Leita í fréttum mbl.is

Heimur hafsins á Akureyri

Undanfarið hef ég bjástrað við að setja upp fiskbúð á Akureyri í samfloti við vinafólk mitt, þau hjónin Huld Ringsted og Hallgrím Guðmundsson. Halli hefur unnið feikimikið starf við að hanna búðina í samráði við öflugt heilbrigðiseftirlit á Norðurlandi eystra. Huld hefur lagt gjörva og smekklega hönd á plóginn þannig að Akureyringar og nærsveitarmenn eiga þess nú kost að versla í nýrri fiskbúð en um nokkurt skeið hefur slíka búð bráðvantað í höfuðstað okkar Norðlendinga.

Búðin verður opnuð í dag og nú stendur Akureyringum til boða fiskur á góðu verði.

fiskbu_009.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott framtak hjá ykkur og ég hef fulla trú á þessu.

Það verður hins vegar ekki gott ef aukin sala á fiskafurðum belgir út vasa "kvótagreifa" 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:34

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Til hamingju! Kom auðvitað við í dag og keypti...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.3.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vonandi smakkaðist vel en mér skilst að viðtökurnar hafi verið feyki góðar.

Sigurjón Þórðarson, 25.3.2009 kl. 19:00

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það gerði það:-)

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.3.2009 kl. 11:46

5 identicon

Til hamingju Akureyringar! Það vakti furðu mína þegar ég flutti noðrur í haust að ekki væri ein einasta fiskbúð í bænum. Ég hlakka til að kaupa nýjan fisk um leið og ég kem norður eftir vinnudvöl syðra!

Sólveig Georgsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:51

6 identicon

Ég meina auðvitað norður

sólveig Georgsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband