Leita í fréttum mbl.is

,,Heimur" versnandi fer

Evrópusinninn og sjálfstæðismaðurinn Benedikt Jóhannesson gerir sýrða tilraun til þess að horfa til baka og leita skýringa á því hvers vegna flokkurinn náði að rústa íslensku þjóðfélagi á valdatíma sínum. Hann segir upphafið að ógæfunni felast í kjöri Ólafs Ragnars Grímssonar! Þó að ég geti tekið undir að kenna megi forsetanum um ýmsan bjálfaskap er hann ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum sínum.

Það sem mér finnst eiginlega fyndnast að sjá er hvernig Benedikt varpar ábyrgðinni af eftirlaunafrumvarpinu - sem mér skilst að Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, hafi samið - á stjórnarandstöðuna, á þá sem greiddu atkvæði gegn lögfestingu þess. Það var nefnilega fyrirtæki Benedikts sjálfs, Talnakönnun, sem reiknaði kostnaðinn af frumvarpinu. Var kostnaðurinn talinn allt frá lítils háttar sparnaði fyrir ríkið upp í það að vera í mesta lagi ríflega 400 milljónir á ári. Hann gaf sér mismunandi forsendur. Fyrirspurn Helga Hjörvar leiddi það svo í ljós að kostnaðurinn fyrsta árið fór 50% fram úr hæsta mati Talnakönnunar, þ.e. var tæplega 650 milljónir.

Heimur versnandi fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Stundum heldur maður að fólk búi ekki í sama landi og maður sjálfur. Ólafur Ragnar getur ekki verið upphaf eða orsök alls sem aflaga hefur farið í þjóðfélaginu. Við kusum Ólaf til að vera puntudúkku úti á nesi. Aftur á móti þá kusum við 63 þingmenn til að reka sjoppuna fyrir okkur. Núna er sjoppan komin á hausinn og eingöngu við þingmenn að sakast því þeirra er ábyrgðin á endanaum-alltaf.

Gunnar Skúli Ármannsson, 13.2.2009 kl. 16:41

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi málflutningur er svo pottþéttur að Sjálfstæðisflokkurinn er á blússandi siglingu. Stærsti flokkur landsins!

Íslendingar virðast ennþá vera "svona dálítið sér á parti" eins og sagt var í mínu ungdæmi um undarlegar persónur. En fylgi okkar Ff er ennþá merkjanlegt í stóru úrtaki. Nú fer landið að rísa og Sturla á trukknum á leið í framboð.

Árni Gunnarsson, 13.2.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband