Leita í fréttum mbl.is

Kynjabull

Það er merkilegt að meðan íslenskt efnahagslíf er nánast á heljarþröm, gengi krónunnar hríðfellur, ríkið neyðist til að taka í fangið hvert fyrirtækið á fætur öðru og vextir eru gríðarlega háir telur viðskiptaráðherra tíma sínum best varið í að leggja fram furðulegt frumvarp um sérstaka upplýsingagjöf um kynjahlutföll í stjórnunarstöðum fyrirtækja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Er ekki allt í lagi með þetta lið?

Ja það eru ekki merkileg málin sem þarf að sinna þarna á "heimilinu"

Guðrún Jóhannesdóttir, 20.5.2009 kl. 18:20

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta virðist vera helsta málið.

Sigurjón Þórðarson, 20.5.2009 kl. 18:24

3 identicon

Já, er það ekki merkilegur andskoti að konur vilja standa körlum jafnfætis í að koma samfélaginu upp á lappirnar?

Konur ættu kannski bara að fara að tillögu þinni og segja við ykkur karlana: Þið megið þá bara eiga þessi vandræði einir fyrst þið ætlið ekki að leyfa okkur að vera með í að laga hlutina! Hvernig líst þér á það?

Mín vegna megið þið karlarnir eiga þessi vandræðir einir, en mér sýnist að gerð verði krafa til okkar kvenna um að við borgum líka fyrir óábyra stjórn og fjárglæfraskap og þess vegna geri ég þá kröfu að í nefndunum sé jafnt hlutfall kvenna og karla.

Helga (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 20:04

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Veistu það Helga mér svo nákvæmlega sama hvort að það sé mikill meirihluti kvenna á þingi eða hvað þá að ef konur væru einráðar í ríkisstjórn Íslands þ.e. ef einstaklingarnir sem um ræðir væru að sinna verkefni dagsins sem ætti að vera að leysa úr bráðum efnahagsvandræðum þjóðarinnar.

Það er ekki gert með því að þvæla um kynjaupplýsingar í ársreikningum fyrirtækja.

Sigurjón Þórðarson, 20.5.2009 kl. 20:33

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Konan vill ekki vera í stjórn og mér standa því tveir kosti til boða þ.e. leggja upp laupana eða fara í kynskiptaaðgerð.  Var  ekki ríkisstjórnin að lýsa því yfir að hún styddi kynskiptiaðgerðir?

Sigurður Þórðarson, 20.5.2009 kl. 20:43

6 identicon

Sigurjón, ég er ósammála. Ég vil hafa bæði kynin jafnt í öllum nefndum á þingi. Ég vil að konur og karlar vinni saman á jafnréttisgrundvelli við að leysa vanda þjóðarinnar.

Það er mikill misskilningur að femínistar vilji komast að og senda karlana í burtu. Femínistar vilja vinna á jafnréttisgrundvelli með körlum. Þegar kynin leggja bæði inn í umræðurnar jafnt eru góðar líkur á að vel gangi.

Helga (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 20:47

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jæja Helga ertu þá á því að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafi verið jafn góð eða jafn vond og ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks vegna þess að það var svipuð kynjaskipting. 

Að horfa á alla þætti stjórnunar og ákvarðanatöku út frá kynjahlutföllum er mér mjög framandi. Núna er þjóðin á barmi gjaldþrots og það er ruglað og bullað um kynjahlutföll hér og þar - Það er eitthvað mikið að.

Sigurjón Þórðarson, 20.5.2009 kl. 20:58

8 identicon

Ég er viss um að þótt það sé þér framandi að horfa á samfélag þitt með kynjagleraugum þá nærðu leikni í því fljótlega.

Varðandi spurningu þína um ríkisstjórnirnar þá voru þær báðar hræðilegar og þjóðinni dýrkeyptar. Það má vel vera að ef kynjaskiptingin í þeim hefði verið jöfn þá hefði ekki farið eins illa og fór. Það að kynin séu jöfn í nefndum og stjórnum tryggir ekki heiðarleika en það tryggir að sjónarmið beggja kynja koma fram og um það snýst jafnrétti kynjanna. Beggja kynja.

Helga (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 21:35

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hjartanlega sammála Sigurjón

Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.5.2009 kl. 00:27

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ó hvað ég er innilega sammála þér Sigurjón.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.5.2009 kl. 00:33

11 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég fullyrði að ekki hefði farið svona illa fyrir íslenskri þjóð ef þess hefði verið gætt að eitthvað réttlæti gilti í aðkomu þjóðfélagsþegna að gæðum samfélagsins en lítill hópur karla hefði ekki verið færð auðlegð Íslands á silfurfati.

Það á bæði við um nýtingarrétt á íslensku sjávarauðlindinni og við hvernig konum hefur verið kerfisbundið haldið frá þeim stöðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Konur eru 50 % af þjóðinni.

Ég var fyrir tilviljun stödd á Grand Hótel árið 2003 þegar fundur landssambands útvegsmanna stóð yfir. Ég tók þá þetta myndaskot:

http://www.youtube.com/watch?v=ZWB0hAHfFUQ

það vakti athygli mína að það var aðeins ein kona en mörg, mörg hundruð karlar á þessum fundi, fundi þar sem sýslað var mið mestu auðlindir Íslands. Ekki hefði mig þó grunað að fimm árum seinna þá hefði þessir sömu aðilar verið búnir að taka fé út úr sjávarútvegi og koma honum í einhvern bankaleik vítt og breitt um heiminn og hefðu haft frítt spil með að veðsetja mig og þig og afkomendur Íslendinga í margar kynslóðir.

það er athyglisvert að sami maðurinn og er að tala á fundi útgerðarmanna  var stjórnarformaður Glitnis þegar bankarnir féllu. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.5.2009 kl. 07:34

12 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Salvör mér finnst æði langsótt að gera kvótakerfið að einhverju kynjakvótamáli. Framsalið í kvótakerfinu og fjárstreymið út úr greininni má miklu frekar kenna um sérgæsku forystumanna Framsóknarflokks s.s. Halldórs Ásgrímssonar og sömuleiðis skoðanamótandi hagfræðinga og skriffinna um þá furðulegu hagræðingu þess að flytja aflaheimildir landhorna á milli.  Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn bera sömuleiðis ábyrgð en Jóhanna og Steingrímur voru í ríkisstjórn sem Framsókn veitti forstöðu og hratt matatorkerfinu af stað.

Þorsteinn Pálsson hélt áfram með kerfið og aflétti smám saman öllum takmörkunum á framsali þannig að byggðirnar stóðu eftir algerlega varnarlausar og fór nánast í einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró hvað varðar ráðlagða þorskveiði til þess að geta veitt meira seinna en þetta seinna er ekki enn komið, samt heldur Þorsteinn Pálsson enn áfram í leiðurum Fréttablaðsins að réttlæta kvótakerfið.

Sigurjón Þórðarson, 21.5.2009 kl. 11:17

13 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Það væri EFLAUST betur komið fyrir þjóðinni ef börnin í leikskólanum GRÆNUBORG væru þarna inn á Alþingi......, vinnubrögð Alþingis & leiksýningar þær sem þar eru setar upp eiga bara heima í leikskólum og hvergi annarstaðar..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 21.5.2009 kl. 11:38

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Margrét Tatcher jók tekjuskiptingu á Bretlandseyjum á sínum valdaárum. Ég vil samt ekki útiloka að Salvör hafi eitthvað til síns máls. Það voru Þeir Þorsteinn Pálsson og Halldór Ásgrímsson sem gengu í  það að mylja helstu auðlind þjóðarinnar undir útvalda. Hannes bróðir Salvarar fer á flug af hrifningu þegar hann lýsir hrifningu sinni yfir þessu óþurftarverki. Salvör sér á þessu mikla annmarka og og miðað við það treysti ég kvennpeningnum í fjölskyldunni mun betur.

Sigurður Þórðarson, 21.5.2009 kl. 14:39

15 identicon

Sko þegar hörmungar steðja að þá koma allskonar sértrúarhópar og hrópa: Við eru best... karlar með typpi eru vondir... við verðum að fylgja jesú...

Fólk gleymir aðalmálinu... það kæfist í köllum sértrúarsöfnuða

Hæfileikar er það eina sem skiptir máli... ef karl keyrir út í skurð þá er ekki sniðugt að segja að allir kallar keyri ofan i skurð.. því verði píkur að stjórna... nú eða Jesú...

DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 16:15

16 identicon

Mjög sammála. Þessi umræða er niðurlægjandi fyrir konur. Þær konur sem kæra sig um að taka ábirgð gera það einar og óstuddar.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 16:22

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er alveg rétt hjá þér, Sigurjón. Að þrengja þessari kynjakvótasérvizku inn í bæði stjórnarsáttmálann og umræður á alþingi, þegar stórkostlega brýn úrlausnarefni bíða afgreiðslu fyrir land og þjóð, það er þess háttar ráðalaust rugl, að farið er að minna á viðbrögð Nerós við því, þegar Róm var að brenna: að sitja bara hjá og spila á hörpu sína!

Vonandi fer ekki eins fyrir þessu liði og honum að lokum!

Jón Valur Jensson, 21.5.2009 kl. 17:18

18 identicon

jafnréttisbull?

jafnréttissinni (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 17:53

19 identicon

Það eru ekki hagsmunir kvenna að vera uppfyllingar píkur, það er alveg ljóst.... ekki vil ég heldur vera karl sem er ráðin vegna kynjakvóta.... tek það ekki í mál... niðurlægjandi fyrir alla.. nema ofurfemínista... sem eru ofsatrúarsöfnuður

DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 17:56

20 Smámynd: Haraldur Baldursson

Miklu betra er að einbeita sér að því hvað er í kollinum á fólki, heldur en að stara í sífellu á klofið á því. Sjálfsagt má margan vanda leysa með góðu klofbragði, en ekki efnahagsvanda þjóðarinnar.

Haraldur Baldursson, 22.5.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband