Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin lćtur undan ţrýstingi

Ţađ er algjörlega óskiljanlegt ađ ríkisstjórnin skuli ćtla ađ taka Icesave-máliđ út úr nefnd á svo viđkvćmu stigi. Ríkisstjórnin er augljóslega ađ láta undan útlendum ţrýstingi, s.s. hollenska utanríkisráđherrans. Ţađ er eftirtektarvert ađ ţingmenn Samfylkingarinnar virđast vera ćstir í ađ samţykkja ţetta sem allra fyrst, en ţeir hafa sjálfir samviskubit yfir sofandahćtti sínum á međan Icesave-ćxliđ óx. Ţeir virđast vera reiđubúnir ađ láta ţjóđina og komandi kynslóđir blćđa.

Ţingmenn Vinstri grćnna virđast sumir hverjir ekki átta sig á málinu og hafa jafnvel látiđ sig hverfa á sjóinn eđa annađ ţegar máliđ er til umfjöllunar.

Ţađ grátlegasta í stöđunni er ađ ţeir sem bera mestu ábyrgđina á hruninu og sátu ekki einungis viđ spilaborđiđ heldur útdeildu spilapeningum og tóku jafnvel til sín líka - drjúgur hluti af ţingflokki Sjálfstćđisflokksins - standa nú ásakandi međ vísifingurinn reiddan og benda af offorsi á ţá sem ćtla nú ađ fara leiđina sem ţeir stungu sjálfir upp á í október.

Ţjóđin á betra skiliđ, m.a. ađ fariđ sé gaumgćfilega yfir stöđuna, og mörg hundruđ milljarđa ábyrgđ rćdd í ţaula. Liđiđ sem grét sig inn á ţing og ţóttist öllu ćtla ađ bjarga ćtti ađ sjá sóma sinn í ađ mćta í vinnuna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Máliđ hefur veriđ í ţremur nefndum. Nú situr ţađ eftir í fjarlaganefnd og reynt verđur til ţrautar ađ ná víđtćkri sátt. Tíđinda er ađ vćnta á morgun.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráđ) 22.7.2009 kl. 19:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband