Leita í fréttum mbl.is

Kemur Dalai Lama í óþökk ríkisstjórnar Íslands?

Það verður vonandi ekki sami vandræðagangurinn á ráðamönnum við komu Dalai Lama og þegar Falun Gong ætluðu að heilsa upp á forseta Kína hér um árið. Maður skyldi þó ekki útiloka það þar sem formaður Samfylkingarinnar sagðist styðja heils hugar stefnuna um eitt Kína og vildi ekki gera mikið úr 60 ára hernámi Kínverja á Tíbet.

Það má ganga út frá því sem vísu að vinstri grænir munu ekki taka mannréttindafrömuði Tíbeta fagnandi þar sem ég hef orðið þess var hér á bloggsíðu minni og t.d. fundi á Akureyri á sunnudaginn að vinstri grænum er sérlega uppsigað við allt tal um mannréttindabrot stjórnvalda, sérstaklega þegar í hlut eiga brot sjávarútvegsráðherra á sjómönnum.

Tökum vel á móti Dalai Lama!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Sigurjón.

Ertu viss um að frjálslyndir geti tekið vel á móti Dalai Lama, vegna kynþátta stefnu þess flokks ?

Guðmundur Óli Scheving, 11.2.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ekki veit ég hvar þú finnur einhverja kynþáttastefnu Guðmundur -

Sameinumst gegn mannréttindabrotum á Íslandi sem annars staðar.

Sigurjón Þórðarson, 12.2.2009 kl. 00:14

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eðlilegast er að líta á Dalai Lama sem búddamunk, kannski hugljómaðan í raun og veru, en ekki með augum stjórnmálanna.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2009 kl. 01:09

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En auðvitað er ég ekki að gera lítið úr mannréttindahliðinni á þessu máli með Tíbet.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2009 kl. 01:10

5 identicon

Annaðhvort þú eða Ingibjörg er að misskilja eitthvað. Í fyrsta lagi hefur "one-China policy" nákvæmlega ekkert með Tíbet að gera, hugtakið á kínversku og ensku er eingöngu notað yfir afstöðu til Taívan deilunnar. Í öðru lagi styður Dalai Lama þá pólisíu, hann hefur margoft lýst því yfir að Taívan sé órjúfanlegur hluti af Kína. Þá hefur hann einnig lýst því yfir að hann vilji ekki sækjaste eftir sjálfstæði heldur heimastjórn fyrir sína þjóð, Tíbeta. Sem nóta bene eru ekki Taívanir.

ha? (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:25

6 Smámynd: halkatla

á þetta að vera eitthvað grín? ég hélt í alvörunni að þú værir ekki eitt af fíflunum

halkatla, 12.2.2009 kl. 12:22

7 identicon

Heill og sæll; Sigurjón, sem þið önnur, hér á síðu !

Anna Karen; mín kæra spjallvinkona ! Hygg; að Sigurjón meini vel, með þessum pistli sínum, í garð Lama karlsins.

Auðvitað; má bjóða Dalai Lama, velkominn, hingað út til Íslands, en,........ það breytir ekki því, að Tíbet er, og verður, óaðskiljanlegur hluti Miðríkisins forna, austur þar, og gildir þá einu, hvort núverandi leiðtogar í Peking, verði við völd lengur eða skemur - eða þá; að félagar mínir, arftakar Chiangs Kai- Chek, leiðtoga þjóðernissinna, á Taiwan, komist til valda, á meginlandi Kína, á ný, eins og hugur stendur til, gott fólk.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 14:16

8 identicon

Óskar, ég get ekki lesið neinn velvilja útúr þessum pistli, hann sýnir mér bara sjálfsblekkingu og vilja til að skapa vandamál úr einhverjum hugarórum (í stað þess að fjalla um og reyna að leysa raunveruleg vandamál og takast á við spillingu og sora - sem bráð þörf væri á akkúrat núna). En já einmitt, einsog VG verði ekki örugglega rosalega vondir við Dalai Lama, hahaha Það er ekki nema von að landið okkar sé fokkt, þegar fólk sem er kosið inná þing er að láta útúr sér svona bjánalega spádóma. Aldrei myndi ég heldur gera ráð fyrir illsku og ósanngirni frá fólki sem ætíð hefur staðið fyrir allt annað, og mér finnst mjög ósmekklegt að leggja fram svona dylgjur um annað fólk án nokkurs rökstuðnings eða neins sem nálgast að vera vitiborin vangavelta. Mér finnst Sigurjón hafa gert mjög lítið úr sjálfum sér með þessu blaðri og það er bara mín skoðun. Vonandi er hann samt ekki bara að nota Dalai Lama til að koma eigin góðmennsku á framfæri og höggi á einhverja pólitíska mótherja, en miðað við þennan pistil þá held ég að það sé frekar "borin von" upptilhópa eru íslendingar ábyggilega mjög sáttir við DL, ég hef amk aldrei hitt neinn íslending, hvað þá VG-ista, sem talar illa um hann eða vill ekki taka á móti honum hér... þannig að

Anna Karen - get ekki skráð mig inn :) (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 15:34

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Anna Karen, hverju veit maður upp á hverju leiðtogar VG taka, þegar þeim er svo mjög uppsigað við allt tal um mannréttindabrot sjávarútvegsráðherra og þá köldu staðreynd að Steingrímur J hafi greitt atkvæði með framsali veiðiheimilda sem er jú upphafið að hruninu.  

Það er eins og að VG hafi hvorki kjark til að leiðrétta misréttið í samræmi við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna né að ræða málefnalega leiðir til þess. 

Sigurjón Þórðarson, 12.2.2009 kl. 16:08

10 identicon

Komið þið sæl; á ný, gott fólk !

Anna mín Karen ! Hví; í ósköpunum, ert þú, með þessi hnýfilyrði, í garð þessa geðþekka Skagfirðings; og spjallvinar míns, einnig,, Sigurjóns Þórðarsonar ?

Svo ég slái; á léttari strengi, Anna mín, þori ég að fullyrða það, að Sigurjón Hegranesgoði, muni fara, (án nokkurrar millilendingar, í hreinsunareldi þeim, hverjar sumar kirkjudeilda boða), þráðbeint upp á við, þegar þar að kemur.

Hrekklaus, sem vammlaus, í allan máta, þókt svo, við Óðinn Allsvaldanda hafi bundið sitt trúss, Anna mín.

Tak gleði þína; á ný, kæra Austfirzka mær !

Með beztu kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:12

11 Smámynd: 365

Kr. 8.000.- fyrir að horfa og hlusta á DL í sumar, gleymdu því.  Hvenær ætlar þessi hugsunarháttur að hverfa?

365, 12.2.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband