Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin lætur undan þrýstingi

Það er algjörlega óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli ætla að taka Icesave-málið út úr nefnd á svo viðkvæmu stigi. Ríkisstjórnin er augljóslega að láta undan útlendum þrýstingi, s.s. hollenska utanríkisráðherrans. Það er eftirtektarvert að þingmenn Samfylkingarinnar virðast vera æstir í að samþykkja þetta sem allra fyrst, en þeir hafa sjálfir samviskubit yfir sofandahætti sínum á meðan Icesave-æxlið óx. Þeir virðast vera reiðubúnir að láta þjóðina og komandi kynslóðir blæða.

Þingmenn Vinstri grænna virðast sumir hverjir ekki átta sig á málinu og hafa jafnvel látið sig hverfa á sjóinn eða annað þegar málið er til umfjöllunar.

Það grátlegasta í stöðunni er að þeir sem bera mestu ábyrgðina á hruninu og sátu ekki einungis við spilaborðið heldur útdeildu spilapeningum og tóku jafnvel til sín líka - drjúgur hluti af þingflokki Sjálfstæðisflokksins - standa nú ásakandi með vísifingurinn reiddan og benda af offorsi á þá sem ætla nú að fara leiðina sem þeir stungu sjálfir upp á í október.

Þjóðin á betra skilið, m.a. að farið sé gaumgæfilega yfir stöðuna, og mörg hundruð milljarða ábyrgð rædd í þaula. Liðið sem grét sig inn á þing og þóttist öllu ætla að bjarga ætti að sjá sóma sinn í að mæta í vinnuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið hefur verið í þremur nefndum. Nú situr það eftir í fjarlaganefnd og reynt verður til þrautar að ná víðtækri sátt. Tíðinda er að vænta á morgun.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband