Leita í fréttum mbl.is

Minnisvarði um stjórnmálaklúbbinn

Fjórflokkurinn stendur í miklum björgunaraðgerðum fyrir efnahagslífið. Það er svo mikið að gera að sérstakur saksóknari hefur ekki fengið nein almennileg mál til rannsóknar á heilum mánuði. Það er búið að bjarga BT-tölvuverslununum og Apple-umboðinu sem selur líka tölvur, tískuvöruverslun í Kringlunni að ógleymdum Mogganum og nú á að setja 13 milljarða í byggingu tónlistarhússins á hafnarbakkanum. Liðsmenn VG hafa verið svo uppteknir við að slökkva elda í Mogganum að þeir hafa ekki mátt vera að því að hugsa um mannréttindabrot á sjómönnum og hafa fremur en hitt stuðlað að áframhaldi þeirra.

Ég á satt að segja rosalega erfitt með að skilja þessa forgangsröð meðan íslensk iðnfyrirtæki sem eru í framleiðslu fá ekki nokkra fyrirgreiðslu. Það er helst að ég skilji þó alla milljarðana sem settir eru í tónlistarhúsið þar sem hálfkarað húsið er leiðinleg áminning fyrir klúbbmeðlimi á leið í vinnuna - hvort sem hún er í Ráðhúsinu í Tjörninni eða Alþingishúsinu við Austurvöll - um fjármálalega óstjórn og dellu undanfarinna ára. Hvergi fór fram upplýst og gagnrýnin umræða um kostnaðinn við þetta hús og því var laumað inn í heimildarákvæði í fjárlögum. Heimildarákvæði eru annars helst notuð til að taka ákvörðun um sölu eða kaup á prestsbústöðum en ekki um tugmilljarðaframkvæmdir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er rétt Sigurjón.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.3.2009 kl. 01:00

2 Smámynd: Kolbeinn Már Guðjónsson

Góður pistill Sigurjón, fyrirtækjum landsins blæðir út og bankarnir óstarfhæfir. Það verður að lækka vexti strax!

Kolbeinn Már Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 09:05

3 Smámynd: María Richter

Hvernig var BT tölvuverslunum bjargað Sigurjón?  Hvaða tískuverslun í Kringlunni var bjargað?

Þú gleymir algjörlega líka að minnast á að við það að klára byggingu tónlistarhússins, þá skapast þar fjöldamörg störf, það er ekki bara fagurfræðilegt fyrir þá sem eiga leið um miðbæinn.

María Richter, 3.3.2009 kl. 09:13

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

María hér eru tenglar á fréttir af Noa Noa  BT sem segja frá því að skuldir fyrirtækjanna hreinsaðar af fyrirtækjunum og settar í hendur sömu aðila og stofnuðu til skuldanna, en megnið af skuldunum lendir væntanlega á þeim sem greiða skatta næstu áratugina.

Jú það er rétt að þetta er atvinnuskapandi sem er jákvætt en það eru svo mörg önnur framleiðslufyrirtæki og heimili sem standa mjög höllum fæti. 

þetta er spurning um forgangsröðun og að mínu mati er þessi forgangsröðun kolröng en á sínar skýringar sem ég nefndi hér að ofan.

Sigurjón Þórðarson, 3.3.2009 kl. 11:36

5 Smámynd: María Richter

Þú ættir aðeins að kynna þér málin betur Sigurjón.  BT var sett undir stjórn Haga, búið er að loka Noa Noa og Next er komin í eigu nýrra hluthafa.

María Richter, 3.3.2009 kl. 13:04

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

María, ég gæti sem best trúað því, kannski því miður að efnislega standist framangreind skrif en þó má vera að það gæti einhverra ónákvæmni s.s. hvað varðar eignarhald á BT sem var í höndum Árdegis sem "keypti" Merlin verslanir af Baugi og átti þær ásamt Milstone en aðilarnir sem standa á bak við kaupin hafa verið flæktir saman með margvíslegum hætti sem oftar en ekki hefur rann saman í Glitni.  

Hagar eru í eigu Baugs og  Það kom fram í máli yfirlýsingu fyrrum yfirmanns Baugs og Nýja Landsbankans, Tryggva Jónssonar að mikill áhugi hefði verið meðal forsvarsmanna Árdegis að selja Baugsfyrirtækjum reksturinn hafi mátt rekja til þess að bróðir eigenda Árdegis hafi verið einn af æðstu stjórnendum Baugsfyrirtækjanna.  

Þetta eru miklar flækjur en oftar en ekki eru alltaf sömu nöfnin á bak við fjölda eignarhaldsfélaga, en þeir sem fá reikninginn fyrir brjálæðinu eru víst þjóðin sem verður að greiða fyrir þotuliðið næstu áratugina. 

Mér finnst að það eigi að tryggja það að óráðsíulíðið taki ekki annan snúning á þjóðinni.

María, ef þú hefur nánari og sannari upplýsingar endilega komdu þeim áleiðis þar sem við hljótum að vilja hafa það sem sannara reynist. 

Sigurjón Þórðarson, 3.3.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband