22.5.2009 | 12:03
Borgarahreyfingin dregur sig í hlé
Það er áhugavert að fylgjast með þjóðinni á þingi. Margir bundu vonir við að þjóðarflokkurinn léti duglega til sín taka um helstu pólitísku álitamál samfélagsins. Þess vegna kom mér verulega á óvart að Borgarahreyfingin sæi ekki nokkra ástæðu til að taka þátt í umræðu um fyrningu aflaheimilda á þinginu í fyrradag. Markmiðið með henni er m.a. að koma til móts við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, ekki síður að auðlindir þjóðarinnar lendi ekki í höndunum á erlendum lánardrottnum og enn fremur að gera skuldug sjávarútvegsfyrirtæki rekstrarhæf. Það er deginum ljósara að engin sátt verður um það að skuldir verði afskrifaðar í stórum stíl og að haldið verði áfram að veðsetja og leigja aflaheimildir eins og ekkert sé. Kvótakerfið markaði upphaf hrunsins og er nauðsynlegt að taka á málum.
Þó að ég hefði viljað fara aðra leið, fara í aukningu veiðiheimilda sem hefði verið úthlutað af jafnræði, er fyrningarleiðin skoðunar virði og furðulegt að Borgarahreyfingin hafi ekki skoðun á málinu.
Þegar ég sá þetta ákvað ég að kanna hvaða þingmál Borgarahreyfingin leggur áherslu á. Á þeim mánuði sem brátt er liðinn frá alþingiskosningum hafa liðsmenn Borgarahreyfingarinnar ekki séð ástæðu til að leggja fram eitt einasta mál ef frá er talið að Birgitta Jónsdóttir er meðflutningsmaður á fortakslausu banni við nektarsýningum. Einhvern veginn held ég að það mál brenni ekki á mörgum heimilum í landinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Sæll Sigurjón
Eitthvað hefur þú misskilið mig. Ég er algjörlega sammála þér engin lifandi leið er að afskrifa skuldirnar hjá þessum mönnum og afhenda þeim síðan fyrirtækin og kvótann eins og ekkert hafi í skorist!
Þetta er auðvitað kvótinn, sem á að innkalla strax og síðan geta aðrir tekið við stjórn fyrirtækjanna og spreytt sig við að leigja kvótann! þeir sem hafa sett sín fyrirtæki á hausinn missa auðvitað fyrirtækin sín með öllu sem tilheyrir. Það er hins vegar verra með þá sem hafa keypt sína kvóta dýrum dómum og eru kannski enn að basla við að borga að honum, en ég get ómögulega skilið að hægt sé að svipta þá þessum heimildum bótalaust!
Fóru Lehman Brothers og Hypo Vereinsbank AG á hausinn vegna kvótakerfisins? Nei, það var græðgi bankamanna og útrásarvíkinga um heim allan, ónógt eftirlit þar til bærra stofnana og sofandaháttur fjölmiðla og stjórnmálamanna sem orsakaði þessa heimskreppu, sem við förum svo illa út úr.
Kvótakerfið er ekki upphaf alls ills í heiminum, þótt það sé meingallað eins og það er og þurfi breytinga við!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.5.2009 kl. 12:18
Heill og sæll; Sigurjón, æfinlega !
Svo; sem mér bauð í grun, mjög fljótt,, að afloknum kosningum, reynist þorri ''Borgara hreyfingar'' meðlima vera lýðskrumarar og fjölmiðla sæknir kjánar, að megin uppistöðu.
Undirstöðu atvinnuvegir okkar; eru þessum mannskap, algjört aukaatriði - eins og aumleg málafylgja þeirra, hefir sýnt, að undan förnu, og keppikeflið helzt, að gera krötum og Kommúnistum, til hins mesta hæfis, í dauðyfla hættinum.
Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 12:18
Það er mjög skýrt í stefnu Borgarahreyfingarinnar að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera í þjóðareigu.
Heiða B. Heiðars, 22.5.2009 kl. 13:15
Það er gott að heyra að Guðbjörn að við séum sammála í miklum megin efnum en hins vegar er ég á því að það sé út í hött að stýra fiskveiðum á öllum fiskveiðum eins og um eitt mengi sé að ræða.
Óskar, maður sér að Egill Helgason fjölmiðlamaður númer eitt heldur mikið upp á þjóðarflokkinn og lætur að því liggja að aðrir séu hálfgerð hænsn í umræðu um sætaskipan í fastanefndum þingsins. Ég kannast nú ekki við að það hafi verið mikil festa í sætaskipan nema hvað það varðar að formaður sat í forsæti og varaformaður til hliðar við formann. Ég hef um langt skeið verið fylgjandi því að allir nefndarfundum væri sjónvarpað á netinu en það yrði til þess að fundir yrðu formfastari og að þingmenn hyrfu ekki margir hverjir í prófkjörsvertíðinni.
Heiða, ef að stefnan er skýr þá ætti að vera hægur leikur að tala fyrir henni - ekki satt?
Sigurjón Þórðarson, 22.5.2009 kl. 13:25
Viðar ertu hættur í Frjálslynda flokknum?
Sigurjón Þórðarson, 22.5.2009 kl. 14:03
Komið þið sæl; á ný !
Viðar Helgi ! Hvaða andskotans gjálfur er þetta; í þér, drengur ?
Sjálfur; hefir þú lokað, á helvítis athugasemda kerfi þitt - en þenur þig svo, í öðrum plássum.
Fæ ekki séð; að einhverju máli skipti, þókt svo Guðjón Arnar sæti, allt til sinnar elli, í formanns stólnum, gott fólk. Reyni þá bara aðrir, að gera eitthvað betur en hann - hafi þá nokkur þor til.
Með fullri virðingu; fyrir ykkur; sumum langskóla genginna, hygg ég, að Guðjón hafi meiri lífsreynslu á byggja - eftir sjóvolk sitt, sem streð margvíslegt; árin um kring.
Hver; er annars tilbúinn, að skipta við kauða, í FF, í fyllstu alvöru þessarra mála, almennt ?
Með; hinum beztu kveðjum - sem þeim fyrri, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 14:57
ha?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.5.2009 kl. 16:01
Það er mikill munur á þjóðareign og ríkiseign.Þjóðfáninn er til að mynda ekki eign ríkisins þótt hann sé sem tákn eign íslensku þjóðarinnar, og ríkið getur þar af leiðandi ekki fénýtt sér fánann.Sama er með þjóðsönginn.Þjógarðurinn á þingvöllum er hinsvegar eign íslenska ríkisins og getur þess vegna fénýtt sér hann,svo framarlega sem það stangast ekki á við lög.Íslenska ríkið hefur aldrei átt veiðirétt einhliða á Íslandsmiðum og ekki kóngur Íslands þar áður.Íslenska ríkið getur því ekki fénýtt sér Íslandsmið nema taka veiðiréttinn af þeim sem hafa haft hann frá alda öðli, það eru þeir aðilar sem eiga skip.Það heitir einhliða þjóðnýting atvinnurekstrar og ríkisvæðing og boðar ekkert annað an lækkað kaup hjá öllum landslýð og eyðingu landsbyggðar.Hinn nýi Tími Mugabes norðursins er kominn.
Sigurgeir Jónsson, 22.5.2009 kl. 21:16
Þau verða auðvitað undir smásjánni Borgarahreyfingin sem fékk fjóra þingmenn út á fá og heldur rýr málefni. Fróðlegt að lesa um langhundageð Viðars en það er eflaust pláss fyrir hann í Vinstri grænum fyrst hann treystir sér ekki að styðja Borgarahreyfinguna samkvæmt bloggfærslu hér að ofan . Það er nú þannig að oft er það siður lítilla bóga að andskotast út í stjórnir og þá einmitt með þessum upphrópunum , lýðræðismisfærslum, svikum, getuleysi os. frv. Reyndar hefur Viðar gefið kost á sér í stjórn og það var heldur dapurt að hann skyldi ekki ná kjöri en það skyldi þó aldrei vera að hann, með sinni framkomu fyrir kosningar, beri einhverja ábyrgð á hruni flokksins og ekki hefur hann svarað því hvort hann hafi yfirhöfuð kosið Frjálslynda síðast. Sigurgeir, er einhver að tala um ríkisútgerð ? Er það með því að taka fyrirtækin upp í skuldir við ríkisbankana? Auðvitað er munur á þjóðareign og þjóðnýtingu. Það er eflaust öllum ljóst. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.5.2009 kl. 23:48
Mér heyrist Borgarahreyfingin vera að tapa fluginu. Viðar var ákaflega ósáttur við að fá ekki að leiða lista í öðru hvoru R-kjördæminu. Hann sem hrópar svo hátt um lýðræði sætti sig ekki við að verða undir á félagsfundi í lýðræðislegri kosningu. Þessi blessaði Viðar sem setti inn í lög félags Ungra frjálslyndra að HANN ætti að velja þá sem sitja í stjórn en ekki aðalfundur. Það er rétt hjá ykkur Sigurjón og Kolbrún, þetta er sami Viðar sem titlar sig formann Ungra frjálslyndra en kaus Vinstri- græn. Hann er náttúrulega illa haldinn af sama "sindrúmi" og hrellir Jón Magnússon flokka flakkara og Heilaga Ásgerði Jónu. Og gott ef hann er ekki líka illa haldinn af sama einræðis heilkenninu sem hrellir Eirík Stefánsson þ.e. Idi Amin heilkenninu. Ég er á þeirri skoðun að Viðar hafi fyrirgert öllu trausti félaga sinna í Frjálslynda flokknum ef hann er þá ennþá í flokknum...e.t.v. var það hann og Eiríkur sem hleyptu upp fundinum í Borgarahreyfingunni. Kæmi mér ekki á óvart!
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 21:17
Við benda Helga Helgasyni á það að hlýða á viðtal mitt í Tebollanum á Lýðvarpinu, við Eirík Stefánsson sem er í Samfylkingunni.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.5.2009 kl. 01:13
Nei, Guðrún María, mér dettur það ekki í hug.
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 22:01
Þér færi nú ágætlega Helgi að fara að líta í eigin barm, áður en þú kastar fleiri steinum úr glerhúsi, í fólk sem farið er úr flokk þessum, og varla getur talist meðferðis í einhvers konar erjum sem greinilega enn eru til staðar, þrátt fyrir hinn góða anda, allra handa.
kv.Guðrún Maria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.5.2009 kl. 00:27
Þú ert greinilega alveg gengin til handar einni konu í einum flokk! Er ekki rétt að minna þig á hvernig einn flokkur blekkti eitt fólk í framboð fyrir sig? Maður að nafni Garðar Björgvinsson, sem ég higg að þú kannist við, blekti fólk til þess að skrifa undir meðmælandalista fyrir einn flokk er kallast Lýðræðishreyfingin. En þegar til kom þá var eitt fólk að játast því að fara í farmboð fyrir þann eina sama flokk. Þér fer sjálfri að líta í eigin barm ágæta Guðrún María.
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:00
Sverrir Hermannsson hvað?
Megi hvítasunnuhátíðin gera ykkur gott ágæta fólk.
kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.5.2009 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.