Leita í fréttum mbl.is

Hvaða vitleysa er í gangi á Alþingi Íslendinga?

Það er merkilegt frumvarpið um auknar heimildir sérstaks saksóknara en markmið þess er að opinberir aðilar láti í té upplýsingar og tilkynni  um glæpi sem framdir voru í aðdragand hruns fjármálakerfisins.

Í athugasemdum með frumvarpinu og í umfjöllun um störf embættisins hefur komið fram að það fær ekki upplýsingar um fjármálamisferli sem opinberir eftirlitsaðilar og umboðsmenn liggja á!  Hvar væri það látið viðgangast annars staðar en hér,  -  Zimbave?

Hvaða vitleysi er gangi? 

Ég veit ekki betur en að í 12. grein laga um opinbert eftirlit með fjármálaeftirliti komi fram að Fjármálaeftirlitinu beri að vísa refsiverðum málum til lögreglu. Ef að þetta ákvæði dugar ekki, þá liggur beinast við að saksóknarinn geri það sama og venja er refsimálum þ.e. fara fram á húsrannsókn til þess að ná í gögn sem geta varpað ljós á málin.  Frumvarpið upplýsir hins vegar um algert ráðaleysi og ringulreið stjórnvalda.   

Það skortir engar heimildir heldur raunverulegan vilja og þor til að taka á málum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Sigurjón

Þetta máttu þakka Birni Bjarnarssyni

Guðmundur Óli Scheving, 7.3.2009 kl. 23:03

2 identicon

Hárrétt Sigurjón. Af með silkihanskana! Það gengur ekki að fólk og ekki síst bankarnir geti hummað af sér endalaust að gefa umbeðnar upplýsingar sem varpað geta ljósi á það sem gerðist og hvers vegna.
Kveðja
HH

Hörður Hilmarsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 07:07

3 identicon

Og hvaða rök ætli liggi að baki því að saksóknari geti ekki fengið uppl. sem liggja hjá opinberum aðilum?  Utanað séð lítur út eins og torvelda eigi saksóknaranum rannsóknina.  Hvað halda aðrir um það?

EE elle (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 10:57

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér sýnist að með þessu frumvarpi sé einungis verið að þyrla upp moðreyk til þess að komast hjá því að svara til um hvers vegna enginn er dreginn til ábyrgðar.

Sigurjón Þórðarson, 8.3.2009 kl. 11:00

5 identicon

Getur saksóknari þá farið fram á húsrannsókn hjá opinberum eftirlitsaðilum og sótt gögn sem kunna að finnast þar?

EE elle (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 11:19

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mig minnir að Ríkislögreglustjóri hafi farið fram á húsrannsókn hjá skattrannsóknarstjóra.

Sigurjón Þórðarson, 8.3.2009 kl. 11:41

7 Smámynd: Skaz

Íslenskir embættismenn hafa núna í á annan áratug fylgt þeirri stefnu að gera sem minnst fyrir hvorn annan. Þ.e.a.s. að menn virðast líta á aðrar stofnanir sem einhverskonar samkeppni og þá væntanlega um fjármagn, þannig að um að gera að halda sem flestu hjá sér og ekki að vera hjálpa öðrum stofnunum og embættum óumbeðinn.

Svo er það málið að kerfið er eftir síðustu 18 ár þéttsetið mönnum sem að ákveðinn flokkur skipaði. Það virðist sem að þessum mönnum hafi greinilega verið miðstýrt úr ákveðnum áttum.

Skaz, 8.3.2009 kl. 12:23

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú bendir á það sama og Eva Joly benti á í viðtalinu í Silfri Egils í dag! Þetta er húsrannsókn hjá þeim grunuðu! Verst að þú skulir ekki vera í þeirri stöðu að fyrirskipa að þessi rannsókn fari fram.

Hef reyndar velt því mikið fyrir mér hvort við, íslenska þjóðin, þurfum virkilega að sitja aðgerðarlaus undir aðgerðarleysi valdhafanna. Getum við ekkt tekið okkur saman og leitað til erlendra aðila og beðið um að þessi rannsókn fari fram? Vildi að Egill hefði spurt Evu Joly þeirrar spurningar í dag

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 17:46

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Skaz, mín skoðun er að sökin liggi ekki hjá embættismönnunum heldur þeim sem ráða þá í vinnu þ.e. kjörinna fulltrúa, fjölmiðlum og almenningi sem lætur þetta viðgangast.

Rakel. ég missti af Silfrinu í dag en þjóðin er að stórum hluta orðin meðvirk en það sést m.a. á prófkjörum helgarinnar.  Fjórflokkurinn er meðvirkur eins og hann leggur sig og það sést best á þvi að það breyttist ekkert við valdaskiptin þ.e. að VG kom inn fyrir vini sína í Sjálfstæðisflokknum en Steingrímur J. heldur áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum og draga lappirnar við rannsókn á augljósum efnahagsbrotum í aðdraganda hrunsins.

Annars botna ég ekkert í Agli að taka ekki til umfjöllunar fiskveiðistjórnunarkerfið sem markaði upphafið að hruninu.

Sigurjón Þórðarson, 8.3.2009 kl. 19:07

10 identicon

Silfur Egils, með rannsóknardómaranum Eva Joly, verður endursýnt í kvöld kl. 11:35.  Ómissandi.

EE elle (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 21:17

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

EE, ég verð að horfa á Evu þetta virðist vera algert möst viðtal

Sigurjón Þórðarson, 8.3.2009 kl. 21:19

12 identicon

Það er það.  Þaulvanur rannsóknarmaður/dómari.

EE elle (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband