Leita í fréttum mbl.is

Rökvilla Evrópusinnanna

Ég var að fylgjast með Kolfinnu Baldvinsdóttur á ÍNN ræða við mikinn Evrópusinna úr Framsóknarflokknum. Niðurstaða þeirra varð að engin hætta væri á að útlendingar gætu keypt kvóta hér við Ísland, en þau töldu hins vegar alveg sjálfsagt og mikil tækifæri felast í því að ganga í Evrópusambandið þannig að Íslendingar gætu keypt kvóta annarra þjóða, væntanlega þá eftir sömu reglum og útiloka útlendinga frá kaupum á innlendum fiskveiðiheimildum!

Skynsamt fólk sem veltir þessu aðeins fyrir sér hlýtur að sjá að þetta gengur ekki. Skuldsett íslensk fyrirtæki í núverandi kerfi eru auðveld bráð, með inngöngu í Evrópusambandið væri hægt að selja miðin um aldur og ævi. Það sem er kannski sérkennilegast í allri þessari umræðu er að margur fjölmiðlamaðurinn leggur kaup innlendra fyrirtækja á veiðiheimildum annarra ríkja upp sem eitthvert meiriháttar jákvætt afrek. Ef það sama gerist hins vegar hér er það eitthvað voða neikvætt.

Er þetta ekki sannkallaður tvískinnungur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jú þetta er vissulega tvískinnungsháttur en þetta er líka einfeldningsháttur, því þetta er svo augljóslega ótrúverðugt.

Sigurður Þórðarson, 26.2.2009 kl. 07:56

2 identicon

Við munum alltaf eiga miðin, hvort sem við förum inn eða ekki.

Einar (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 08:56

3 identicon

Ég held að þú hafir hitt á naglann varðandi skuldsett fyrirtæki, því auðvitað er möguleiki á því erlendir aðilar eignist hluti, eða jafnvel meirihluta í fyrirtækjum með yfirtöku skulda þeirra. Meira að segja í dag er ákveðin hætta á ferðum, þó svo lög geri ráð fyrir að erlendir aðilar geti ekki átt kvóta. Nú ,,eiga" bankarnir í raun sum útgerðarfyrirtækin og erlendir kröfuhafar í raun hlut í bönkunum.

Það verður ekki auðvelt að stoppa eignayfirfærsluna ef við göngum í EB.

Varðandi Evrópusinnana þá hefur þeim aldrei tekist að sannfæra mig um að við eigum að geta gert alla hluti erlendis þegar við erum gengin inn, en að erlendum fyrirtækjum verði meinaður aðgangur á ýmsum sviðum. Af hverju ætti EB að gera slíkan samning við 300 þúsund hræður. Þetta er út í hött! 

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 10:17

4 Smámynd: Jón Kristjánsson

EB er alveg að klára að eyðileggja fiskveiðar og fiskiðnað Breta. Merkilegt nokk hafa þeir notið við það aðstoðar íslenskra sægreifa

Jón Kristjánsson, 26.2.2009 kl. 11:01

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Sigurjón, sammála þessu og til viðbótar , þá hef ég rætt við útgerðarmenn sem einmitt binda vonir sínar um að innganga í ESB skeri þá niður úr snörunni vegna gengishrunsins sem og að þeir fái hærra verð fyrir kvótann með því að selja hann erlendum útgerðum . kv .

Georg Eiður Arnarson, 26.2.2009 kl. 13:37

6 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Ef við göngum Evrópusambandið leggst útgerð á íslandi niður, það sjá allir sem vilja sjá og hvað verða þá margir atvinnulausir. Sé ekkert að því að erlendir aðilar geti átt í útgerðarfélögum á Íslandi. Hvað er að því?. Hef aldrei heyrt um íslenskan útgerðarmann sem vill ganga í ESB eins og Georg nefnir.

Grétar Rögnvarsson, 26.2.2009 kl. 16:27

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekki ef við tökum kvótan tilbaka til ríkissins Sigurjón.. þessir andskotans kvótagreifar mega fara á hausinn mín vegna.

Óskar Þorkelsson, 26.2.2009 kl. 19:43

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Óskar mér sýnist sem að útgerðaraðallinn sem búinn er að sanka að sér óyfirstíganlegum skuldum sé að fá Moggann með afslætti frá VG og S þannig að það verður örugglega þröngt um eðlilega og sanngjarna umræðu um kvótakerfið.

Sigurjón Þórðarson, 26.2.2009 kl. 19:52

9 identicon

Smábátasjómennskan deyr alveg innan ESB, það verða endalausir styrkir og greinin breytist í láglaunagrein eins og landbúnaðurinn.

Ég vil minna fólk á að við getum í dag rifist um kvótann og við getum verið ósammála um fiskveiðistefnuna en ef við göngum inn í ESB þá skiftir engu máli hvar menn standa það verður ESB sem ræður þessu. Austurríki var nú lengi með sjávarútvegsráðuneytið í ESB og að hvaða sjó liggur það land? Merkilegt þetta samband sem svo margir kratar vilja í.

Landið (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 20:14

10 identicon

Grétar!Þorsteinn Már vill ganga í ESB enda er ekki aðeins 30% af útgerðinni hans á Íslandi? þess vegna  er honum sennilega andskotans sama þótt kvótinn renni til ESB!!

Anna (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 20:21

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Líklegast hefur þú séð þessa ágætu grein: http://www.siglo.is/is/news/eitt_af_thvi_sem_fekk_mig_til_ad_staldra_vid/

Það væri kannski hollt fyrir þessar hlandfrussur að kíkja á hana. Það er augljóst á öllu að hér erum við að eiga við trúarbrögð en ekki stjórnmál. Afneitunar og rökleysuheimurinn er slíkur að líklegast myndu þeir kalla þetta guðlast, ef þau læsu þessa ágætu ábendingu leikmanns.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2009 kl. 20:50

12 Smámynd: Dexter Morgan

Ert þú annar af tveimur frjálslyndu; sem er eftir í landinu ?

Öðruvísi mér áður brá, einhverntíman hefðir þú skrifað, bæði hratt og mikið um fall stjórnmálaflokks, (ef það væri einhver annar en þinn).

Dexter Morgan, 26.2.2009 kl. 21:31

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvernig er það Dexter minn ert þú þá þessi hini frjálslyndi?

Sigurjón Þórðarson, 26.2.2009 kl. 21:42

14 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta var góð samantekt hjá Leó.

Sigurjón Þórðarson, 26.2.2009 kl. 21:53

15 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég er Evrópusinni og vil að málin verði könnuð og að því loknu verði einfaldlega kosið um það á lýðræðislegan hátt hvort þjóðin vill. Ég veit ekki fyrir víst hvernig ég muni greiða atkvæði, en það mun væntanlega ráðast af niðurstöðum viðræðna...

Ég setti þessa drápu inn hjá Sigurði Þórðar um daginn rétt áður en tími til athugasemda var að renna út... og læt hana því fljóta hér aftur... öllum til gleði og ánægju...  

Það sem mér finnst hvað furðulegast hjá ykkur sem eru á móti aðildarviðræðum við ESB er þessi óstjórnlega hræðsla ykkar við fiskveiðistefnu bandalagsins -  sem eftir inngöngu hefur nær engin áhrif hér á landi eins og þið vitið.

Þið hafið bölsótast útí íslenska kerfið og allt ranglætið sem því hefur fyllt um langt árabil. Þið hafið séð hversu mikil eyðibyggðastefna hefur ríkt í landinu. Þið sjáið hversu hræðilega hefur gengið að auka við fiskveiðiheimildirnar sem bara hafa minnkað. Þið sjáið hvernig gjafakvótaklíkan hefur veðsett auðlindina og snýtir þeim sem leigja sér nokkur tonn til að bjarga sér og sínum. Þið eruð búin að röfla um þetta óréttlæti og þá forheimsku sem hér hefur ríkt í yfir tvo áratugi en með engum árangri. Nákvæmlega engum. Því er það alveg furðulegt að þið skulið halda að ástanið geti versnað hér í sjávarbyggðunum við það eitt að ganga í ESB.

Mér er t.d. ekki kunnugt um að afkoma sjómanna í Hirtshals versni þó niðurskurður verði við Írskahaf. Ekki frekar en að það þurfi að skera niður steinbít við Vestfirði þó humar minnki við Suðurlandið.

Þá er alveg magnað til þess að vita þið viljið ekki svo mikið sem athuga hvað okkur gæti staðið til boða með aðildarviðræðum. Þið eruð svo hræddir um að það veri stolið frá okkur - rændir við samningaborðið. Að útlendingar séu verri en íslenska gjafakvótaklíkan sem öllu ræður hér og hefur rúið þjóðina inn að skinni. Þið eruð ekki einu sinni tilbúin til að kíkka fyrir hornið... því þið teljið ykkur vita hvar leynist þar.

Það er fáránlegt að halda að eftir inngöngu komi hér erlendir flotar. Erum við ekki annars bestir í heimi og með besta kerfið. Eru ekki annars allir aðrir aumingjar en við, svo er að heyra.

Það liggur fyrir að útlendingar geta nú þegar ef þeir vilja átt 49% í íslenskum útgerðum í dag. En hver er raunin? Þeir eiga ekki eitt kílógramm mér vitanlega. Er það vega þess að þeir vilja eiga meira en 49%? Nei, þeir gætu þess vegna átt 49% í tíu stærstu fyrirtækjunum ef svo verkast vildi.  En hafa engan áhuga sýnt.

Þessi meinti áhugi útlendinga á að eignast íslenskar útgerðir og kvóta hér við land er bara bull og þvæla. Því skildu þeir vilja eignast kvóta hér sem er samkvæmt fiskveiðilögunum sameign íslensku þjóðarinnar og er úthlutað til eins árs í senn og myndar ekki eignarétt? Hver er annars tilbúinn til þess að láta fjármuni í íslenskar útgerðir sem skulda fjórfalda ársveltu sína hið minnsta? Nú veit ég ekki... en það hefur enginn útlendingur sýnt því hin minnsta áhuga til þessa þrátt fyrir að hafa mátt í gegnum EES samninginn gera það frá því árinu1994.

Um langt áabil hafa þúsundir útlendinga verið hér við störf í fiskvinnslu án þess að það hafi kveikt sérstakan áhuga þeirra á að eignast bát og fara að róa. Þeir hafa fullt leyfi til þess að gerast leiguliðar rétt eins og við. Það vita það nefnilega allir að það er ekki einfalt mál og ekki fyrir hvern sem er. Umræðan er nefnilega svipuð núna og fyrir kosningarnar 2003 er Frjálslyndir vildu leyfa tvær rúllur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá risu kvótasinnar upp á afturlappirnar og sögðu að það gengi ekki því sennilega myndu 50 þúsund íslendingar fara að róa. Nú á að hræða almenning með útlendingum.

Þess vegna dreg ég þá einföldu ályktun að þessi hræðsla ykkar við útlendinga sem að sögn bíða í röðum eftir því sölsa undir sig auðlindina er verulega orðum aukin. Þið finnið m.ö.o engan útlending svo vitlausan að hann sé tilbúinn að setja einhverja fjármuni í íslenska útgerð - því miður. Og það gæti einfaldlega verið vegna þess að þessir meintu evrópsku "þjófar" fá allan fiskinn okkar hvort eð er og það án þess að þurfa að standa í því að gera út í öllum veðrum við Íslandsstrendur.

Hið gagnstæða mun miklu frekar gerast eins og dæmið með Samherja staðfestir og lesa má um á blogginu hans Jóns Kristjáns. Tækifæri okkar útgerða og sjómanna sem vilja hasla sér völl eru nefnilega erlendis.

Þá er skipafloti Evrópu að stærstum hluta smábátar og það sem kalla má strandveiðifloti. Þeir fara ekki að sigla yfir hafið á mið sem þeir þekkja ekki og til baka aftur með nokkur tonn - því get ég lofað Þeir bíða bara eins og þeir hafa gert eftir næsta gámaskipi frá íslandi og fá þannig allan þann fisk sem þeir þurfa, á því verði sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir hann ýmist frosinn eða ferskan. Því hef ég alltaf sagt að það voru Bretar sem unnu þorskastríðinn.

Gerið ykkur svo grein fyrir því að það eru sennilega útlendingar sem eru að græða mest allra á auðlindinni okkar og það án þess að gera út eitt einasta skip. Þeir smíða öll stóru skipin okkar og öll tæki ásamt því að leggja til olíuna á þau og megnið af efninu í veiðarfærin. Þá lána þeir útgerðinni gríðarlega fjármuni og hirða þannig stóran hluta af rentunni af auðlindinni. Þeir fá því fyrstir greitt og það örugglega. Með því að lána til útgerða eru tekjur þeirra tryggðar í gegnum bankakerfið. Þeir taka enga áhættu og þurfa ekki einu sinni að setja á sig gúmmívettlinga...

Opnið augun.          

Atli Hermannsson., 27.2.2009 kl. 00:13

16 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Atli, ég er alls ekki á móti því að greidd verði atkvæði um Evrópumálin en ég er ekki tilbúinn að skrifa undir að þau hafi ekki verið könnuð. Fyrrum forsætisráðherra skipaði Evrópunefnd sem Björn Bjarnason stýrði og út úr henni kom ágæt skýrsla.

 

Þar kom í fyrsta lagi fram að við þyrftum næstum örugglega að hætta hvalveiðum við inngöngu í Evrópusambandið, í öðru lagi væri mjög erfitt að setja einhverjar takmarkanir á eignarhald og hvar aflans af Íslandsmiðum yrði landað - við inngöngu í Evrópusambandið. Bretar reyndu þetta þegar Spánverjar voru orðnir stórtækir í uppkaupum á breskum útgerðum. Það er hægt að lesa um frekari takmarkanir í skýrslunni.

 

Það er því ljóst að við núverandi kvótakerfi, þar sem skuldug fyrirtæki sem eru handhafar kvótans, yrði auðveld bráð erlendra aðila sem gætu þá þess vegna landað aflanum í Bretlandi.

 

Við það að setja á sóknarkerfi yrði innganga í Evrópusambandið fyrst möguleg út frá hagsmunum sjávarauðlindarinnar þar sem nokkuð tryggt væri að aflanum yrði landað innanlands.

 

Það sem ég er viss um að sé höfuðmeinsemdin við að ganga í Evrópusambandið er að núna er hægt að vinda ofan af vitleysisvísindaráðgjöfinni með einni reglugerð, þ.e. þegar kemur að því að einhver sest í stól sjávarútvegsráðherra sem hefur kjark og þor til að setja spurningarmerki við þessa niðurskurðarvitleysu sem gengið hefur á undanförnum árum og gefur bara enn meiri niðurskurð eins og dæmin sanna.

 Málið er að sama reiknisfiskifræðin er notuð í Evrópusambandinu og er lengra enn gengin þar en þó hér, kerfið er þar líka flóknara og það verður mun erfiðara að vinda ofan af þeim þætti í Evrópusambandinu.

Sigurjón Þórðarson, 27.2.2009 kl. 09:47

17 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

áhætta okkar við inngöngu í ESB eru auðlindir okkar. ESB ásælist þær, ég efast um að nokkur dragi það í efa. Hvers vegna ætti ESB ekki að ásælast þær? Því er lífsspursmál fyrir okkur að gæta auðlinda okkar því án þeirra erum við ekki neitt.

Gunnar Skúli Ármannsson, 27.2.2009 kl. 23:07

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála mála Gunnari Skúla hér, það er nokkuð ljóst að ESB vill komast yfir auðlindir okkar, því það flæðir vel undan þjóðum í Evrópu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2009 kl. 00:05

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gunnar Skúli talar eins og ESB sé eitt .. sé eitthvað eitt ríki sem er ágjarnt.. það vinna þarna þúsndir manna við reglugerðarverkið þeirra og að halda því fram að ESB hafi einn vilja er afspyrnu vitlaust. 

En hvernig væri bara að skoða það sem er í boði í stað þess að röfla eins og sunnlenskir bændur yfir símavír.. 

Óskar Þorkelsson, 28.2.2009 kl. 00:46

20 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ásthindur.,,þetta er því miður  hrikalega gróft ofmat hjá þér.  Það hefur því  miður miður nær enginn Evrópubúi hinn minnsta áhuga á okkar trosi.. Nefndu mér annars einn því því staðfestingar. Við ertum því miður öreind í heildamyndin...og því skildu menn vera að fara á límingunum út af okkar fáu tonnum.   

Atli Hermannsson., 28.2.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband