Leita í fréttum mbl.is

Bullið í Fréttablaðinu

Í Fréttablaðinu í dag mátti lesa að ég ynni að því hörðum höndum þessa dagana að velta Guðjóni A. Kristjánssyni úr formannsstóli til að koma Guðna Halldórssyni þar að. Þetta er bara bull, þvæla og algjör uppspuni. Hið rétta er að ég hef verið mjög upptekinn síðustu daga, við vinnu og við að koma út starfsskýrslu Ungmennasambandsins og undirbúning ársþings sambandsins auk þess að vinna að undirbúningi unglingalandsmóts á Sauðárkróki næsta sumar.

Ég hef einu sinni talað við téðan Guðna í síma, ég hef aldrei hitt manninn. Ég get sagt frá því að það var skemmtilegt símtal, Guðni þessi virðist klár og gæti eflaust hleypt lífi í stjórnmálin. Það samtal átti sér stað þegar hann kom fyrst fram á þetta sjónarsvið, fyrír þá svona hálfum mánuði.

Það hefði verið leikur einn fyrir blaðamann Fréttablaðsins að slá á þráðinn en í stað þess ákveður hann að dreifa kjaftæði í víðlesnasta blaði landsins.

Í framhaldinu fer ég óneitanlega að velta fyrir mér hvort nokkuð sé hæft í öðrum fréttum blaðs Þorsteins Pálssonar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Sigurjón, og þökk fyrir spjallið, í gærdag !

Baugs söfnuðurinn er jú; útideild, frá Samfylkingunni, svo engum ætti að koma á óvart, sönglið þaðan.

Auðvitað; eruð þið Guðjón Arnar, þyrnar í augum kvóta vinanna, og þá leyfast öll meðul, til þess að sverta sjóhunda- og þungavigtarsveit Frjálslynda flokksins.

Ekkert stórmál ætti að vera; að slökkva á þessu blaðri, í skósveinum Snekkju- Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Skagfirðingur góður.

Með beztu kveðjum; í Skagafjörð norður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sælir herramenn.

Ert þú nú Óskar farinn að tala eins og Davíð sveitungi þinn frá Selfossi. Fáum hefur nú tekist að þagga niður í svokölluðum Baugsmiðlum, en gaman verður að sjá hvernig Óskari gengur á þeirri vegferð.

Ingólfur H Þorleifsson, 9.3.2009 kl. 20:37

3 identicon

Heilir og sælir !

Ingólfur ! Jú; með því að uppræta glæpahreyfingar frjálshyggju flokka D - S og B lista, mætti ná talsverðum árangri, til raunverulegrar endurreisnar samfélagsins, og; Ingólfur, bezt væri, að gera Evrópusambands rakkann, Þorstein Pálsson óskaðlegan, stjórnmálalega, sem fyrst. Annar eins amlóði; hefir vart setið á þingi, fyrir Suðurlandsins hönd, og er þá langt til jafnað - Ingólfur minn.

Með beztu kveðjum / Vestur, sem Norður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband