Leita í fréttum mbl.is

Núll núll hjá frú Jóhönnu Sigurðardóttur og herra Bjarna Benediktssyni

Það er svo sannarlega óskandi að ráðamenn taki sig á og boði raunverulegar aðgerðir en ræður forsætisráðherra og sömuleiðis stærsta stjórnarandstöðuflokksins voru afar rýrar og gefa því ekki góð fyrirheit.

Frú Jóhanna Sigurðardóttir byrjaði ræðuna á einkennilegri söguskýringu á þá leið að það hefði orðið eitthvert skyndilegt hrun fyrir 100 dögum. Þjóðin veit sem er að hrunið hófst fyrir ári á vakt Samfylkingarinnar, með hruni krónunnar og síðan hruni bankanna í október árið 2008.  Sú mynd sem forsætisráðherra dró upp hvað varðar verðbólgu, vexti og flökt krónunnar var að allt væri á réttri leið en seinna í ræðunni var helsta röksemd fyrir inngöngu í Evrópusambandið sú að ráðast gegn núverandi ástandi hvað varðar verðbólgu, ægilega vexti, óvissu í gengismálum og illræmda verðtyggingu sem ríkisstjórn hennar treystir sér að vísu ekki til að afnema.

Herra Bjarni Benediktsson nýtti ekki tækifærið til að kynna þjóðinni stefnu Sjálfstæðisflokksins og ekki bætti Ólöf Nordal neinu við nema óljósu tali um næstu kynslóðir, nýsköpunartafli og háskóla-eitthvað. 

Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins lagði þó þunga áherslu á að ekki mætti hrófla við nánast hnökralausu kvótakerfi í sjávarútvegi og varaði við hættulegri þjóðnýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar. 

Hvernig er það, veit formaður Sjálfstæðisflokksins ekki að kvótinn er meira og minna veðsettur út fyrir öll skynsamleg mörk og megnið af honum mun að óbreyttu lenda í höndunum á lánardrottnum sem eru ríkisbankarnir og sömuleiðis útlendingar?

Það er vonandi að ráðandi stjórnmálaflokkar átti sig sem fyrst á því að hvorki fyrirtækin né heimilin þola þá okurvexti sem boðið er upp á og ekki heldur að gengi krónunnar styrkist ekki. Eina skynsamlega leiðin út úr ógöngum íslensks efnahagslífs er að auka framleiðsluna og útflutning en það mun styrkja gengi krónunnar.

Nærtækast er að auka veiðar strax í vannýttan þorskstofninn en veiðin nú er nálægt 100 þúsund tonnum minni en kom í hlut Íslendinga á meðan vinir okkar Bretar stunduðu veiðar hér við land.


mbl.is Leiði mótun sjávarútvegsstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Evrurökin eru alltaf jafn eitursnjöll.

Þetta töfralyf mun lækna allar meinsemdir; lækka vexti, auka stöðugleika, lækka verðbólgu, minnka skuldir og bæta ástandið.

En til þess að fá evruna þarf fyrst að lækka vexti, auka stöðugleika, lækka verðbólgu, minnka skuldir og bæta ástandið.

Sem sagt: Fyrst þarf sjúklingurinn að láta sér batna, svo má hann fá töfralyfið sitt.

Haraldur Hansson, 18.5.2009 kl. 22:33

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta kalla ég að raða hlutunum upp í réttri röð.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 19.5.2009 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband