Leita í fréttum mbl.is

Grípum þorskinn meðan hann gefst - Vg gamaldags

Ég er í tengslum við fjölmarga sjómenn og þó nokkra útgerðarmenn.  Allir hafa sömu söguna að segja að þeir séu á flótta undan þorski í leit að ýsu vegna þess að hve takmarkaður þorskkvóti hamlar veiðum. Þrátt fyrir framangreinda staðreynd þá reiknar Hafró enn einu sinni þorskstofninn langt fyrir neðan meðaltal en að vísu eitthvað örlítið stærri en þá botnmælingu sem gerð var í fyrra. 

Steingrímur J. hefur þegar sagt að hann ætli að fylgja ráðgjöf Hafró í einu og öllu þó svo að kenningin um að veiða minna til að veiða meira seinna hafi hvergi gengið eftir.  Ef að Vg lenda í ríkisstjórn og fara með sjávarútvegsmál, eru allar líkur til þess að þorskveiðar verði skornar niður frá því sem nú er, en heimilt er að veiða 160 þúsund tonn, þar sem ráðlögð veiði á yfirstandandi fiskveiðiári var einungis 130 þúsund tonn.  Fastlega má búast við því að þorskveiðar verði einungis liðlega 140 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári.  Það er nánast ekkert fjallað um að Hafró reiknar ýsustofninn fjórðungi minni nú en í fyrra sem mun að öllum líkindum leiða til þess að leyfileg ýsuveiði verði skorin niður um tugi þúsunda tonna með tilheyrandi milljarða tapi fyrir þjóðarbúið.

Frjálslyndi flokkurinn hefur enga trú á þessum reiknikúnstum Hafró og telur algerlega óábyrgt að veiða minna en 260 þúsund tonn enda er það talsvert minna magn en það sem var veitt fyrir daga kvótakerfisins.

Þessi yfirlýsing Steingríms J gefur til kynna hve Vg eru íhaldssamir og gamaldags. Flokkurinn er ekki  tilbúinn að skoða gatslitna ráðgjöf upp á nýtt sem hvergi hefur gengið eftir í heiminum og það þrátt fyrir vel rökstudda gagnrýni.  Það eitt að reiknað hefur verið út frá forsendum Hafró að hrefnan ein éti mun meira af þorski og ýsu en íslenskum sjómönnum er leyfilegt að veiða ætti að vekja venjulegt fólk til umhugsunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Núna er rétti tíminn til að taka upp sóknarmark og fá almennilegan samanburð á veiðum eftir árgöngum.  Og miðað við flotastærðina um þessar mundir er varla þörf á nokkurri dagastýringu.

Annars er athygglisvert að það skuli ekkert vera talað um loðnustofninn.  Nú er hið frábæra stjórnkerfi, kvótakerfi á þeim stofni, en samt hverfur loðan.  Úps....ekki benda á mig..

Sigurður Jón Hreinsson, 20.4.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Er hér einhver að tala um "gamaldags". Mér sýnist FF þrífast helst á minningum millistríðsáranna. Ekki skil ég í þér Sigurjón jafn lærður maður og þú ert, að þú skulir ekki vera búinn að átta þig á að aðstæður í lífríkinu eru gjörbreyttar. Þetta sást td. mjög vel varðandi loðnuna í vetur

Þórbergur Torfason, 20.4.2009 kl. 10:12

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nei Þórbergur þessi stefna að geyma fiskinn og veiða minna til að veiða meira seinna hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Í Færeyjum hefur verið veitt tugi prósenta umfram "ráðgjöf" í mörg ár og þar ganga veiðar sinn vanagang.  Hér er skorið og skorið niður og aukningin sem hefur verið lofað um áratugaskeið hefur  ekki enn komið.

Varðandi loðnustofninn þá vil ég benda á mjög gott innlegg hjá Sigurði Jóni Hreinssyni hér að ofan og sömuleiðis mjög góðar greinar á heimasíðunni hans.

Sigurjón Þórðarson, 20.4.2009 kl. 10:36

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

mjög einfalt ráð til við þessu. leggja niður hafró og auka aflaheimidlir á þorski. einfalt mál. þetta er það einfaldasta. þegar meir er af veiðiheimildum þá geta fleiri farið að veiða. þegar kvótinn er 130 eða 160 þúsund tonn þá geta ekki jafn margir veitt og þear kvótinn var 250 þúsund tonn. nema menn vilji fara evrópsku leiðinni þar sem hver bátur má bara koma inn með 300kg á dag. gætum fjölgað störfum með þeirri aðferð alveg rosalega mikið. verst að laun sjómanna yrðu nærri því sama og ekki neitt.

Fannar frá Rifi, 20.4.2009 kl. 11:24

5 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Einmitt Fannar, þetta er mjög einfalt.  Það má svosem hafa Hafró áfram en óþarfi að fá frekari ráðleggingar frá þeirri stofnun, enda hafa þeirra spár, mælingar og útreikningar aldrei staðist.  En óhætt er að auka veiðar og með aukinni veiði eftir sóknarmarki er atvinnuréttur útgerða með kvóta áfram tryggður og jafnframt gert auðveldara fyrir nýliða að komast inn í greinina.

Óþarfi er að hafa áhyggjur af launum sjómanna, mesta breitingin verður sú að laun sjómanna verða jafnari en í dag, þar sem þeir sem í dag eru að greiða stórann hluta af sínum launum í kvótaleigu munu sleppa við þann skatt með nýjum siðum.  En lögmál markaðarins munu áfram gilda þó svo að menn fái að veiða eins og þeir vilja, ef fiskverð er ekki fyrir kostnaði þá róa menn ekki.  Og þannig hefur það alltaf verið.

Sigurður Jón Hreinsson, 20.4.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband