Leita í fréttum mbl.is

100% vaxtamunur

Það er spurning hvort hægt sé að tala um stjórn efnahagsmála á Íslandi, hvort ekki sé réttara að tala um að hlutirnir séu látnir flæða, þeir veltast einhvern veginn um. Krónan hefur lekið niður og vextir eru ennþá gríðarlega háir. Þrátt fyrir samdrátt og mikla erfiðleika í rekstri fyrirtækja virðist gríðarleg tregða við að lækka útlánsvexti.

Þeirri tregðu er ekki fyrir að fara þegar skoðaðir eru þeir vextir sem ríkisbankarnir bjóða innlánseigendum þar sem þeir hafa hríðlækkað. Hæstu innlánsvextir sem Kaupþing býður upp á eru liðlega 8% en þá þarf maður að eiga 100 milljónir króna á reikningi hjá bankanum. Yfirdráttarlán einstaklinga eru í kringum 16% þannig að vaxtamunurinn slagar augljóslega upp í 100%.

Nú er ég ekki að segja að 8% vextir séu lágir vextir þegar það er nánast verðhjöðnun, en það segir þá enn meira hvers konar rugl það er að bjóða fyrirtækjum sem berjast í bökkum upp á á annan tug prósenta í vaxtagreiðslur. Stjórnvöld hljóta nú að fara að fara miklu hraðar í vaxtalækkun og stefna á eðlilegan vaxtamun í landinu. Það er ekkert í efnahagslífinu sem kallar á þessa háu vexti.

Nú er vonandi að ríkisstjórnin taki sér tak og boði aðgerðir, s.s. auknar veiðar, til að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar og lækka strax útlánsvexti til að gefa lífvænlegum fyrirtækjum kost á að draga andann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki fall krónunnar stjórnuð aðgerð, að reyna að auka vægi útflutningsins og að færa gengið innanlands sem næst því gengi sem er erlendis (1 evra kostar hér tæpar 190 ISK en þú færð í dag lítið meira en 200 ISK fyrir eina evru erlendis)?

Á þetta ekki einmitt að gera gjaldeyrishömlur óþarfar og takmarka ávinning jöklabréfaeigenda?

Einn írskur stjórnmálamaður hvatti fyrir skemmstu landa sína til að leggja evrunni og taka aftur upp Írskt pund og gera síðan eins og íslendingar gerðu, þ.e. að láta gjaldmiðilinn hrapa.

Þetta taldi hann vera bestu leiðina út úr þeirri kreppu sem Írland er í þessa daganna.

Það skyldi þó aldrei vera að atburðarás undanfarinna mánaða sé hluti af heildaráætlun?

Sigvaldi

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband