5.7.2009 | 15:16
Vinstri grænir reiðir en varnar- og úrræðalausir
Auðvitað er það rétt að Davíð Oddsson á mikinn þátt í því að Ísland er nánast komið á hausinn en siðlaus einkavinavæðing og andvaraleysi gagnvart gegndarlausri skuldasöfnun þjóðarbúsins er höfuðorsök hrunsins. Það eitt verður ekki til þess hægt sé strika yfir vel rökstudda gagnrýni Davíðs Oddssonar á ömurlega vinnubrögð Steingríms J. og Jóhönnu, að vilja skrifa upp á allar kröfur Breta til þess að þóknast "alþjóðasamfélaginu".
Úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar er einu orði sagt algjört enda villti hún um fyrir kjósendum fyrir sl. kosningar um gríðarlegt umfang vandans og hefur hafnað öllum ábyrgum leiðum til aukinnar s.s. að stórauka fiskveiðar.
Frjálslyndi flokkurinn benti á fyrir síðustu kosningar að eina færa leiðin er sú að gera sér grein fyrir vandanum og viðurkenna að hann sé þess eðlis að íslensk stjórnvöld þurfi að semja við lánardrottna um afskriftir skulda. Það verður ekki gert með einhverjum gorgeir eða skeytasendingum til útlendinga. Fyrir Íslendinga sem byggja afkomu sína að miklu leyti á miklum útflutningi - og innflutningi - er brýnt að fara leið sem lokar ekki mörkuðum. Það er miklu nær að semja um viðráðanlega greiðslu og leita leiða til þess að auka tekjur samfélagsins s.s. með sókn í sjávarútvegi. Í fjárlagagatið verður ekki stoppað með því að hér bætist hundrað manns við alltof langa atvinnuleysisskrá á dag. Þessu verður ekki breytt nema með almennum aðgerðum s.s. miklu miklu lægri vöxtum.
Samfylkingin og Vg virðast trúa því að allt lagist af sjálfu sér með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og hækka brennivínið.
Ósvífin og ódýr afgreiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 181
- Sl. sólarhring: 184
- Sl. viku: 249
- Frá upphafi: 1019518
Annað
- Innlit í dag: 149
- Innlit sl. viku: 208
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 143
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Ekki gleyma þessu http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/23/hagfelld_nidurstada_i_augsyn/
Þorri (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 15:38
Var einhver sem trúði því að ,,Vinstristjórnin" myndi laga það grafalvarlega ástand sem þjóðin er komin í? Eitt stykki þjóðargjaldþrot. Það er rétt að Steingrímur J. og Jóhanna hafa engar lausnir af þeirru einföldu ástæðu að það eru einfaldlega engar lausnir. Landið er hrunið. Allt sem við þekktum áður er farið. Og nú þarf fólk að koma sér saman um hvernig samfélag það vill skapa hér á næstu 20-30 árum. Sjálfstæðisbarátta taka tvö. Og þá gilda allar þessar gömlu klisjur um að þjóðin þurfi að standa saman. Því við vitum öll að öflin sem komu okkur á þann stað sem við erum í dag eru ennþá virk og bíða færis um að hirða allar eignir þjóðarinnar aftur til sín.
En ég held því miður að íslensku þjóðinni finnist talsvert þægilegra að fá sér kaffibolla á sunnudagsmorgni og blogga um ófarir gamalla pólitískra andstæðinga.
Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærsti flokkurinn, og það er ekki gamli Sjálfstæðisflokkurinn þar sem heiðarlegt, venjulegt fólk starfaði að málefnum sem kæmu allri þjóðinni til góða. Það fólk er allt farið úr flokknum. Því fólki var einfaldlega misboðið. Og í öðrum flokkum missti fólk einfaldlega trúnna gegn ofureflinu. Og svo framvegis. Við vitum þetta öll. Gefum fólki smá séns.
Enginn nema íslenska þjóðin mun koma sér út úr þeim gríðarlega vanda sem við eigum við að etja.
Gunnar (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 16:03
Það verður snúið að koma sér út úr þessu, en miðað við það sem kom upp úr kjörkössunum þá hefði mátt telja að stjórn Vg og S væri það skásta sem var í spilunum til að koma á raunverulegri tiltekt og nauðsynlegum breytingum á þeim kerfum sem hafa komið þjóðinni á vonarvöl.
Sigurjón Þórðarson, 5.7.2009 kl. 16:38
Gerði Davíð mistök ? Það skulum við vona.... Olli Davíð kreppunni með því að auka frelsi í íslensku atvinnulífi ? Nei.
Jafnvel fyrir þá sem vilja trúa því að Davíð sé sekur um þetta allt saman, þá óska ég þeim þess að þeir verði samt ekki blindir á það sem Davíð segir. Það er enn leitun að skýrmæltari manni og mjög óskandi að fólk taki afstöðu til þess sem hann segir.
Haraldur Baldursson, 5.7.2009 kl. 17:58
Eins og þú veist Kristinn, þá studddi Davíð Oddsson eða lét óátalið siðlaustog glórulaust kvótakerfi í sjávarútvegi - þegar Valdimarsdómurinn féll fyrir 10 árum hótaði Davíð nánast hæstarétti með því að landið legðist í auðn ef að kerfinu yrði breytt og taldi að þjóðin þyrfti að flytja til Kanarí.
Reyndar þá tók Steingrímur J. þátt í því á sama tíma að snúa út úr Valdimarsdómnum enda hefur hann verið mikill fylgismaður kvótakerfisins. Og ef einhver er að velta vöngum yfir því hvers vegna lítið sem ekkert breytist í sjávarútvegskerfi landsmanna þó svo að kerfið sé gjaldþrota hvernig sem á það er litið þá er svarið líklegast að Steingrímur haldi verndarhendi yfir því.
Sigurjón Þórðarson, 5.7.2009 kl. 18:00
Ég hef nú ekki fylgst nógu vel með. Ætlar vinstri stjórnin að hækka brennivínið? Nú er mér nóg boðið.
Ég hlýt að endurskoða veru mína í ónefndum bindindisflokki við þessar fregnir.
Bakkus lifi! Skál.
Sigurður Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 20:02
Embættismenn og stjórnmálamenn hafa komið öllu til andskotans hér á eyjunni vegna spillingar og rotnunar borgarastéttarinnar,nú blasir við eymd alþýðunnar án allrar vonar um neina lausn nema við losum okkur við fjórflokkana og fáum alþjóðasamfélagið til að dæma þessa glæpamenn.Allflestir þjóðfélagsþegnar þessa lands eiga engan þátt þessari firringu og við eigum ekki að borga fyrr en eigur þessara mann hafa gengið uppí meinta skuld. Davíð er að fyrra sina ábyrgð með að tjá sig um undirstöðuatriði samtímans og leiða í ljós nýjan veruleikaleysisvitleysu,semsé jú menn mega"transforma" einsog Steingrímur j það er ekkert víst jón og Gunna fatti.
Luðvík (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.