Leita í fréttum mbl.is

Pólitískar ofsóknir Þorsteins Pálssonar

Það fer ekki á milli mála að Þorsteinn Pálsson hefur um langt skeið haft horn í síðu Frjálslynda flokksins og virðist sú afstaða smitast út í ritstjórn og fréttaflutning blaðsins. Í leiðara blaðsins einhverju sinni óskaði hann flokknum köfnunar og fréttaflutningur blaðsins hefur einkennst af þöggun, rangtúlkun og almennum illvilja í garð flokksins. Ekki fer á milli mála hver ástæðan er, hún er sú að flokkurinn hefur beitt sér gegn kvótakerfinu, fiskveiðiráðgjöf og framsali veiðiheimilda sem Þorsteinn Pálsson hélt verndarhendi yfir og beitti sér fyrir í ráðherratíð sinni sem sjávarútvegsráðherra. Kerfið hefur verið mært af Þorsteini og Hannesi Gissurarsyni þrátt fyrir að það sé augjóslega, algjörlega og gjörsamlega misheppnað, eins og staða útgerðarinnar gefur til kynna og mannréttindabrot sem fylgt hafa kerfinu hafa fært okkur heim sanninn um.

Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi beitt sér gegn þessu hugarfóstri Þorsteins og hefur uppskorið óvild í bland við þöggun og rangtúlkun í Fréttablaði Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn hefur áður orðið uppvís að pólitískum ofsóknum og verið dæmdur fyrir atvinnukúgun á hendur Guðjóni Andréssyni leigubílstjóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Frjálslyndi flokkurinn er einkum fyrirlitin vegna andstyggilegrar stefnu í garð innflytjenda sem hefur gert hann að ómarktæku afli í Íslenskum stjórnmálum. Það er að sjálfsögðu leyfilegt að ræða lýðræðislegar breytingar á kvótakerfinu en það er að margra mati ósanngjarnt og fjallar Kristinn Pétursson töluvert um það á sinni síðu. Fari svo að Ísland gangi í ESB tel ég sjálfur mikilvægt að teknir verði upp tvíhliða samningar við Evrópu um kvótann og skilst mér að það þyki raunhæfur möguleiki eins og Oli Rehn hefur bent á.

Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 23:02

2 identicon

Sæll Sigurjón:

Þorsteinn Pálsson er ábyrgur fyrir tveim vitlausustu ákvörðunum íslenskra embættismanna, og er þó þéttsetinn bekkurinn. Annarsvegar synjun þegar Norðmenn vildu fá okkur með þegar þeir tóku fyrst slaginn í hrefnuveiðum og hinsvegar veðleyfi á kvóta.

Svo ábending til ykkar frjálslyndra. Útreið Karls Matthíassonar í prófkjörinu er að mínu viti vísbending um að margt fólk sér í gegnum úrræðalausar upphrópanir um kvótakerfið.

Það má ýmislegt finna að kvótakerfinu, en sumt okkar hafa framfæri af sjósókn og fiskvinnslu og sjáum ekki fyrir okkur að aukin afskipti pólitíkusa leysi neinn vanda, eins og byggðakvótabraskið ber augljósan vott um.

Með bestu kveðju, Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 07:40

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vilhjálmur, ég furða mig hvernig fór hjá Karli en ég tel það ekki úrræðaleysi að boða auknar veiðar og aukið frelsi til fisvkeiða.

Sigurjón Þórðarson, 10.3.2009 kl. 09:42

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ætli Frjálslyndi flokkurinn kannist ekki bara of vel við það sem Þorsteinn er að skrifa. Sannleikurinn er kannski svolítið sár!   :)

Baldur Gautur Baldursson, 10.3.2009 kl. 19:09

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Baldur, sannleikur Þorsteins um hagkvæmni kvótakerfisins er ein mestu öfugmæli sem hægt er að hugsa sér og í raun furðulegt að þjóðin láti bjóða sér þá vitleysu inn um lúguna með Fréttablaðinu.

Sigurjón Þórðarson, 10.3.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband