Leita í fréttum mbl.is

Baráttan skilaði einhverju

InDefence-hópurinn getur sannarlega fagnað miklum árangri af baráttu sinni. Ég er þess fullviss að ef stjórnvöld hefðu staðið í lappirnar og treyst á breiða samstöðu og skilgreint samningsmarkmið áður en farið var í viðræður við Breta og Hollendinga væri betur fyrir okkur komið. Nú er vonandi að stjórnvöld láti sér þetta mál að kenningu verða.

Steingrímur lék virkilega ljótum leik þegar hann sagði á miðvikudegi að ekkert væri í gangi og skrifaði síðan undir arfavitlausan samning á föstudegi.


mbl.is InDefence mun gaumgæfa málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

InDefence á vissulega heiður skilið...en fjórflokkurinn (sem Borgarhreyfingin, með samþykki sínu núna límdi sig við [Þráin telst örugglega ekki þar með]).

Kjarkleysi Sjálstæðisflokksins, Vinstri-Grænna og Borgarahreyfingarinnar er sorgleg staðreynd. Samfylkingin, með hræðslu-áróðri og hótana-stjórnmálum hefur þau öll í vasanum. Bretar og hollendingar munu sætta sig við þessa niðurstöðu og herða skrúfurnar seinna, þegar þeim hentar. Pólitískt ólæsi þingmanna okkar jaðrar við að teljast til örorku, þó ég hallmæli ekki gjarnan öryrkjum með því að hæðast að þingmönnum á þennan máta. Glæpsamleg fáviska er kannski nær lagi. Gott væri að fá tillögur um hvaða flokk er hægt að kjósa til þings í næstu kosningum, því sá flokkur situr ekki á þingi.

Þessir mannkostir eru ekki það sem ég kaus á þing....ég gerði mistök.

Frjálslyndiflokkurinn sá því miður ekki teiknin á lofti og hélt ekki ESB-mótspyrnu sinni nægjanlega á lofti og mætti ekki þörfinni sem hægri sinnaðir landsmenn höfðu fyrir valkost. Því stóðu VG uppi sem miklu stærri sigurvegarar en ella.

Haraldur Baldursson, 15.8.2009 kl. 19:48

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Haraldur. Já þú ferð mikinn hér í þessu kommenti það verð ég að segja. Ég get svo sem vel skilið að þú hafir gert mistök og kosið vitlaust því þú ert ekki einn þar og þarft því að súpa seiðið af því eins og þjóðin nánast öll. VG stálu okkar stefnu í mörgum málum svo þér og öðrum er svolítil vorkunn. Varðandi ummæli þín um örorku þá ferð þú nokkuð geyst í að dæma þingmenn til örorku vitandi það að þó þeir hafi ekki ráðið við þetta verkefni þá geta þeir vel unnið ýmislegt og mér finnst nú alveg nóg af öryrkjum satt best að segja. Hvort þingmenn treystu sér svo til að lifa á því sem þeir ætla öryrkjum að gera þá er ég klár á að þeir gætu ekki.

Ummæli þín um Frjálslynda flokkinn og að hann hafi ekki séð teiknin á lofti segir mér að þú ert alveg úti að skíta í pólitík. Við vöruðum við þessum teiknum strax fyrir þar síðustu kosningar td með óheftum innflutningi á verkafólki og iðnaðarmönnum og meðferð á því fólki. Við hömruðum á að breyta þyrfti vísitöluviðmiðum og afnema verðtrygginguna og sögðum að fólk yrði gjaldþrota ef svo héldi áfram. Við bentum á að kvótakerfið gróf undan heilbrigðu viðskiptalífi og vildum halda betur utan um eignarhald á auðlindum þjóðarinnar. Við vorum GLERHÖRÐ i andstöðu við ESB og ég sagði í sjónvarpi að það þyrfti ekki að henda peningum í að kanna neitt í sambandi við það. Guðjón Arnar var fyrsti maður sem ég heyrði fullyrða að við gætum aldrei greitt þessa Icesaveskuld og því þyrfti að semja um hana eins og nauðasamning og auðvitað kanna fyrst hvort okkur bæri að gera það samkvæmt lögum. Hvar hefur þú verið maður? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.8.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kolbrún ég þakka þér sýndan áhuga á hvar ég geri mín stykki. Þó ekki vilji ég dýpka þá umræðu um of, þá er það undantekningalítið innan dyra.
Þú spyrð "Hvar hefur þú verið maður?", en það er röng spurning... "hvar voruð þið ?" er sú rétta. Þið sáuð ekki kosningamál númer eitt... þið báruð ekki gæfu til að halda andstöðu ykkar við ESB betur á lofti en svo að stefna ykkar í því máli náði aldrei að stimpast inn hjá almenningi. Þið áttuðuð ykkur ekki á því að þetta var mál númer eitt. Það kalla ég pólitískt ólæsi. Barnalegum ummælum þínum um hvar ég geri mín stykki í pólitík svara ég með "hversu marga þingmenn hafið þið núna ?". Þið misstuð sjálf af tækifærunum, ekki horfa til þess hvað VG gerði eða gerði ekki. Það er ekki nóg að hafa góð mál á stefnuskrá, ekkert frekar en það nægir að hafa hillur fullar ar vörum í verslun, það þarf að selja líka og þar er ykkar brestur fyrir síðustu kosningar.

Að lokum kæra Kolbrún, áður en þú klifrar upp á háa hesta, líttu þá aðeis í kringum þig áður en þú tekur til við að úða á þá sem í góða sjón hafa.

Haraldur Baldursson, 18.8.2009 kl. 08:57

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Haraldur. Þú ert sjálfur óttalega barnalegur að snúa út úr orðatiltæki sem allir ættu að vita að snýst ekki um hægðir. Það snýst um það að vera langt frá veruleikanum, utangátta ef þú skilur það betur. Þessi fullyrðing þín um að við sæjum ekki mál númer eitt er firra, segi og skrifa. Ég lagði mikla áherslu á þetta mál og við öll (eftir að JM var farinn) og ég  er í stjórn Heimsýnar ef það segir þér eitthvað um mína stefnu í þessu máli. Ég hef skrifað í Moggann um þetta mál og tvisvar verið í sjónvarpinu sem okkar fulltrúi og lagði ríka áherslu á þetta í öllum pallborðsumræðum sem ég tók þátt í fyrir kosningar. Reyndar held ég að ég hafi verið fyrst til að taka þetta upp á miðstjórnarfundum hjá okkur. Við , FF, eigum engan þingmann núna og þessi spurning þín sannar að þú fylgist lítið með pólitík. Ég hélt að allir vissu það að FF datt út af þingi með tvo þingmenn í síðustu kosningum. Ég hef mínar skýringar á því af hverju við "misstum" af tækifærinu eins og þú kallar það. Annaðhvort náðum ekki að selja okkar hugmyndir eða þá að fólk hafði ekki trú á frambjóðendum sem persónum, en það get ég sagt þér að það er ekki auðvelt fyrir lítinn flokk að komast að í fjölmiðlum hvorki einkavæddum né ríkisreknum. Haraldur, ég er þokkaleg í hestamennsku og fer aldrei hærra eða hraðar en ég þori en eftir fullyrðingar þínar efast ég stórlega um pólitíska sjón þína en hún kemur mér reyndar ekki við enda skaðinn skeður. Staðreyndir eru hinsvegar staðreyndir og þú breytir þeim ekkert. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.8.2009 kl. 21:15

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæra Kolbrún.
Hvað takmörkunum ykkar sem lítls flokk varðar, þá sátuð þið á þingi og það er talsvert erfiðara inn að komast en út, en það tókst ykkur samt. FF situr eftir með sárt ennið. Óseld var er óseld vara. Sé það þín upplifun að ykkur hafi tekist vel til að miðla ESB andstöðunni, óttast ég að þú sért enn að lesa stöðuna rangt...og það svona langt eftir kosningar.
Til annarra þátt í svari þínu...tíminn er verðmætari en svo að ég spinni þennan þráð lengra með þér mín kæra.

Haraldur Baldursson, 18.8.2009 kl. 21:23

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já Haraldur það kann að vera að ég sé ekki læs á pólitíska stöðu enda nýgræðingur í pólitík eða þannig. Ég hef þó þóst hafa vit á henni svona heima við að minnsta kosti og þá stundum á við tvo. Annars er ég bara að andmæla þér með að við hefðum ekki séð teiknin en hitt getur rétt verið að enginn hafi nennt að hlusta og við því ekki náð að selja vöruna Ég þykist nú hafa viðskiptavit líka þannig að við ættum að hætta hér. Þú veist þá hug minn allan varðandi ESB, þó seint sé, og ég fagna því ef þú ert á sömu skoðun. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.8.2009 kl. 21:49

7 Smámynd: Róbert Tómasson

Sæll Sigurjón

Ég er sammála þessari færslu þinni að Indefence hópurinn hafi skilað talsverðu þó það hafi ekki verið annað en bitlingar til þess að friða lýðinn.  Hins vegar hefði aldrei átt að þurfa að koma til þess, það átti að ráða sérfræðinga í þessum málum en ekki aflóga stjórnmálamenn þá held ég að samningarnir hefðu orðið betri.

Róbert Tómasson, 19.8.2009 kl. 11:18

8 identicon

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/08/21/mikil_thorskgengd_i_barentshafi/

Gæti verið að það sé mismunandi aðferð við veiðiráðgjöf, sem skilaði þessum árangri, eða er þorskurinn bara að flýja í kaldari sjó? Spyr sá sem ekki veit.

Aulabárður (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 11:35

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Aulabárður, ef að það eru leyfðar veiðar þá sést hvort að það er mikil fiskgegnd en ef að veiðar eru mjög takmarkaðar þá fer fiskurinn í meira og minna mæli fram hjá stofnstærðarútreikningum. 

Sigurjón Þórðarson, 21.8.2009 kl. 11:49

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þessir fyrirvarar eru ágætir en gallinn við þá er sá að þeir hafa ekkert gildi fyrir breskum dómstólum. Í samningnum stendur að hann sé honum verði ekki breytt einhliða og þó breytingin gildi hér á landi með vísan til stjórnarskrárinnar þá hefur það ekkert gildi í Bretlandi. Í samningnum segir að hann verði alltaf löglegur þó hann teljist ólöglegur. Þá var íslenska samninganefndin búin að semja um að öllum ágreiningi skyldi vísað til breskra dómstóla.

Menn eru að reyna að redda þessu klúðri í horn en ef þetta fer óbreytt þá verður það okkar eigið markhorn.

Tíminn vinnur með Íslendingum, vonandi getur Guðbjartur andað með nefinu.  Slíkur andardráttur gæti sparað íslendingum hundruð milljarða.

Sigurður Þórðarson, 23.8.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband