Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur og Jóhanna smíða öreigabrúna

Það bólar ekkert á beinum tillögum fyrir heimilin í landinu á meðan Steingrímur og Jóhanna eru búin að reikna út nákvæmlega hvað þau ætla að hækka skatta á heimilin sem eiga ekki fyrir skuldunum. Maður hlýtur að spyrja sig hvort þetta sé velferðarbrúin sem Samfylkingin boðaði fyrir síðustu kosningar, en þó verður að líta til þess að ekki hafa allir farið illa út úr gæskuleysi stjórnvalda. Fréttir herma að það sé verið að afskrifa á fullu gasi lán í bönkunum hjá þeim aðilum sem komu landinu á kúpuna.

Steingrímur og Jóhanna virðast ekki verja svo mikið sem nokkrum mínútum í vangaveltur um hvernig auka megi tekjurnar, s.s. með fiskveiðum, heldur eyða þau öllu púðri í að auka skattana á fólkið sem þau þykjast vera að verja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Það eru orð að sönnu og greinilega lítið að marka þau frekar en þá sem stjórnuðu landinu á undan þeim.

, 2.10.2009 kl. 13:49

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Skelfing og ósköp er að lesa skrifin þín minn kæri.  Það er eins og þú og fleiri séu bara alls ekkert í takti við það sem er að gerast í þessu landi. 

Þorkell Sigurjónsson, 2.10.2009 kl. 16:44

3 identicon

Hvað áttu við Þorkell???  Hvernig sérðu þetta öðruvísi? Ég gat ekki betur heyrt í gærkvöldi í Kastljósi að þetta væri það eina sem væri í bígerð að hækka skatta og búa til fleiri skatta á alla þá sem eiga eignir sínar ennþá.

Óskin (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 18:35

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já Sigurjón fylgistu ekki með ? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.10.2009 kl. 23:51

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og það sem meira er, í Kastljósinu um daginn "réttlætti" Steingrímur skattahækkanirnar með því að hér á landi væru "nokkrir" það vel stæðir að þeir gætu borgað meira til samfélagsins.  HJÓ ENGINN EFTIR ÞESSU?

Jóhann Elíasson, 4.10.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband