Leita í fréttum mbl.is

Trúboði á ÍNN kynntur sem hlutlaus sérfræðingur á RÚV

Omega og ÍNN eru forvitnilegar sjónvarpsstöðvar og áhorfendur velkjast ekkert í vafa um það á hvaða stefnumiðum stjórnendur róa, hvort sem um er að ræða Eirík Sigurbjörnsson eða Ingva Hrafn Jónsson. Mér finnst að það eigi að gera aðrar kröfur til ríkismiðilsins, m.a. út af nefskattinum til hans, að ég tali nú ekki um vegna þeirra krafna sem koma fram í lögum um Ríkisútvarpið ohf. um að gæta ,,fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð" og ,,veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða" (II. kafli, 3. gr.).

Mér fannst í nokkuð einhliða umfjöllun RÚV áðan skorta nokkuð á fagmennsku þá sem ÍNN og Omega gera sig venjulega ekki sekar um, þ.e. þær stöðvar koma til dyranna eins og þeir eru klæddar. Helsti ,,hlutlausi" sérfræðingur RÚV um áhrif aðildar Íslands að ESB var enginn annar en Aðalsteinn Leifsson sem hefur birst með síbyljuáróður í gervi upplýsinga á ÍNN-sjónvarpsstöðinni.

Dagskrárgerðarmönnunum var vissulega vandi á höndum við gerð þáttarins sem fjallaði um víðtæka hagsmuni þjóðarinnar á hálfri klukkustund. Þeim er vorkunn. Það kom mér þó á óvart hve hátt undir höfði skógarhöggsiðnaðinum var gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Verð greinilega að sjá þennan þátt í endursýningu

-enda nóg af slíkum sem stendur.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 23.7.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það væri ágætt að fá faglega umfjöllun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.7.2009 kl. 01:30

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Hildur, þú ættir að geta séð hann á netinu. Mér fannst hann fínn.

Sigurjón, það var ekkert verið að gera skógarhögginu hátt undir höfði, það var einfaldlega fjallað um hann vegna þess að hann er eini iðnaðurinn sem hefur fengið aðkomu að styrkjakerfi ESB sem þeir voru að ræða þarna um og vildu fá þeirra álit. Þeirra reynsla var góð. 

Jón Gunnar Bjarkan, 23.7.2009 kl. 01:48

4 identicon

Óttaleg della er þetta í þér og skot langt framhjá.

Þér líkar kannski ekki það sem Aðalsteinn hafði að segja, en þú getur ekki tekið það af honum að hann ER einn helsti sérfræðingur okkar á þessu sviði. Að líkja honum við trúboða á borð við Ingva Hrafn er í besta falli grín, en í öllu falli alrangt.

Svona ómálefnaleg gagnrýni gerir ekkert gagn. Hvernig væri að athuga hvað hann hafði að segja og velta því fyrir sér hvort þar var nokkuð við að athuga? Með svona málflutningi ertu að afvopna þig í þeirri umræðu.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 06:15

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér þætti fróðlegt að vita hvernig RÚV nælir í peninga frá ESB til þessara dagskrárgerðar sem er nánast ódulinn áróður fyrir ESB. Allt sem sagt er neikvætt um ESB er mjög lítið og yfirleitt kæft með mótrökum strax.

ESB er að veita stórfé í áróður til að sölsa Ísland undir sig og ég vil fá upplýsingar um það hvernig peningarnir þeirra eru komnir til RÚV í gegnum einhverja óbeina kostun undirstofnunar.

Það verður erfitt að vernda sjálfstæði og fullveldi Íslands. Fólk þarf ekki að skoða söguna lengi til að sjá að stórveldi af þessu tagi lenda alltaf fyrr eða síðar í höndum illmenna. Kærleikurinn ræður ekki förinni í stækkun ESB til þess stórríkis sem Hitler dreymdi um. Ísland mun á endanum fá stríðshaukinn Tony Blair sem yfirforseta.

Haukur Nikulásson, 23.7.2009 kl. 08:12

6 Smámynd: Jóhann Ólafsson

Sammála þér Sigurjón. Þátturinn var helst til of einhliða og RUV getur gert miklu betur. Það er þó erfitt að koma þessu öllu fyrir í svo stuttum þætti. Þá var túlkun Aðalsteins um kosti og galla (hann sá nú ekki neina galla) fyrir sjávarútveginn á Íslandi við inngöngu í ESB var ekki sérlega fagleg.    

Jóhann Ólafsson, 23.7.2009 kl. 09:40

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér.

ÍNN og Omega hafa forskot á Ruv að þessu leyti, fyrrgreindu stöðvarnar sigla ekki undir fölsku flaggi. 

Á maður að trúa því að ráðgjafi, upplýsingafulltrúi fyrrv. sendifulltrúi EB á Íslandi viti ekki betur um sjávarútvegsstefnu bandalagsins?  Ef svo er þá stendur hann langt frá því undir kynningu Ruv sem hljómaði þannig að hann væri sérfræðingur í Evrópufræðum.

Fyrir þá sem ekki þekkja til gerði Aðalsteinn ákvæðum Rómarsáttmála um sameiginlega fiskistofna og tímabundnu reglugerðarákvæði um stöðugleka byggðan á veiðireynslu jafn hátt undir höfði.  

Ruv ber þetta svo fram sem fræðsluefni!

Sigurður Þórðarson, 23.7.2009 kl. 14:29

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er bara að esb umræðan hefur veið svo útá túni á ísl. mörg undanfarin ár.   Ranghugmyndirnar þvílíkar og málflutningur oft með þeim hætti að öllu er snúið á haus og lesið afturábak - þá bregður sumum í brún er þeir heyra hlutlaust fræðilega umfjöllun.  Það er bara þannig.

 Það sem Aðalsteinn sagði td. varðandi sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna og líkleg áhrif hennar á ísl. við aðild - var alveg nákvæmlega rétt.  Hlutlaus fræðileg úttekt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2009 kl. 21:38

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ómar þú stendur sjálfur á haus og sérð allt öfugt!

Ég hef farið á fyrirlestur há einum fremsta þjóðréttafræðingi Noregs um sjávarútvegsstefnu EB og treysti orðum hans betur en launuðum agent frá ESB, sem heldur því fram að allir hagsmunaaðilar á Íslandi og Noregi misskilji allt.  Þessi speki verður ekki gáfulegri þó þú og Rúv kalli hana "hlutlausa fræðilega úttekt".

Sigurður Þórðarson, 23.7.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband