Leita í fréttum mbl.is

Var HB Granda leyfilegt að greiða arð?

Fólki hefur í gær og í dag orðið tíðrætt um gríðarlegar arðgreiðslur HB Granda á sama tíma og félagið hefur ekki treyst sér til að standa við gerða kjarasamninga. Ég ákvað í kvöld að gera hlé á áhugaverðum fundarstörfum á landsþingi Frjálslynda flokksins og renna stuttlega í gegnum ársreikninga HB Granda. Þá kom í ljós að félagið gerir upp í evrum og notar, einhverra hluta vegna, gengi evrunnar í árslok 2007 en ekki árslok 2008.

Við þetta eitt má ætla að gengistap hafi verið margfalt reiknað niður miðað við að nota gengi evrunnar í lok árs 2008 eins og eðlilegt hlýtur að teljast við uppgjör þess árs. Ef það hefði hins vegar verið gert væri vandséð að það væri hagnaður af félaginu, ef ekki væri hagnaður væri óleyfilegt að greiða út arð.

Því spyr ég: Var HB Granda yfirleitt leyfilegt að greiða arð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Sigurjón.

Þetta er ekki spurning.

Nú áttu að vera sá stjórnmálamaður að kæra þetta til lögreglu.

Láttu þá um að ákveða hvort þetta sé saknæmt.

Guðmundur Óli Scheving, 14.3.2009 kl. 00:48

2 identicon

Auðvitað á fyrirtæki ekki að greiða út arð þegar það skuldar 24 milljarða!

Þetta eru bara reiknikúnstir sem endurskoðendur og hagsmunaaðilar hafa þrýst inn i lög til að geta fært fé úr skuldsettum fyrirtækjum.

Nú eru bankarnir í ríkiseigu en ekki manna sem eru beggja vegna borðsins þannig að það er opinberra aðila að verja hagsmuni bankanna.

TH (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 09:52

3 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Mér er nú bara spurn.

 Leyfilegt eða ekki...HVAR ER SIÐFERÐIÐ???

Launafólkið þeirra fékk ekki 15300 krónurnar um mánaðamótin, sem búið var að semja um.!!!!

Og nú spyr ég: Hvert er hægt að kæra þessa glæpamenn???

Ingunn Guðnadóttir, 14.3.2009 kl. 13:44

4 identicon

Sammála, úr landi með þetta kolbrenglaða hyski. Hvar er siðvitið, dómgreindin, tímaskynið og  þakklætið til þjóðarinnar, fyrir allar gjafirnar, sem sjálfstðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru búnir að færa þessum  aumu aurasálum? Ég vil ekki sjá þessa sort af homosap. í okkar samfélagi.

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 14:46

5 identicon

BYR notar sama reiknilíkann ef eitthvað er að marka greinar sem ég sá um arðgreiðslur í því fyrirtæki.... greiddu meiri arð en sem nam hagnaði félagsins... og þetta eru ekki einu fyrirtækin sem nota þessa ólíkinda hagfræði... kleppur er víða einsog maðurinn sagði kv. D

Dísa Skvísa (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 16:15

6 identicon

Sérhæfur starfsmaður eftir 7 ár 154,500 fyrir fulla vinnu hjá GRANDA.Þetta sýnir að ASÍ ber valla hag LAUNÞEGA eða hvað?. Þetta er á meðan að verkafólk sekkur æ dýpra í skuldafen.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband