Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindabrot fjórflokksins

Ég hef fylgst nokkuð með prófkjörsbaráttu fjórflokksins undanfarið. Nánast allir frambjóðendur hafa forðast að ræða mannréttindabrot á sjómönnum og endurskoðun á kvótakerfinu sem markaði án efa upphaf hrunsins. Þetta er fáránlegt í ljósi þess að allir frambjóðendur tala um að hefja endurreisn nýja Íslands þar sem endurreisninni fylgir endurskoðun.

Ég las mig í gegnum einn bækling efnilegrar sjálfstæðiskonu í Reykjavík þar sem margendurtekið voru orðin Ísland og Íslendingar og talið að í ljósi ástandsins væri nauðsynlegt að hefja sjálfstæðisstefnuna til vegs og virðingar á ný.

Maður spyr sig hvaða stefna þessi kona telji að hafi verið í gangi hjá Sjálfstæðisflokknum síðustu 18 árin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið ríkjum, stefna sem hefur rústað sjávarútveginum, landsbyggðinni og nú síðast fjármálakerfinu og komið óorði á land og þjóð.

Þeir flokkar sem ætla sér raunverulegar breytingar hljóta að verða að ætla að gera eins og Frjálslyndi flokkurinn, þ.e. að taka á mannréttindabrotunum. Annað er meðvirkni og ávísun á áframhaldandi vitleysisgang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Farðu nú að kynna þér hvað fellst í orðinu mannréttindi áður en þú heldur áfram að misnota það og gildisfella.

Ég er fyllilega sammála þér um siðleysið og ruglið sem einkavinakvótakerfið hefur gefið af sér í samfélag okkar - en í guðanna bænum hættu að gildisfella hugtakið mannréttindi.

Ef þú skilur ekki hugtakið skaltu kynna þér mannréttindasáttmála sameinuðuþjóðanna og e.t.v. velta fyrir þér muninum á ensku hugtönunum "civil rights" og "human right" - það var pirrandi að hlusta á þessar gildisfellingar þínar þegar þú varst bara óbreittur bloggari en nú þegar þú gætir verið að fara á þing finnst mér lágmark að þú hættir að misnota eins gildishlaðið hugtak og mannréttindi þér og þínum baráttumálum til framdráttar.

Þór Jóhannesson, 12.3.2009 kl. 20:02

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þór, þú þykist vera betur að þér um þessi mál en ég. Þá væri ekki úr vegi að þú útskýrðir fyrir mér og öðrum lesendum hvort það að svipta fólk lífsbjörginni og atvinnuréttinum sé eitthvert léttvægt mál sem ekki eigi að fjalla um. Ég hef lesið margt eftir þig og sé að þú hefur barist einarðlega gegn spillingunni og þú virðist vera að hugga þig við að styðja flokka, Vg eða Sf, sem hafa sýnt algera fyrirlitningu gagnvart mannréttindum sjómanna.

Hugsaðu málið betur.

Sigurjón Þórðarson, 12.3.2009 kl. 21:13

3 identicon

,,..algera fyrirlitningu gagnvart mannréttindum sjómanna."

Það er eins með þetta hugtak ,,sjómenn" !

Sjómenn og sjómenn  , hvað fyrlitning er það sem ,,sjómenn"  hafa orðið fyrir !

Ég er sjómaður , en ég er ekki ,,fiskimaður"  !

JR (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:18

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

JR - Sigurjón skilur ekki hugtakið "mannréttindi" - í því fellst vandinn. Og miðað við svör hans hefur hann ekki áhuga á að kynna sér hvað mannréttindi raunverulega eru. Vill bara getað gasprað mannréttindabrot af því það hljómar svo gáfuleg - en er í raun að gengisfella hugtakið mannréttindi og opinbera vanþekkingu á baráttumálum mannréttinda í sögunni.

Þór Jóhannesson, 13.3.2009 kl. 00:20

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það virðist vera sem að Þór Jóhannesson hafi yfirburðaþekkingu á hugtakinu mannréttindi og jafnvel miklu mun meiri en Mannréttindanefnd Sameinuð þjóðanna.

Sigurjón Þórðarson, 13.3.2009 kl. 11:17

6 identicon

Ísafjörður hefur farið verst út úr þróun sjávarsútvegsins.Nú er allt gert til berja niður allar óæskillegar skoðanir sem ekki henta eins sést hér.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 15:24

7 identicon

Sæll Sigurjón og til hamingju með árangurinn í prófkjörinu, þú ert vel að honum komin. En mig langar að vara þig við að villast ekki í skóginum, ég er sjómaður, varð skipstjóri 1971 og meira og minna síðan. Sannleikurinn er sá að fiskveiðistjórnunarkerfið bjargaði okkur sjómönnum og reyndar öllum landslýð frá hruni. Kvotakerfið er ekki fyrsta veiðistjórnunin, í gegn um tíðina hefur kvótasetningu verið beitt við ýmsar veiðar, guði sé lof. Það er nefnilega eitt sem oft gleymist þegar rætt er um okkur sjómenn, að við erum upphafðir um of og talað um fiskifræði sjómannsinns. Hin raunverulega fiskifræði sjómannsinns er að við erum veiðimenn hörku duglegir en sjáumst ekki alltaf fyrir, það næsta sem skipstjóri kemst guði sínum er að vera aflakóngur, ekkert er eftirsóknarverðara. Þegar suðurlandssíldin var og hét, og óð inn um firði og flóa, þá mokveiddu sjómenn síldina. Jakop Jakopsson fiskifræðingur sem ég er nokkuð viss um að vissi meira um síld en nokkur annar, fullyrðir að hefði ekki gert brælu á miðunum þá hefði síðasta torfan verið veidd upp til agna, og stofninn dáið út. Þarna greip náttúran í taumana, og við sjómenn þurfum alltaf að hafa einhvern sem grípur í taumana, því við erum veiðimenn en ekki vísindamenn. Um skrif atvinnuröflaranns Þórs er það að segja að hann hefur hengt sig á spillingarbælið í Samfylkingunni. Ætli hann hafi verið í bálför Jóhönnu, sem beið við gluggann í upphlutnum.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 15:47

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ómar, þar sem veitt hefur verið margfalt umfram ráðgjöf reiknisfiskifræðinga s.s. í Færeyjum og Barentshafinu þá hafa veiðar gengið sinn vanagang.

 Hvað varðar síldina þá eru aðrir þættir en veiðin sem hefur gríðarleg áhrif s.s. hitastig sjávar.

Sigurjón Þórðarson, 13.3.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband