Leita í fréttum mbl.is

Vinstri grænir reiðir en varnar- og úrræðalausir

Auðvitað er það rétt að Davíð Oddsson á mikinn þátt í því að Ísland er nánast komið á hausinn en siðlaus einkavinavæðing og andvaraleysi gagnvart gegndarlausri skuldasöfnun þjóðarbúsins er höfuðorsök hrunsins. Það eitt verður ekki til þess hægt sé strika yfir  vel rökstudda gagnrýni Davíðs Oddssonar á ömurlega vinnubrögð Steingríms J. og Jóhönnu, að vilja skrifa upp á allar kröfur Breta til þess að þóknast "alþjóðasamfélaginu".

Úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar er einu orði sagt algjört enda villti hún um fyrir kjósendum fyrir sl. kosningar um gríðarlegt umfang vandans og hefur hafnað öllum ábyrgum leiðum til aukinnar s.s. að stórauka fiskveiðar.

Frjálslyndi flokkurinn benti á fyrir síðustu kosningar að eina færa leiðin er sú að gera sér grein fyrir vandanum og viðurkenna að hann sé þess eðlis að íslensk stjórnvöld þurfi að semja við lánardrottna um afskriftir skulda. Það verður ekki gert með einhverjum gorgeir eða skeytasendingum til útlendinga. Fyrir Íslendinga sem byggja afkomu sína að miklu leyti á miklum útflutningi - og innflutningi - er brýnt að fara leið sem lokar ekki mörkuðum. Það er miklu nær að semja um viðráðanlega greiðslu og leita leiða til þess að auka tekjur samfélagsins s.s. með sókn í sjávarútvegi. Í fjárlagagatið verður ekki stoppað með því að hér bætist hundrað manns við alltof langa atvinnuleysisskrá á dag. Þessu verður ekki breytt nema með almennum aðgerðum s.s. miklu miklu lægri vöxtum.

Samfylkingin og Vg virðast trúa því að allt lagist af sjálfu sér með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og hækka brennivínið.


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þorri (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 15:38

2 identicon

Var einhver sem trúði því að ,,Vinstristjórnin" myndi laga það grafalvarlega ástand sem þjóðin er komin í? Eitt stykki þjóðargjaldþrot. Það er rétt að Steingrímur J. og Jóhanna hafa engar lausnir af þeirru einföldu ástæðu að það eru einfaldlega engar lausnir. Landið er hrunið. Allt sem við þekktum áður er farið. Og nú þarf fólk að koma sér saman um hvernig samfélag það vill skapa hér á næstu 20-30 árum. Sjálfstæðisbarátta taka tvö. Og þá gilda allar þessar gömlu klisjur um að þjóðin þurfi að standa saman. Því við vitum öll að öflin sem komu okkur á þann stað sem við erum í dag eru ennþá virk og bíða færis um að hirða allar eignir þjóðarinnar aftur til sín. 

En ég held því miður að íslensku þjóðinni finnist talsvert þægilegra að fá sér kaffibolla á sunnudagsmorgni og blogga um ófarir gamalla pólitískra andstæðinga.

Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærsti flokkurinn, og það er ekki gamli Sjálfstæðisflokkurinn þar sem heiðarlegt, venjulegt fólk starfaði að málefnum sem kæmu allri þjóðinni til góða. Það fólk er allt farið úr flokknum. Því fólki var einfaldlega misboðið. Og í öðrum flokkum missti fólk einfaldlega trúnna gegn ofureflinu. Og svo framvegis. Við vitum þetta öll. Gefum fólki smá séns.

Enginn nema íslenska þjóðin mun koma sér út úr þeim gríðarlega vanda sem við eigum við að etja.

Gunnar (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það verður snúið að koma sér út úr þessu, en miðað við það sem kom upp úr kjörkössunum þá hefði mátt telja að stjórn Vg og S væri það skásta sem var í spilunum til að koma á raunverulegri tiltekt og nauðsynlegum breytingum á þeim kerfum sem hafa komið þjóðinni á vonarvöl.

Sigurjón Þórðarson, 5.7.2009 kl. 16:38

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Gerði Davíð mistök ? Það skulum við vona.... Olli Davíð kreppunni með því að auka frelsi í íslensku atvinnulífi ? Nei.

Jafnvel fyrir þá sem vilja trúa því að Davíð sé sekur um þetta allt saman, þá óska ég þeim þess að þeir verði samt ekki blindir á það sem Davíð segir. Það er enn leitun að skýrmæltari manni og mjög óskandi að fólk taki afstöðu til þess sem hann segir.

Haraldur Baldursson, 5.7.2009 kl. 17:58

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Eins og þú veist Kristinn, þá studddi  Davíð Oddsson eða lét óátalið siðlaustog glórulaust kvótakerfi í sjávarútvegi - þegar Valdimarsdómurinn féll fyrir 10 árum hótaði Davíð nánast hæstarétti með því að landið legðist í auðn ef að kerfinu yrði breytt og taldi að þjóðin þyrfti að flytja til Kanarí.

Reyndar þá tók Steingrímur J. þátt í því á sama tíma að snúa út úr Valdimarsdómnum enda hefur hann verið mikill fylgismaður kvótakerfisins.  Og ef einhver er að velta vöngum yfir því hvers vegna lítið sem ekkert breytist í sjávarútvegskerfi landsmanna þó svo að kerfið sé gjaldþrota hvernig sem á það er litið þá er svarið líklegast að Steingrímur haldi verndarhendi yfir því.

Sigurjón Þórðarson, 5.7.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég hef nú ekki fylgst nógu vel með. Ætlar vinstri stjórnin að hækka brennivínið? Nú er mér nóg boðið.

Ég hlýt að endurskoða veru mína í ónefndum bindindisflokki við þessar fregnir.

Bakkus lifi! Skál.

Sigurður Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 20:02

7 identicon

Embættismenn og stjórnmálamenn hafa komið öllu til andskotans hér á eyjunni vegna spillingar og rotnunar borgarastéttarinnar,nú blasir við eymd alþýðunnar án allrar vonar um neina lausn nema við losum okkur við fjórflokkana og fáum alþjóðasamfélagið til að dæma þessa glæpamenn.Allflestir þjóðfélagsþegnar þessa lands eiga engan þátt þessari firringu og við eigum ekki að borga fyrr en eigur þessara mann hafa gengið uppí meinta skuld. Davíð er að fyrra sina ábyrgð með að tjá sig um undirstöðuatriði samtímans og leiða í ljós nýjan veruleikaleysisvitleysu,semsé jú menn mega"transforma" einsog Steingrímur j það er ekkert víst jón og Gunna fatti.

Luðvík (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband