Leita í fréttum mbl.is

Mér finnst Sigmundur Davíð krútt!

Ég komst að því í kvöld mér til mikillar undrunar að ég væri á lista yfir óvini Framsóknarflokksins. Satt best að segja hafði ég aldrei kynnst nokkrum framsóknarmanni fyrr en ég flutti norður í land, í Skagafjörðinn, árið 1992. Það sem meira er, ég kunni ákaflega vel við þá langflesta. Ég komst hins vegar að því að flokkurinn hafði farið villur vegar og gróf undan byggð í landinu með óréttlátu kerfi í sjávarútvegi, frændhygli og vinaráðningum sem endaði loks með því að Ísland lýsti yfir stuðningi við stríð á hendur annarri þjóð. Ég hef síðan reynt að leiðrétta kúrs Framsóknarflokksins af góðum hug og flokkurinn hefur játað á sig ýmislegt sem miður hefur farið, s.s. einkavinavæðinguna og fjárglæfrastarfsemina og að það hafi þurft að aflúsa forystu flokksins.

Það verður að segjast eins og er að enn er talsvert verk óunnið við að gera Framsóknarflokkinn góðan þar sem flokkurinn virðist enn halda í gatslitið kerfi í sjávarútvegi sem er undirrót spillingarinnar.

Mér fannst Sigmundur Davíð aðallega krútt þegar hann talaði sem skipulagsfræðingur og hef tekið eftir að hann er yfirleitt sammála Ólafi F. en báðir eiga í vandræðum með Óskar Bergsson, ekki síst með að láta hann opna bókhaldið sitt.

Ég vonast til þess að framsóknarmenn leiðrétti listann og ég verði settur snarlega á vinalistann - því að vinur er sá er til vamms segir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég sáröfunda þig! Hvað hefur þú eiginlega gert til þess að öðlast þennan heiður?

Brynjar Jóhannsson, 23.4.2009 kl. 01:01

2 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Ja....þeir hafa þó ennþá flokk til að aflúsa...

Oddur Helgi Halldórsson, 23.4.2009 kl. 01:35

3 identicon

Sæll Sigurjón, þú hefur lög að mæla eins og oft áður. Veit þú hefur verið mikið á ferðinni og ekki hangið heima á básnum eins og framsóknarmennirnir. Þú ert jaxlinn núna en Guðjón Arnar er bara skugginn af sjálfum sér. Þú hefur samt aldrei verið í betra formi sálfur og gaman væri að sjá þig fylgja málum eftir á þingi. Það segi ég vegna þes að ég held að VG og Frjálslyndir geti náð saman í sjávarúvegsmálum. Röktsyð það strax eða síðar eftir þinni vild.

Bjarni

bjarni (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 05:17

4 Smámynd: Róbert Tómasson

Til hamingju með að vera á listanum Sigurjón mér sýnist þú vera í þokkalega góðum félagskap þarna og ég tek undir með Brynjari ég sáröfunda þig.

Gleðilegt sumar og gangi þér vel á Laugardaginn.

Róbert Tómasson, 23.4.2009 kl. 09:15

5 Smámynd: Róbert Tómasson

p.s. Gleymdi því að mér finnst Sigmundur líka algert krútt og eins og önnur krútt er hann  sjálfsagt eins og engill þegar hann sefur.

Róbert Tómasson, 23.4.2009 kl. 09:18

6 identicon

Jamm, Sigmundur Davíð er krútt þegar hann talar um skipulagstillögurnar sínar sem vonandi verða að veruleika einhvern daginn.

En mér finnst það ótúlega hallærislegt að þeir hafi útbúið þessa lista. Svo barnalegt og hlægilegt. Sandkassaleikur! Hélt að þeir væru að hugsa um alvarlegri hluti.

Ína (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 11:07

7 identicon

Hahaha, en fyndið. Er það fullorðið fólk sem gerir svona lista??

Ulla (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:25

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gleðilegt sumar frændi sæll og gifturíkan lokasprett fram á laugardag!

Árni Gunnarsson, 23.4.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband