Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn úr öskunni í eldinn

 Örugglega hafa margir verið hugsi yfir úrslitum prófkjara Sjálfstæðisflokksins um helgina, nokkrum mánuðum eftir að stjórnarstefna flokksins til síðustu 18 ára hefur kallað yfir þjóðina hrun fjármálakerfisins, háa verðbólgu, gjaldeyrishöft, atvinnuleysi og almenna vantrú á stofnunum samfélagsins. Úrslitin í Reykjavík og Kraganum bera með sér að menn hafa verið valdir til forystu sem hafa stjórnað glórulausri skuldsetningu og kaupum á fyrirtækjum fyrir tugi milljarða, s.s. N1 Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson sem tók þátt í sukkinu í kringum Glitni þar sem sparnaður gamla fólksins var settur inn í glæfraáhættufélag eins og FL Group. Það var ekkert minna en brjálæðislegt. Ríkissjóður var svo látinn hlaupa undir bagga með tugmilljarðaframlagi til að bjarga sjóðnum.

Í 2. sæti í Norðausturkjördæmi lendir síðan Tryggvi Þór Herbertsson sem taldi jöklabréfin, sem eru helsta ástæða gjaldeyrishaftanna á Íslandi, jákvæð á sínum tíma og til vitnis um styrk íslensks efnahagslífs. Hann bjó til Mishkin-skýrsluna þar sem öllum ábendingum um veikleika íslensks efnahagslífs var vísað á bug sem og sérstaka skýrslu um að samráð olíufélaganna hefði ekki valdið íslensku samfélagi stórvægilegu tjóni.

Er þetta hópurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn býður landanum upp á að eigi að stjórna endurreisninni?


mbl.is Kristján leiðir í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Við getum andað léttar, íhaldið kemst EKKI að í næstu kosningum.

Þráinn Jökull Elísson, 15.3.2009 kl. 19:30

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Var það ekki hann sem sagðist ekki snerta pólitík með tveggja metra löngu priki, hvaða breytingar hafa orðið????

Jóhann Elíasson, 15.3.2009 kl. 20:08

3 identicon

Mikið ofboðslega er það kómískt hvað andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru uppteknir af flokknum. Þetta jaðrar við móðursýki á köflum. Það hvað flokkurinn er stór sýnir hvað margir geta hugsað sjálfstætt og gleypa ekki lygaáróðurinn hráann.

Hér erum við til dæmis með gott dæmi um mann tilheyrir flokki sem er að hverfa. Í stað þess að einbeita sér að vandamálum eigin flokks þá hugga menn sér við að drulla yfir stóra flokkinn. 

Haraldur (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 20:19

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er mjög bjartsýnn á gengi Frjálslynda flokksins og segi það satt að ég er stoltur yfir því að hafa beitt mér gegn þeim kerfum s.s. kvótakerfinu, spillingunni og skuldasöfnuninni sem hefur komið þjóðinni í gríðarlegan vanda.

Þeir sem vilja vera því hallærisliði sem hefur komið okkur í þessa þröngu stöðu og halda það jafnvel í þokkabót að félagsskapurinn sé eitthvað fínn verða að eiga það við sig.

Sigurjón Þórðarson, 15.3.2009 kl. 20:24

5 identicon

Já, liðið sem kom okkur í þessa stöðu. Þessi tónn heyrist um gjörvalla evrópu núna. Nú síðast frá Bretlandi. Mikið andskoti má valdakerfi Sjálfstæðisflokksins teygja anga sína víða um veröld þ.e. ef rétt reynist að hann eigi höfuðábyrgðina á hruninu. 

En ég er sammála þér varðandi kvótakerfið. Það er kominn tími á að stokka upp í því. 

Haraldur (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 20:51

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Verð að taka undir með Haraldi. Frjálslyndi flokkurinn hafði ákveðna möguleika í íslenskri pólitík, en þingmenn flokksins og stjórnendur hafa með innbyrðis átökum og valdagræðgi náð að koma fylgi flokksins svo niður að það mælist vart. Persónulegt skítkast í þá sem frambjóðendur flokksins telja vera merkustu frambjóðendur hinna flokkanna ber vott um vanmáttarkennd, en ekki styrkleika.

Sigurður Þorsteinsson, 15.3.2009 kl. 21:51

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurður, það hefur sjaldan flokkast sem skítkast að segja sannleikann en ég var einmitt að leggja síman á en í honum var kunningi minn sem tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem var mjög daufur yfir úrslitum og sagði mér að í raun hefði ég átt að nafngreina fleiri m.a. markaðsmann ICES reikninganna sem fékk víst viðunandi útkomu í prófkjöri flokksins.

Reyndar var þessi kunningi minn í Reykjavik ekki eini Sjálfstæðismaðurinn sem sló á þráðinn til min í kvöld þar sem annar héðan úr Norðvesturkjördæminu bjóst einnig við hinu versta úr prófkjörinu sem verður næstu helgi.

Frjálslyndi flokurinn á gríðarlega mikla möguleika í komandi kosningum það er ekki spurning.  Frjálslyndi flokkurinn hefur barist einarðlega gegn þeim kerfum sem hafa sett þjóðina á hausinn s.s. kvótakerfinu og verðtryggingunni og sömuleiðis boðið upp á skynsamar lausnir.

Vertu með Sigurður Þ. í að taka þátt í nauðsynlegum breytingum í stað þess að vera í þessu hallærisliði sem búið að koma óorði á þjóðina.

Sigurjón Þórðarson, 15.3.2009 kl. 22:01

8 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Syndir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar verða gleymdar á kjördag. Báðir flokkarnir eiga eftir að koma vel út úr þessum kosningum.

En góði punkturinn í þessu öllu er að líkast til mun Ríki Vatnajökuls lýsa yfir sjálfstæði og slíta stjórnmálasambandi við Ísland á komandi kjördegi........

Runólfur Jónatan Hauksson, 15.3.2009 kl. 23:28

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Runólfur ég lít ekki endilega á þennan eða hinn hluta fjórflokksins mikið betri en hinn s.s. Sjálfstæðisflokkinn eða Samfylkinguna.  Það sem er grátlegt er að flokkarnir hafa nánast sammælst um að viðhalda þeim kerfum sem hafa komið okkur í koll s.s. hefur VG lagt blessun sína yfir mannréttindabrot kvótakerfisins og það hafa komið miklar vöflur á liðsmenn S D B og Vg ef að það á að afnema verðtrygginguna.

Sigurjón Þórðarson, 15.3.2009 kl. 23:36

10 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Satt,,,,,,,,,

En nú er maður bara búin að fá upp í kok og rúmlega það á þessum pólitíkusum sem segja einn en meina svo allt annað.......

Runólfur Jónatan Hauksson, 15.3.2009 kl. 23:41

11 identicon

Þetta er auðvitað allt Sjálfstæðisflokknum að kenna og hans stefnu???? Þú vilt ekkert horfa til þess að hér ríkir heimskreppa???? Auðvitað gerðu menn mistök og það oft á tíðum mikil en er þetta ekki full langt gengið að kenna flokknum um allt sem aflaga hefur farið? ég spyr....

Frelsisson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 23:50

12 identicon

Persónulega finnst mer Illugi vera sterkur og Kristján Þór frábær. Þekki lítt til Tryggva, nema hvað maðurinn er há menntaður og hlýtur að hafa vit á því sem hann er að gera... hef trú á þeim manni. Hvað varðar Guðlaug Þór, þá er ég ekki viss en hann hefur allavega kjarkinn til að taka óvinsælar ákvarðanir og það er það sem þarf á tímum sem þessum. Ég ætla ekki að hengja mig í fortíðina og líta til þess að eitthvað hljóta þeir sem sváfa sem fastast að hafa lært... það sá þetta engin fyrir nema einhverjir eftirá spekingar eins og Davíð orðaði það svo pent um daginn. Það er alltaf auðvelt að drulla yfir allt og alla þegar frá líður vegna sofandahátts. Held líka að umdeildustu menn Sjálfstæðisflokksins séu farnir á brott Geir, Árni og Björn og menn geti örlítið slakað á... Ekki sé ég að það sé mikil endurnýjun hjá öðrum flokkum heldur ef farið er út í þá sálma...

Frelsisson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 23:57

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Óli, á síðustu árum hafa skuldir sjávarútvegsins 5 faldast á meðan tekjur hafa staðið í stað.  Á síðustu mánuðum hafa nánast allir bankar landsins farið á hausinn og atvinnuleysi tugfaldast.  Á síðustu örfáum áru hafa skuldir þjóðarbúsins margfaldast og erlent lánsfé verið veitt í stríðum straumum inn í landið.

Þessu stjórnaði Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Framsóknarflokknum undan því er ekki litið og þegar Samfylkingin komst í stjórn hjá Sjálfstæðisflokknum voru áhyggjuefni hennar ekki blikkandi viðvörunarljós en Árni Páll Árnason ásamt Ingibjörgu og Björgvini sögðu okkur að allt væri traust þó svo að gengi ísl. krónunnar félli um 1-2% á dag.  Einu áhyggjur Samfylkingarinnar voru mögulega aðild að ESB eftir einhver ár og seta í öryggisráðinu.

Hvernig væri að vakna Óli þetta er fjórflokknum að kenna og þó minnst VG hlutanum sem hefur þó kóað með í mannréttindabrotakvótakerfinu.

Ástandið er hvergi sambærilegt og það er ekki seinna vænna að vakna og nýta heilbrigða skynsemi en það að ætla að reka ríkissjóð með gríðarlegum halla og greiða fimmtu hverju krónu sem ríkissjóður aflar í vexti er ekkert smámál en þá á eftir að bæta við Icesave skuldbindingunum.

Auðvitað er mest um að kenna hallærisliðinu sem hefur ráðið för síðustu árin við stjórn landsins sem að stórum hluta virðist vera að fá endurnýjað umboð a.m.k. Davíðsæskan. 

Nú er ekkert annað fyrir Óla en að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn og það strax.

Sigurjón Þórðarson, 16.3.2009 kl. 00:09

14 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Já spilling á hverju strái.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.3.2009 kl. 00:25

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hún ætlar að verða býsna lífseig lygin um allar "eftirá skýringarnar" sem fulltrúar gömlu ríkisstjórnarflokkanna tönnlast á gegn um alla þessa umræðu. Það er hrakið í fjölmörgum tilvitnunum sem þjóðin hefur horft á í upprifjuðum fréttapistlum og ljósrituðum greinum: Oft í viku höfum við séð þetta á blogginu hennar Láru Hönnu og horft á það agndofa hversu einarðlega ráðherrar, fjármálaeftirlit og jafnvel Seðlabankastjóri afneituðu öllum viðvörunum. Allt fram á sumar og jafnvel lengur.

Og erlendir sérfræðingar í fjármálum fóru að birta afar váleg tíðindi um yfirskuldsetningu þjóðarinnar fyrir í það minnsta þremur árum, en þá voru þessar skuldir orðnar hærri en talið er eðlilegt. Og man einhver hversu mörg þau eru árin sem Ragnar Önundarson f.v. bankastjóri er búinn að birta þessar aðvaranir sínar í Morgunblaðinu? Sjálfur man ég vel eftir því að  alþingismennirnir Guðni Ágústsson, Guðjón Arnar Kristjánsson og Steingrímur J. Sigfússon lentu í hörðum snerrum við íhaldstittina vegna aðvarana þessa efnis inni á Alþingi.

Stjórnarandstaðan gerði ákveðna kröfu um að Alþingi sleppti sumarfríi vegna þeirrar válegu stöðu sem að þjóðinni stefndi.

Hættið þessari lygi Frelsisson og þið aðrir sem langar til að gleyma staðreyndum málsins. En auðvitað þarf svolítinn kjark til að viðurkenna ábyrgð og taka afleiðingum. Það er ekki öllum gefið. 

Árni Gunnarsson, 16.3.2009 kl. 10:13

16 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjalfstæðisflokkurinn er í mikilli tilvistarkreppu um þessar mundir. Nánast öll gildi hans eru í uppnámi. Enginn hefur komið verulega vel út úr þessu nema ef vera kynni Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem er hástökkvarinn í prófkjöri helgarinnar hjá Sjálfstæðisflokknum.

Athygli vekur að hún var meðal örfárra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem var með efasemdir. Hún taldi að Davíð væri ekki stætt í Seðlabankanum og vildi ganga mun lengra en forystan. Nú nýtur hún þess að hafa haft aðrar áherslur og skoðanir en forystan.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.3.2009 kl. 10:53

17 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já það er rétt Sjálfstæðisflokkurinn er í tómri vitleysu s.s. að vilja halda í kvótakerfið sem hefur rústað sjávarbyggðunum og er á leiðinni að rústa Höfuðborginni.

Mér finnst einnig sérkennilegt að VG og S skuli reyna að slá þagnarmúr um óréttlátt og vitaruglað kvótakerfi í sjávarútvegi.

Sigurjón Þórðarson, 16.3.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband