Leita í fréttum mbl.is

Björgvin G. Sigurðsson er allur að koma til

Mér sýnist sem Björgvin Guðni hafi haft gott af því að losna út úr ríkisstjórn. Mér sýnist sem hann sé að verða afturbata.

Í dag birtist vefgrein eftir hann þar sem hann lýsir yfir harðri og einarðri andstöðu gegn kvótakerfinu. Hann hafði meira að segja gert sér ferð niður á bryggju til að hitta Ásmund Jóhannsson sem ríkisstjórnin braut á mannréttindi og kostaði nokkrum tugum milljóna upp á málavafstur til að halda við óréttlætinu, en mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks samt í óhag.

Ríkisstjórnin sem Björgvin studdi og sat í hirti síðan ekki um að virða álitið og hélt óhikað áfram að brjóta á ungnum sem öldnum sjómönnum, s.s. Ásmundi kallinum.

Batnandi mönnum er best að lifa. Nú er að vonast til þess að Björgvin sýni afstöðuna í verki, ekki bara í snakki við sjómenn heldur í kröftugum ræðum síðustu dagana fyrir þingslit þar sem hann krefur mannréttindabrjótinn Steingrím J. um að láta af brotastarfsemi sinni. Það eina sem Steingrímur þarf að byrja á er að gefa út reglugerð þar sem leyfðar eru handfæraveiðar. Þegar handfæraveiðarnar voru frjálsar og hvað mestar voru þær samt innan við 5% af heildarþorskafla.

Þessi afstaða ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna markast nánast af mannvonsku, að virða menn ekki viðlits og rétta ekki hlut þeirra sem hafa sótt réttlæti alla leið til útlanda þegar innlend stjórnvöld og dómstólar hafa gjörsamlega brugðist. Þá er nú gott til þess að vita að Björgvin er kominn með þeim á árarnar - nema þetta sé kosningaropi í honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það má segja Sigurjón að batnandi mönnum sé best að lifa í þessu efni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.3.2009 kl. 00:43

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Samkvæmt tölvupósti sem ég fékk í gær frá Kristni H. Gunnarssyni þá var gerð skoðanakönnun um afstöðuna til kvótakerfisins í s.l. viku á vegum MMR. Þar kom fram að 60% aðspurðra vildi afturkalla fiskveiðiheimildir og úthluta þeim eftir nýjum reglum.

Skoðanakannanir á vegum Gallup sýna 85% vilja til breytinga eða að leggja kerfið niður. Ríflega 94% Samfylkingar og VG vilja breyta kerfinu eða leggja það niður.

Ólyginn sagði mér!

Eftir hverju er beðið?

Árni Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 09:53

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Samfylkingin hefur sagt svo mart í gegnum tíðina. Ef hendurnar á þeim gengju jafn hratt og kjafturinn værum við í góðum málum. Gæti setið í allan dag og skrifað loforðalista K. Möller fyrir síðustu kosningar en tæki mig sekúndubrot að skrifa um efndir.

Víðir Benediktsson, 6.3.2009 kl. 12:05

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er rétt hjá þér Víðir að forystumenn Samf. eru marklausir í þessu máli sem öðrum. Spurningin er hinsvegar hvort forystan telur sig þurfa að taka eitthvert tillit til grasrótarinnar.

Árni Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 12:16

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann sér bara að það er meirihluti þjóðarinnar á móti þessu kerfi, þess vegna hentar það honum að vera andstæðingur kvótakerfisins, núna í kosningabaráttunni en svo snýr hann aftur eftir kosningar og verður þá "góður og gegn Samfylkingarmaður".

Jóhann Elíasson, 6.3.2009 kl. 12:33

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér var að berast umslag sem innihélt ávörp til mín frá 20 frambjóðendum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Eftir snögga yfirferð á helstu baráttumálum þessa ágæta fólks fann ég einn-einn frambjóðanda sem nefndi stjórn fiskveiða.

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur býður sig fram í 5.-7. sæti og segir orðrétt á einum stað:

Taka á kvótann heim og bjóða hann upp til leigu með reglulegu millibili og láta afraksturinn renna til þjóðarbúsins.

Svo mörg eru þau orð frá 20 frambjóðendum Samfylkingarinnar um þetta brýna réttlætismál!

Ég held að ég sé farinn að efast um að mikillar byltingar sé að vænta úr þessari átt.

Árni Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 12:41

7 identicon

Það er enginn vafi í mínum huga að hann haldi að við trúum þessari vitleysu.Ég held að allir séu hættir að láta draga sig á ASNA EYRUNUM.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 18:14

8 Smámynd: Kolbeinn Már Guðjónsson

Það er gott að menn sjá að sér, en alltaf jafn einkennileg tilviljun korteri fyrir kosningar!

Kolbeinn Már Guðjónsson, 6.3.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband