Leita í fréttum mbl.is

Framtíð Íslands er á Sauðárkróki

Rétt í þessu lauk alveg frábæru unglingalandsmóti á Sauðárkróki. Það var ánægjulegt að sjá hvað krakkarnir og aðstandendur höfðu gaman af mótinu. Markmiðið er ekki að allir fái gullpening heldur að standa að fjölskylduvænni og uppbyggilegri skemmtun. Ég veit til þess að meðan krakkarnir skemmtu sér við keppni undu sér t.d. þeir sem eldri eru við ýmislegt menningarlegt, eins og göngu um gamla bæinn. Þeir sem yngri eru höfðu gaman af brúðuleikhúsi og fleiru sem var sett upp fyrir þann aldur.

Forsetinn og stuðboltinn Dorrit mættu á svæðið og höfðu gaman af, sömuleiðis krakkarnir sem fannst miklu meira koma til verðlaunapeninga sem forseti lýðveldisins veitti en annarra verðlauna. Svona mót verður ekki haldið nema með samstilltu átaki margra sjálfboðaliða - og sannaðist um helgina að er vel hægt.

Á Sauðárkróki er nú drjúgur hluti af æsku landsins alls staðar að af landinu og má því segja að framtíð Íslands sé hér stödd.

Íslandi allt!


mbl.is Unglingalandsmótið á Egilsstöðum árið 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég er sammála því að framtíðin sé á sauðárkrókur. Hef tekið sérstaklega eftir því að það berast aldrei neinar neikvæðar fréttir þaðan. Íslendingum veitir ekki af jákvæðum fréttum á erfiðum tímum og fréttirnar af landsmótinu á króknum ættum við að taka með okkur inn í nýja vinnuviku og hugsa svolítið jákvætt um framtíðina, það er hollt fyrir sálartetrið í okkur öllum :)

Jóhann Kristjánsson, 3.8.2009 kl. 02:55

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Sigurjón.

Er ekki allt á hausnum þarna eins og annarstaðar ?

Er ekki sparisjóðuinn og Kaupfélagið löngu komið í gjörgæslu ?

Er ekki Geirmundur löngu hættur að spila þarna fyrir norðan, því enginn kemur á böllin hjá honum lengur hann er bara á Kringlukránni þar sem enginn þekkir hann.....

Er ekki búið að selja og stela öllum kvótanum frá "krókurum" ?

Bestu kveðjur... var að reyna að vera jákvæður

Guðmundur Óli Scheving, 3.8.2009 kl. 03:39

3 Smámynd:

Krakkaskinnin. Gott að þau geta keppt og leikið núna - það er alls óvíst að þau geti nokkuð annað en unnið baki brotnu og varla átt fyrir gulrót í súpuna þegar þau verða fullorðin af því að nokkrir af kynslóðinni sem átti að hlúa að framtíð þeirra muldu svo undir rassinn á sjálfum sér að ekkert var eftir nema rjúkandi rústir fyrrum blómstrandi þjóðfélags.

, 3.8.2009 kl. 06:57

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sauðárkrókur hefur sterkan bakhjarl sem er sterkt sjávarútvegsfyrirtæki,  sem Samfylkingin reynir nú að koma fyrir kattarnef með þjóðnýtingu. Ég trúi því að íbúar Skagafjarðar  standi þétt saman og hrindi árásum niðurrifsaflanna  á Sauðárkrók og landsbyggðina alla.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2009 kl. 07:36

5 identicon

Nei Guðmundur Óli í skagafirðinum er ekkert á hausnum, bindindismenn lenda sjaldan í því að verða þunnir....

Annars held ég held ég að þú ættir bara að skella þér í ferðalag og horfa af vatnskarðinu út fallegasta fjörð evrópu, fara svo á bryggjuna á króknum og horfa á heimamenn landa sínum kvóta og skella þér svo jafnvel á magnað ball með Geirmundi um kvöldið!

Þá fyrst myndiru sjálfsagt fyllast alvöru bjartsýni og jákvæðni( sýndist aðeins vanta uppá það) :)

Gunnar (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 16:43

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hef alltaf haft trú á að Sauðárkrókur sé framtíðarstaður. Fallegt bæjarstæði og fallegur bær í umhverfi sem býður upp á mikinn fjöblbreytileika í atvinnumálum ef einstaklingsfrelsi og hugvit fá að njóta sín án kvótaafskipta misviturra stjórnmálamanna. Með skemmtilegri byggðavæðum á landinu.

Jón Magnússon, 3.8.2009 kl. 20:01

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Framtíðin hefur alltaf átt heima á Skagafirði.

Árni Gunnarsson, 3.8.2009 kl. 20:25

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Til hamingju með afar vel heppnað unglingalandsmót. Til þess að svona landsmót geti tekist vel þarf góða aðstöðu mikinn fjölda sjálfboðaliða, gott skipulag og góða heildarstjórn. Allt þetta er til staðar á Sauðárkróki. Þú mátt vera stolltur af þínu fólki.

Sigurður Þorsteinsson, 3.8.2009 kl. 23:16

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég þakka hamingjuóskir og er ánægður með að fá að starfa með þessum öfluga hópi. 

Það má ekki heldur gleyma því að gestirnir og keppendurnir voru til fyrirmyndar að öllu leyti og gerðu það kleift að mótið gekk svo ljóamandi vel.

Sigurjón Þórðarson, 5.8.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband