Auðvitað hefur fæðan mikið að segja, en vitað er að loðnan er aðaluppistaðan í fæðu þorsks fyrir og eftir hrygningu. Undanfarið hefur verið gengið of nálægt loðnunni með ofveiði og veiði í flottroll.
Hluti af nauðsynlegum kerfisbreytingum hlýtur að vera breytt aðkoma Hafró að veiðiráðgjöfinni. Setjum á fót veiðiráðgjafarnefnd sem væri mönnuð fulltrúum allra hagsmunaaðila. En til þess að tryggja árangur þarf að tryggja ábyrga umgengni við auðlindina. Til þess þarf gott samstarf við sjómenn og útgerðarmenn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2009 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.