Leita í fréttum mbl.is

Alþjóðleg stofnun greinir frá því að margir Íslendingar hafi verið dæmdir saklausir

Fyrr í mánuðinum greindi ég frá því að ágætur kunningi minn, smábátasjómaður, væri á leið fyrir dómara. Hann átti að hafa lagt línu með nokkrum krókum á inn á friðuð svæði. Í þeirri færslu rakti ég efasemdir um að þessi friðunarstefna og þessar friðunaraðgerðir væru byggðar á traustum grunni. Staðreyndirnar tala sínu máli, árangurinn er að við veiðum einungis þriðjunginn af því sem stefnt var að þegar hafist var handa við meinta uppbyggingu.

Nú hef ég undir höndum glænýja ráðgjöf ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, þar sem höfð er uppi kunnugleg rulla um að of mikið hafi verið veitt og að rétt sé að veiða minna til að hægt sé að veiða meira seinna. Og þetta er sagt þrátt fyrir að veiði sé við sögulegt lágmark. Það sem vakti sérstaka athygli mína í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins var að skyndilokanir sem hafa verið notaðar frá árinu 1976, þar sem lokað er um tveggja vikna skeið ef fjórðungur aflans er undir viðmiðunarmörkum, eru gagnslausar að mati ráðsins. Þær hafa verið notaðar til einskis frá 1976! 

Þessi dómur Alþjóðahafrannsóknaráðsins um árangur skyndilokana gefur sterklega til kynna að margir íslenskir sjómenn hafi verið dæmdir á hæpnum forsendum og hafi verið saklausir af ávirðingum sem á þá eru bornar.

A quick-closure system has been in force since 1976, aimed at protecting juvenile fish. Fishing is prohibited, for at least two weeks, in areas where the number of small cod (< 55 cm) in the catches has been observed by inspectors to exceed 25%. A preliminary evaluation of the effectiveness of the system indicates that the relatively small areas closed for a short time do most likely not contribute much to the protection of juveniles.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Málið er það að offar fiskveiðstjórnarlaganna hvað réttarfar varðar er á skjön við flest aðra lagasmíð hér á landi, hvoru tveggja hvað varðar sektarákvæði við brotum stjórnvaldsákvarðana, svo ekki sé minnst á hina síbreytilegu reglugerðarsetningu um friðun svæða og lokanir í því sambandi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.6.2009 kl. 02:05

2 identicon

Á austfjarðar og suðausturmiðum á áttunda áratugi voru stundaðar árlega smáfiskadráp af öllum togaraflota landsins aflinn algengur 20 til 40 tonn eftir stuttan togtíma.þá var allgengt að þriðjungur aflans endaði í lest, skyndilokanir voru einkverjar í gangi þá heyrði maður.Skipstjórar landsins eru ábyrgðarmenn og eru ekki saklausir af þeim ávirðingum sem á þá eru bornar, hafa hagað sér einsog Pakistani fullur af afgann.

Lúðvík (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 12:57

3 identicon

Oft hefur mig undrað sá munur, sem er á framfylgd laga og reglugerða um friðun einstakra svæða, bæði til skamms tíma og lengri. Yfir sumarið er kannski oft í viku tilkynnt um lokanir á hinum og þessum svæðum fyrir línu- og handfæraveiðum. Gott og vel, þetta er sjálfsagt lögum samkvæmt, enda framfylgt af mikilli hörku og ströngu eftirliti úr lofti og á legi, eins og dæmið sýnir, sem þú bendir á, Sigurjón. Á sama tíma horfir maður upp á dragnótaveiðar langt innan við friðunarlínur, dag út og dag inn. Enginn lítur eftir og enginn gerir neitt. Þú kannski kannast við það, Sigurjón, á þeim stað þar sem þú býrð, að dragnótaveiðar eru stundaðar þarna allt sumarið og enginn fer eftir neinum reglum. Sumir hafa að mér er sagt hringt og skrifað og kvartað um eftirlitsleysi. Jú, jú, svo kemur kannski varðskip - í nóvember, þegar öllum dragnótaveiðum er hætt! Einn kunningi minn, sem býr þarna í næsta nágrenni þínu, Sigurjón, sagði mér svona frá.  Af hverju þetta dálæti á dragnótinni hjá Hafró?

Trillukarl (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 12:59

4 Smámynd: Jón Kristjánsson

Ég held að Sigurjón sé að benda á að smáfiskafriðun hafi ekki borið þann árangur sem ætlast var til, að gefa meira af stórum fiski seinna.

Friðun smáfiskjar virðist beinlínis hafa leitt til fæðuskorts, þyngd eftir aldri er í lágmarki. Þó mönnum virðist hafa verið drepið mikið af smáfiski þá fer ekki milli mála að skyndi- og svæðalokanir hafa verið gríðarlegar, en sú stefna hefur leitt til þess að nú étur hver annan eða hver frá öðrum, enda stofninn dregist stórlega saman og aflinn fjórðungur þess sem áður var.

Jón Kristjánsson, 22.6.2009 kl. 14:05

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég fór að velta fyrir mér smáfiskaumræðunni í framhaldi af því er við færðum út í 50 mílurnar 1972. Bretarnir sem stórtækastir höfðu verið í smáfiskadrápinu þurftu þá að færa sig út af grunnunum og við það átti afli okkar að aukast sem því næmi - og helst gott betur. Bretarnir höfðu frá 1950 veitt um 40% af heildar þorskaflanum sem að jafnaði var 450 þúsund tonn. Bretarnir höfðu sem sagt verið að drepa 150-200 þúsund tonn af smáfiski hér við land í tvo áratugi án þess að afli hefði minnkað. Nokkrum árum seinna eru Bretarnir endanlega farnir og við komnir með 100 nýja skuttogara og náðum með þeim að halda í horfinu. En það var að sjálfsögðu ekki nógu gott því það átti að vera einhver áþreifanlegur ávinningur af útfærslu landhelginnar. Því var brugðið á það ráð að vernda smáfiskinn - svo hann mætti seinna verða stór saltfiskur. Því var ráðist í að stækka trollmöskvann, koma skrapdagakerfi á og skyndi- og svæðalokunum sem við vitum hversu mikið gagn hefur gert - eða hitt þó heldur. Síðan Ólimpískar veiðar voru aflagðar hér við land eru liðin rúm 30 og "árangurinn" lýgur ekki.      

Atli Hermannsson., 22.6.2009 kl. 23:20

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það að ekki hringi neinum bjöllum að veiðin verði sífellt minni eftri því sem "ráðgjöf" reiknisfiskifræðinganna er fylgt nákvæmar, segir sína sögu.

Sigurjón Þórðarson, 23.6.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband